13.7.2010 | 10:48
Gæran er laus og fífan yfirtekur alheiminn
Við ljúgum ekki, við lofum... hún slapp út á pall!
Að öllu dreplélegu djóki slepptu var morguninn góður að vanda. Langþráð skyr með bláberjum og banana fékk að líta dagsins ljós í bland við möndlur og múslí.... og kaffið mitt!
Góðan daginn já takk! Gott og gleðilegt morgunét!
Svo gramsaði ég svolítið í dýrðinni og fann bláberin mín og bananann! Hrærði þetta sumsé saman í gærkveldi og bláberin þiðin, sprungin, hamingjusöm!
Átti samt í mesta basli með að gúmsla þessu græðgislega í andlitið á mér sökum fífu. Fífan yfirtekur Garðabæinn og maður þarf að berjast blóðugum bardaga til að halda henni frá andliti og þeim vitum sem þar er að finna! Fífa í augun, fífa upp í nefið, fífa í koki... inn í eyru! Maður þarf nánast að halda niðri í sér andanum!
Fjúkandi fífa... og bara brotabrot. Himininn var hvítur í morgun!
Pallafífa!
Gestafífa!
Nágrannafífa!
Götufífa!
Þetta er stórhættulegt! Götufífan sérstaklega. Ghetto fífa! Mjög lúmsk.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Morgunmatur, Skyr, Uppáhalds | Breytt 24.9.2010 kl. 13:39 | Facebook
Athugasemdir
hahahaha ! Þú ert yndi. Heyrði alveg svona litlar skærar raddir þegar ég las um fífuárásargæjana...!
Harpa Sif (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 10:57
Þannig leið mér líka í morgun - var þarna baðandi út öllum öngum, blásandi fífu út í loftið í öðrum hverjum bita.
Hahh.. hásumar! Þetta er ein leið til að mæla það
Elín Helga Egilsdóttir, 13.7.2010 kl. 11:13
Þetta er ekki fífa, þetta eru biðukollur (aldnir fíflar)
kv úr sveitinni
Laufey (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 20:51
Það held ég nú aldeilis að þessa sé fífa. Kemur úr öspunum sem eru hérna á víð og dreif í Garðabænum. Er úr þessu ágæta sveitarfélagi sjálf og gími við sama vandamál. Þyrfti assgoti mikið af fíflum til að valda þessu svifi, húsið mitt er fullt af þessu!
Ragnhildur (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 21:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.