Kjúlli + baunir = kjúklingabaunir?

Búin að vera í frekar "léttu" stuði undanfarið. Langaði óhemju mikið í salat en samt ekki þannig að tómaturinn væri í einu horni og gúrkan í hinu. Æji.. pff.

Átti kjúllabaunir, epli, eitthvað smotterís grænmeti og jú, ég er þekkt fyrir að gúmsla öllu sem ég á saman til að auðvelda át.

Gomma af salati í stóra skál, átti reyndar ekki iceberg, hefði frekar notað það fyrir crunch og kram, niðurskorna tómata, -epli, -gúrku, -lauk, hvað sem er. Hella einni dós af hreinsuðum kjúklingabaunum yfir og hræra smá saman.

Létt og ljúffengt kjúklingabaunasalat

Dressinguna útbjó ég úr ólífu olíu (2-3 msk), lime safa (semi dass), hunangi (rúmlega msk), balsamic ediki (rúmlega msk), dass af þurrkuðum basil og cumin. Kannski msk af hvoru tveggja. Hræra saman, hella yfir salatið, hafa gaman og njóta vel.

Kjúklingabaunasalat

Nohma

Æji - þetta var barasta nákvæmlega það sem mig langað í. Cuminið gerir dressinguna líka skemmtilega. Tók 10 mínútur að útbúa og er fullkomlega löglegt fyrir grænmetisætur! Prótein í kjúllabaununum gott fólk, prótein í baununum!

Ef þið viljið meira af próteini, einhverju slíku, gæti verið snjallt að skella í eina eggjaköku og nota hana sem "tortillu" nú eða barasta harðsjóða egg og skúbba út í... eða fisk, kjúlla, kusu, kind, svíni...

...ég held þið séuð að ná þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ha ha :) Ljómandi og takk fyrir hlutföllin ;) Prófa dressinguna klárlega á næstunni ;)

R (IP-tala skráð) 22.7.2010 kl. 19:36

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hehe, svonda dassahlutföll. Best hrært saman eftir smekk - en þetta er um það bil það sem ég glúbbaði saman

Elín Helga Egilsdóttir, 23.7.2010 kl. 11:00

3 identicon

Ekki má gleyma trefjunum í baununum sem hreinsa fyrir okkur þarmatoturnar ;)

Hulda B (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband