23.4.2010 | 07:36
Ultratone niðurstaða og adios í mánuð
Gleðilegt sumar í gær! Of mikið ys og þys til að komast í blogg - fylgjast með flugumferð, öskufalli yfir Reykjavík og redda hlutum almennt áður en allt verður um seinan og ég þarf að komast til Akureyrar!
Allavega!
Fyrst vil ég byrja á því að telja upp staðreyndirnar:
- Ég var að þjálfa samviskusamlega + borða rétt allan tímann.
- Ég var ekki í yfirvikt og var í einhverju prógrammi sem átti að styrkja húð + vöðva. Ekki grennandi.
- Ég fór í 10 tíma, þær á stofunni mæla með 20 til að sjá varanlegan árángur. (?)
- Við erum að tala um mánaðar tímabil.
- Yndislegar konur sem vinna þarna. Topp eintök
Persónulega og prívat - ekki fyrir mig.
Ég reyndi að hafa opinn huga, fylgjast með "ruslakistunni", lærinu slitna og maganum. Svæðin sem ég lagði áherslu á og satt best að segja get ég ekki sagst hafa séð ljósið. Jújú, þetta gerir eflaust eitthvað gagn því ég fann oft fyrir þreytu í vöðvum eftir herpinginn, fékk í eitt skiptið hálfgerðar harðsperrur. En hvað sjáanlegan árangur varðar, því miður mín kæru. Langsamlega best að eyða peningunum í líkamsræktarkort og hreyfa á sér rassinn. Það er líka svo skemmtilegt.
Ekki til skyndilausnir í þessum efnum elsku bestu. Þykir leitt að skemmileggja en nei, þær eru ekki til. Gaman að hafa prófað þetta og núna hef ég "hands on" reynslu af rafmagninu og get sagt mína skoðun án þess að blikka auga :)
Dæmi því hver fyrir sig, út frá því sem ég skrifa og þessum blessuð myndum hér að neðan. Ef þú vilt prófa, endilega prófaðu, en ef þú ert í vafa í gvöðanna bænum sparaðu peninginn!
Ég setti einungis fyrir/eftir myndir af magasvæðinu, ekki af því að spéhræsðlan er að drepa mig (þó hún gæti mögulega lamað mig), heldur af því að munurinn á hinum myndunum er svo gott sem enginn og 90% hafa mestan áhuga á þessum hluta líkamans. Ég verð bara að biðja ykkur um að trúa mér - ég sagðist líka ætla að éta sjóhattinn minn (sjóhattur - mjög mikilvægt) ef þetta hefði skilað ofur árangri.
Setti meira að segja brúnkukrem á belginn á mér til að "ýkja" ósjáanleg áhrifin.
Ruslakistan og lærið slitna eru enn söm við sig en það er allt gott og blessað. Það þarf víst að vera eitthvað til að klípa í ekki satt?
Jæja mín elskulegu bestu. Ég krosslegg fingur um að komast til Ástralíunnar á morgun. Ég mun gera mitt besta til að blogga á meðan ég er úti. Ég kem jafnvel til með að henda inn einu örbloggi frá Heathrow ef ég kemst í rafmagn.
Þangað til næst, njótið helgarinnar og hafið það æðislegt í vorinu/sumrinu. Ég ætla að fá mér skyrgums med det samme! Skyrgums með bláberjum, banana og möndlum... óguðminngóður!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkur: Hugleiðingar | Breytt 24.9.2010 kl. 13:28 | Facebook
Athugasemdir
Elín þú er fkn hot stúlka!! Geggjaður magi!! :)
Og já ég er líka með allar tær og fingur krossaða!
Erna (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 09:10
Djösss.... rosalegur kviður er þetta. Nú er niðurskurður hafinn hjá Naglakvikindinu og markmiðið er Ellu Helgu kviður.
En... hate to say I told you so.... trimform, ultratone, strata og hvaða nafni sem þessar blöðkurafstrauma þerapíur nefnast eru sóun á pengene. Ég lá í þessu í veikri von um að fílsbelgurinn myndi hopa.... en eina sem ég fann var aðeins stinnari húð sem ég held að hafi reyndar verið vegna vökvalosunarinnar sem verður í þessu.
Þú lofar að öppdeita í ferðalaginu.
Bon voyage mín kæra.
Ragnhildur Þórðardóttir, 23.4.2010 kl. 09:22
Góða ferð Ella..... passaðu að pakka nestinu þínu vel og samkvæmt reglum svo að það verði ekki hirt af þér í "vopna"leitinni.....
Hulda (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 09:55
pant fá svona maga!!!
stinnari húð segiði... ætli þetta drasl virki á viðbjóðslegu appelsínuhúðina mína?
góða ferð!!!
Rut R. (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 09:56
Ætli svona ultratone og trimmform virki á slappa húð ?? Ég er búin að missa í heildina 49 kg og eg er með svo lausa húð, mætti alveg að strekkja á henni :) Enn hvað segið þið, ætli svona lausnir seu málið eða ekki ?
Karen (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 11:36
Þú gætir nú verið heppin og hitt hann brósa minn á morgunn í kef! Hann á að vera að fljúga til lon líka!
Góða ferð mín kæra, njóttu vel og klappaðu kengúru!
inam (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 12:36
Góða ferð "mate" - hafðu það rosalega ofboðslega einstaklega gott og skemmtu þér æðislega vel (öfunda þig helling!)
Vonandi sérðu þér fært að kasta á okkur einhverjum bloggum
Ásta (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 14:48
Mikið afskaplega ertu með fallegan maga, ég myndi gefa 1 og 1/2 nýra, þriðjung úr auga og allt hárið fyrir svona dýrð.
Góða ferð...
Hulda B (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 16:21
Hef sömu reynslu. Prófaði þetta fyrir 10 árum. Fór þá í 10 tíma. Eftir þá var ég mæld í bak og fyrir..og viti menn, sentimetra fjöldinn nákvæmlega sá sami. Konugreyið var svo hissa! Aldrei gerst áður.
Alma (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 17:15
fokkingsjittfokk ræða þennan kvið.. hólímólí.. svaðalegur...
Skemmtu þér úber vel í útlandinu góða.
Heba Maren (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 21:54
Fínn konudýramagi á þér.
Hafðu grimmt gaman, Auzzie rulez...
Steingrímur Helgason, 23.4.2010 kl. 23:53
jæja Sprellan mín... ég vona að þú hafir komist eitthvað áleiðis til Ástralíunnar í gær... hafðu það rosa gott úti.. hlakka til að heyra sögurnar :) knús og kram.
Sigga Harpa (IP-tala skráð) 24.4.2010 kl. 10:55
Eitt stórt takk á alla! Geri ráð fyrir því að þessi magi verði fokinn út í veður og rassgat við heimkömu... en það er bara jákvætt og gleðilegt fyrir átvaglið
Svoo mikið af gúmmulaði hérna btw.... svooooo mikið sem ég ætla að taka með heim!
HOhoooo!
Elín Helga Egilsdóttir, 28.4.2010 kl. 05:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.