Mikilvæg tilkynning

Ég uppgötvaði í fyrradag að þessar buxur...

örbuxur

...hafa klárlega skroppið saman í þvotti!!

Ég fleygði fótleggjafelunum með hefnd, og biturð, í hjarta út á pall - þetta eru ofurbuxur, mínar uppáhalds og allt það, en það er deginum ljósara að þær hafa skroppið saman í þvotti. Eina skýringin á þessari skyndilegu minnkun!

Í ljósi þessa ætla ég að halda áfram að borða þessa mini sítrónuböku.

Mini sítrónu og maregns baka

Veit ekki hvað buxunum gengur til en þessi smábaka er betri en lykt af nýslegnu grasi!

Nei bíddu...

...ég tek þetta til baka!

Nýslegnugrasalykt er sumarfýla sem enginn má fara á mis við. Eins og gamla Kóka Kóla jólaauglýsinging. Jólin teljast vart til jóla nema auglýsingin hafi verið augum litin. Einnig er nauðsynlegt að sjá hana í sjónvarpinu! Annað er bara svindl!

Hmmhh... hvað var ég að tala um?

Jú, buxur .. já .. alveg rétt! 

Böku-teskeiðinni beini ég í átt að himinblámanum með miklum tilþrifum og lýsi hér með stríði, og almennu frati, á hendur þvottavélarinnar og þurrkarans sem afvegaleiddu brækurnar mínar.

Fæ mér svo annan bita af bökunni. Ohm nohm nom!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HA!! Brilljant...og hvað er málið með illa innrættar þvottavélar!

Inam (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 21:12

2 identicon

Hvar fær maður svona jömmí böku?

Svanhildur (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 21:44

3 identicon

Fuss þessar helvítis þurrkarabuxur. Hjá mér þá lenti einhvern veginn allur fataskápurinn á vitlausri stillingu á meðan ég var ólétt og endaði eins og barbieföt. Hnuss bara!

*fæ mér kanelsnúð*

Erna (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 22:58

4 identicon

já hvað rugl er það þegar buxur gera þetta bara si svona  Vinnubuxurnar mínar tóku upp á þessu fyrir skemmstu....þannig að ég bauð bara upp á vöfflur með súkkulaði, rjóma, ís, Snickers OG Mars á vaktinni áðan

já já og svo lítur bara út fyrir að ég sé að flytja í borgina ;) 

Hulda (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 00:57

5 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Svanhldur: Ég er hreilega ekki viss - mér var færð þessi dýrð til átu! Þarf að komast að því - hún var svaðaleg.

Erna/Hulda: Kanelsnúðar og gúmmulaðivöfflur eru þægilegri en barbieföt!

Lýst annars vel á sérlegan Hulduflutning! Þá er hægt að skella í almennilegt blogghittingsteiti!

Elín Helga Egilsdóttir, 9.7.2010 kl. 10:40

6 identicon

Helvítis föt með sjálfstæðan vilja... hvurn fjandann gengur þeim til!

Mín föt virðast stækka, sem er óþolandi... skelli þeim í þurrkara en allt kemur fyrir ekki fjandinn er eins og sirkustjald og ég get ekki huggað mig við að þau minnki aftur því það mun aldrei gerast. Það versta er þegar bestu brjóstahaldararnir vilja stækka eins og enginn sé morgundagurinn... við erum að tala um tvíburasirkústjöld!

Ég lýsi fötum með sjálfstæðan vilja stríð á hendur, er einhver hér sem vill fylgja mér?

Hulda B (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 13:48

7 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Heyr heyr! Ég er með þér systir! Alla leið!

Væri samt meira til í stækkandi föt en minnkandi - það væri óskandi og fleiri orð sem enda á -ndi!

Elín Helga Egilsdóttir, 13.7.2010 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband