26.6.2010 | 09:28
Hvernig er best að byrja?
Hva... ekki horfa svona á mig. Sitt sýnist hverjum!
Átvaglið er þó afskaplega hrifið af...
...nýjaðasta besta vini sínum. Honum hefur verið veitt nafnið Hlöðver. Ó elsku besti - það sem ég hef verið að fara á mis við í gegnum tíðina.
Góðu kaffi fylgir svo ætíð uppáhalds bolli og þessir bollar eru þeir bestu í heimi. Litlir, gammeldags, ákkúrat í réttri stærð. Æðislegir! Perralega gaman að drekka úr þeim mjöðinn góða. Nýt hvers morgunsopa í botn.
Að kaffi í ofurbolla, og höfrum, meðtöldum inniheldur gott start á deginum meðal annars:
Sjáið þið ekki dásemdina fyrir ykkur?
Kremja banana. KRAMBANA!
Setja smá vatn og krambanann í skál með höfrunum og hræra í gumsl. Þykkt eftir vatnsmagni og smekk - ég er steyputýpan. Því þykkara því betra. Helst þannig að hægt sé að útbúa hafrabolta!
Hræra svo gommu af skyri í grautinn og ómynduðum vanilludropum.
Bláberja!
Hræra og hafragrautsskreyta!
Voila!
Setja svo hnetusmjör í skeiðina, nú eða möndlur í bland fyrir kys og kram!
Gott start!
Gott, gott start!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Hafragrautur, Skyr | Breytt 24.9.2010 kl. 13:33 | Facebook
Athugasemdir
Thú ert Arabia fan eins og ég....hérna er thad Arabia Fennica. Hvad heita thessir?
Hungradur (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 18:03
mmm nýtt til að prófa..... svolítið sumarlegt og flott..... og ég sem á alltaf freknótta banana til að kremja.
Gæti reyndar ekki verið þekkt fyrir annað en að eiga freknótta banana í stíl við freknótta fésið mitt
Hulda (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 02:52
Hungraður: Veistu, ég er barasta ekki alveg viss. Fengum þessa bolla frá Löngu minni (langömmu) í setti. Þetta þarf að kannast.
Hulda: Hhahhaa... freknótt er feiknarfínt! Sem minnir mig á það - þyrfti að ná mér í smá lit í sumar og safna mínum eigin freknum!
Elín Helga Egilsdóttir, 29.6.2010 kl. 09:37
Hlöddi er fínn!
Hungradur (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 16:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.