Föstudagur og fótaæfingar

Teknar með trompi á eftir, blessaðar bífurnar! Byrjum helgina á miklum hvelli og lymskum okkur svo inn í laugardaginn með Hot Yoga. Afmælisveisla að kveldi laugardags og átmúrinn sprengdur með tiþrifum, látum og heljastökki! Vottur af tilhlökkun hreiðrar um sig!

Svínalund og kálfakjet í boði vinnunnar í dag.

Svínalundir á kanntinumKálfakjöt og teitur 

 

 

 

 

 

Diskurinn æði fagur og þessar kartöflur! Oghh! 

Fullkominn hádegismatur

Gullfallegt

Bara gullfallegt

Ofnbakaðar og kryddaðar ofurkartöflur

Hef ég einhverntíman sagt ykkur frá því að fullkominn matur fyrir mig væri spaghetti með kartöflum, eggjabeyglu og ost? Jebb - ég er kolvetnasjúkur átfíkill með meiru!

Þar sem við vinnukerlingarnar viljum ekki slá slöku við þá tökum við fullan þátt í mottumenningu landans! Einn í vinnunni tók sig til og stílfærði myndina örlítið - en bara örlítið. Við erum mjög hard core vinnuhópur!

russkikaramba

Kjúlli og sæt fyrir æfingu á eftir, hvít súkkó rískökusamloka eftir æfingu.

Ljúfa líf!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Í morgun var fyrsta fótaæfingin mín í 9 vikur og saaaaællll... sperrurnar eru í póstinum. Á erfitt með gang nú þegar og læt mig síga hææægt á klósettið. Úffff.....

Ragnhildur Þórðardóttir, 26.3.2010 kl. 14:06

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Klósettferðir eru kvöld og pína eftir góðar fótaæfingar! Ég sef helst standandi af ótta við að vakna á morgnana og þurfa að fara frammúr!

Elín Helga Egilsdóttir, 26.3.2010 kl. 14:29

3 identicon

ég eeeeelska síðuna þina !! þessar uppskriftir ... JUMMÍ
En nú spyr ég med þennan kalda hafragraut.... Seturu hafrana í skál, smá af vatni og svo skeið af próteini, blandar saman og inní ískáp yfir nótt?? Eða hitaru kannski hafrana áður ? I am Looost =)

Andrea (IP-tala skráð) 26.3.2010 kl. 15:18

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Andrea: hohoo.. takk fyrir það mín kæra.

Heyrðu mig, köldu grautarnir. Svo margt sem þú getur gert til að prófa þig áfram og finna hvað þér þykir best.

Hér er einn.

Hér er hafrakaka.

Hér er kökudeigsgrauturinn minn. Ööölska hann!

Annars eru þetta jú bara hafrar. Yfirleitt í kringum 1 dl, meira eða minna eftir smekk og/eða ef þú ert að nota t.d. eitthvað múslí með. Kannski 1 dl - 1,5 dl af vatni/mjólk/möndlumjólk, hafrarnir drekka mest allan vökvann í sig yfir nóttina - ef gumsið er of "blautt" er hægt að setja inn í örbyglju í smá stund nú eða búa til nýjan fyrir næsta dag með minna af vökva  Krydda eftir smekk, bæta út í þetta ávöxtum ofr. Skyr/jógúrti blandað t.d. samanvið daginn eftir... nú eða próteini.

Stundum set ég hafrana beint út í óeldaða, stundum elda ég hafrana og set út í þá skyr. Mismunandi hvað ég geri ef ég nota prótein. Stundum hræri ég próteinið upp í vatni, blanda út í það örbylgjuðum berjum og set hafrana út í það ásamt smá auka slettu af vatni.

Svo margir möguleikar.... bara leika sér.

Hahh.. hjálpaði þetta ekki mikið?

Elín Helga Egilsdóttir, 26.3.2010 kl. 15:33

5 identicon

mmm.. jáheldur betur !! takk... hlakka til að prófa

Andrea (IP-tala skráð) 26.3.2010 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband