Færsluflokkur: Baunir

Baunir, já takk

Hef ég sagt ykkur frá þrálátri ást minni á mat og öllum þeim (þúsund og fimmtíu milljón)*(RJÓMI)^4 áferðum sem hinar ýmsu fæðutegundir hafa að geyma?

Hef ég?

Í alvöru?

Til hamingju. Þá vitið þið næstum því allt um mig.

Kvöldmatur kvöldsins í kvöld (hvað eru mörg kvöld í því?) *trommusláttur*

Linsubaunasúpa!

Linsubaunir prýddu matarborð Ásbúðinga þetta kveldið. Stórgóð súpa sem fengin var að láni héðan.

Af hverju byrjaði ég þennan pistil á áferðatuði? Jú, af því þessa súpu var, og er, hægt að borða með gaffli! Svolítið eins og hummus ef ég á að áferðasamanburða eitthvað. Ef það er ekki ástæða til að taka stríðsdans upp úr þurru veit ég ekki hvað! Stórkostlega skemmtilegt fyrir áferðaperrann!

Ekki svo skemmtilegt fyrir systur hans.

Svona er nú smekkur manna mismunandi mín kæru.

Með þessu graðgaði ég fisk síðan í gær, kjúlla síðan í dag, tómat*2 og 1/2 papriku.

Linsubaunasúpa

Ég og tómatar erum like this II

Ég gæti mögulega hafa gúffað þessu í mig líka. Mögulega.

Það er mögulega mjög líklegt.

Líklega gúffaði ég þessu í mig líka.

Já, ég gúffaði þessu í mig líka.

Sætar eru sætari en allt

Ofnbakaðar sætar og grænmeti í hnetusósu. Aðkeyptri.

Ekki dæma... hún var dásamleg.

Grænmeti í hnetusósu

Ég og móðir mín kær sammæltumst þó um að við næstu linsubaunasúpugerð myndi sítróna ekki koma við sögu heldur þung massíf krydd eins og cumin eða karrý ásamt mikið af hvítlauk.

En góð var hún og pervisin var gleðin sem fylgdi átinu, uss!

Tók annars stutta brennslu eftir vinnu. Skellti líka í nokkuð gleðilegar interval-brennsluæfingar, sem gætu mögulega hafa innihaldið einstaka frosk, og lauk þessu öllusaman með magamorði! Þetta var hið ágætasta sprikl og öxlin fékk kærkomið æfingafrí.

Hafragrautur eftir 7 tíma.

Fótamorð eftir 8,5 tíma.

Gleðifréttir eftir 11 tíma.

Nótt í hausinn á ykkur strumparnir mínir.


Kjúlli + baunir = kjúklingabaunir?

Búin að vera í frekar "léttu" stuði undanfarið. Langaði óhemju mikið í salat en samt ekki þannig að tómaturinn væri í einu horni og gúrkan í hinu. Æji.. pff.

Átti kjúllabaunir, epli, eitthvað smotterís grænmeti og jú, ég er þekkt fyrir að gúmsla öllu sem ég á saman til að auðvelda át.

Gomma af salati í stóra skál, átti reyndar ekki iceberg, hefði frekar notað það fyrir crunch og kram, niðurskorna tómata, -epli, -gúrku, -lauk, hvað sem er. Hella einni dós af hreinsuðum kjúklingabaunum yfir og hræra smá saman.

Létt og ljúffengt kjúklingabaunasalat

Dressinguna útbjó ég úr ólífu olíu (2-3 msk), lime safa (semi dass), hunangi (rúmlega msk), balsamic ediki (rúmlega msk), dass af þurrkuðum basil og cumin. Kannski msk af hvoru tveggja. Hræra saman, hella yfir salatið, hafa gaman og njóta vel.

Kjúklingabaunasalat

Nohma

Æji - þetta var barasta nákvæmlega það sem mig langað í. Cuminið gerir dressinguna líka skemmtilega. Tók 10 mínútur að útbúa og er fullkomlega löglegt fyrir grænmetisætur! Prótein í kjúllabaununum gott fólk, prótein í baununum!

Ef þið viljið meira af próteini, einhverju slíku, gæti verið snjallt að skella í eina eggjaköku og nota hana sem "tortillu" nú eða barasta harðsjóða egg og skúbba út í... eða fisk, kjúlla, kusu, kind, svíni...

...ég held þið séuð að ná þessu.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband