Þriðji í Verslunarmannahelgi

Síðan ég hámaði í mig ofurbrauðsneiðina um daginn hef ég haft hana á heilanum eins og exem. Smekklegt, ekki satt? Bjó mér því til salat, henni til heiðurs, í dag sökum brauðleysis. Synd og skömm en gott var grasið!

Glæzt

Spínat, alfalfa, kapers (eeelska kapers ákkúrat núna), kapers safi, smá rauðvínsedik, perusneiðar, tómatur, gúrka og eggjahvítur.

Mjög jákvætt salat

Sletta af hunangi og balsamik ediki, til að vinna upp á móti seltunni í kapers krúttusprengjunum...

Balsamico

...ásamt möndlum og smávegis möndlu dukkah. Fyrir bragð, gleðilegri bita og hamingju.

Mandlas

Ferkst, ferskt og fínt. Fullt af krami fyrir áferðaperrann. Næst ætla ég að útbúa Balsamic hunangs/dijon dressingu og bæta út í olífu olíu og smá sítrónuberki. Ohh mama!

Eðalgott

Annars var Kampið tekið með trompi í morgun. Tvöföldu trompi - tvöfaldur tími - tvöföld pína. Þrekprófið endurtekið síðan fyrir 6 vikum og viti menn... konur og börn. Átvaglið búið að bæta hlaupatímann sinn um rúmar 2 mínútur! Situps um heilar 32, push ups um 5, þar af 15 aukalega á tánum, 10 auka froskar og 35 aukaleg uppstig.

JÁ TAKK!

Þannig að - til að ná Elítuprófinu þá þarf ég að bæta mig í 4 liðum af 5!! Ekki.. nema! Hmm hmm! Reyndar, þá eru armbeygjurnar og froskarnir ansi nálægt því sem þarf til að standast. En, hvað um það, fjórir af fimm. Það skal unnið vel á þennan mismun á næstu sex vikum.

Æfingin í morgun var með eindæmum gleðileg, erfið og sveitt. Framhliðin á kvendinu leit svona út, 20 minútum og berkjaskyrskál seinna (og var verri strax eftir æfinguna)...

Sviiiti

...bakhliðin svona!

Markbak með meiru. Blá doppa á hverjum einasta mjóbaks-hryggjarlið.

Hressir, bætir og kætir.

marbak

Ætla ekki einusinni að sýna ykkur hverskonar hroðbjóður restin af skrokknum á mér er. Fæturnir... aumingja fæturnir. Skil þetta bara ekki, lít út eins og gíraffi. Steypist út í marblettum á stöðum sem eiga ekki einusinni að geta framkallað marbletti. Eins og nasavængir og eyrnasneplar. Það mætti halda að ég væri á hausnum mestmegnið af tímanum. Ekki það að elskulegir blettirnir trufli mig - ég nýti þá óspart til að segja af mér hetjusögur!

Nei, það er ekki sorglegt.

Kannski mig vanti einhver vítamín í skrokkinn til varnar marblettamyndun. Nema það lagist ef ég borði nógu mikið af súkkulaði... eða ís.

Það væri óskandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er svo æðislegt og hvetjandi að lesa eftir þig. Þú ert svo hress og ánægð og jákvæð. Mikil forréttindi að fá að fylgjast svona með þér í þessu ferðalagi.

Bæði hvað varðar fjölskyldulíf og hvða þú borðar og hvernig þú æfir.

Að lesa þetta blogg er eins og góður framhaldsþáttur og allt í gegnum matarræðið þitt. Stórkostlegt.

Takk fyrir að deila sjálfri þér með okkur.

Og aumingja, aumingja bakið á þér kona!!

Birgitta (IP-tala skráð) 2.8.2010 kl. 16:01

2 identicon

Þú ert mögnuð :) ! Og sæll! Að sjá á þér bakið kona!

Kannski maður prófi kampið einn daginn :) aldrei að vita.

Harpa Sif (IP-tala skráð) 2.8.2010 kl. 16:05

3 identicon

úff ef þú finnur einhverja aðra lausn við marblettamyndun en að vefja sig inní búbbluplast máttu endilega láta mig vita, má varla hreyfa mig og þá virðist þetta spretta fram eins og gorkúlur ;)

 vildi samt óska þess heitt og innilega að súkkulaði og ís myndi laga þetta :D

Halla (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 11:47

4 identicon

Ætlarðu að mæta í elítuprófið á laugardaginn...?

Soffía Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 17:40

5 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Haahaha... ohh... væri nú samt gaman að fara og prófa. Maður getur alltaf pínkulítið meira þegar vel er fylgst með manni af einhverjum ástæðum.

Ég er samt með svoddan óseðjandi fullkomnunaráráttu - langar eiginlega ekki að fara fyrr en ég veit nokkuð víst að ég eigi eftir að ná þessu. Kostur eða galli, er ekki alveg viss ;)

Elín Helga Egilsdóttir, 3.8.2010 kl. 18:01

6 identicon

Skortur á B12 vítamíni eða járni getur verið skýring marblettanna.

Klara (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 18:04

7 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ahhh... járn!!

Meira kjöt! Roastbeef á morgun!!!

Bestu þakkir fyrir þetta Klara :)

Elín Helga Egilsdóttir, 3.8.2010 kl. 19:55

8 identicon

æjj já ég hef nú alltaf verið frekar lág í járni en var ekki viss um að það tengdist en gott að fá það staðfest :)

Halla (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 21:34

9 identicon

Kannast við þetta með marblettina nema að ég fór í blóðprufu til að ath. hvort mig skorti ekki örugglega ekki eitthvað... og neibb mig skortir ekki neitt ég er bara viðkvæmt lítið blóm!

Annars er ég farin að kalla blettina tattoo og stæri mig af því hvað ég er töff að vera svona út úr tattooveruð!

Hulda B. (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband