Grænmeti er guðdómlegt

Stundum langar manni bara í grænmeti! Þó svo þú haldir að þú viljir það ekki, þá langar þig samt sem áður í það... ójúvíst! Vittu til! Fáðu þér grænmeti á diskinn, helst ferskt og athugaðu hvort skrokkurinn æpi ekki á meira eftir fyrsta bitann! Reyndar, þá er alveg jafn mikil gleði að bíta í grænmetið hitað/grillað/soðið/steikt... grænmeti er barasta guðdómlegt!

Grænmetisafurðir eru flestallar mikilvægar uppsprettur næringarefna eins og t.d. potassium, trefja, folic sýru, A-E og C vítamína.

  • Grænmeti hefur í mörgum tilfellum lágan kaloríufjölda ásamt því að vera "fitusnautt" = mjög gott að graðga í sig svolitlu af grænmeti ef þú ert að létta þig og til að "fylla" upp í svartholið.
  • Matarræði sem ríkt er af potassium gæti aðstoðað skrokkinn að viðhalda blóðþrýsing. Afurðir ríkar af potassíum eru t.d. kartöflur (sætar, venjulegar), hvítar baunir, tómatafurðir, rófur, spínat, nýrnabaunir...
  • Trefjar sem koma frá grænmetisafurðum, sem hluti af heilsusamlegu matarræði, hjálpa til við að minnka kólesteról í blóði og gæti mögulega minnkað líkur á hjartasjúkdómum. Trefjar eru einnig mjög mikilvægar til að viðhalda súperfínni þarmastarfsemi og allri hamingju sem innviðis klósettkvillar gætu valdið. Ennig aðstoða trefjar við að halda átvaglinu "sáttu" í lengri tíma. -> gulrætur, avocado, brokkolí, spínat, sætar kartöflur...
  • Folic sýra hjálpar blóðinu að útbúa rauð blóðkorn. Talað er um að konur sem eru að reyna að verða ófrískar eða eru nýlega orðnar ófrískar ættu að taka folic sýruna inn til að minnka líkur á "neural tube defect" - heili og mæna fósturs ná ekki að þroskast að fullu -> blómkál, spínat, brokkolí, aspas...
  • A vítamín fyrir ónæmiskerfið, sjón, frjósemi og verjast hvurslags sýkingum -> gulrætur, sætar kartöflur, spínat, grænkál...
  • E vítamín hjálpar til við að "vernda" A vítamínið og hindrar t.d. oxun kólesteróls = minnkar líkur á blóðtppa. E vítamín er uppleysanlegt í fitu og skal því neyta með fituríkum matvælum svo þarmarnir taki það betur upp -> Hægt að taka inn olíur, grænmetisolíur. Canola-, sólblóma-, sesamolíu... nú eða t.d. hveitikím eða hvietikímsolía. Hafrar, hnetur, kjúklingabaunir (halló hummus), linsubaunir.
  • C vítamínið fyrir ónæmiskerfið, sár og skurði (vörn gegn bakteríum), góma og tennur. Aðstoðar við inntöku járns sem kemur úr grænmeti (ekki kjötmeti). Aðstoðar eina af þeim 20 aminósýrum sem við þurfum til að byggja upp prótín. Ákkúrat þá krúttarlaegu aminósýru sem aðstoðar prótínið kollagen sem er hluti sina og brjósks sem þolir átök. -> Brokkolí, kartöflur, rauð paprika, spínat, gærnmeti með blaðgrænu...

Flottur hádegisdiskur. Próteinið mitt í hádeginu í dag var svo hreint ómyndað gleðiKea með fræjum og smá kanil, rétt fyrir crunch og kram.

Grænmetisgeðveiki

Svo flottir litir!

Glæsilega fínt

Nohm 

 

 

 

 

 

BrokkolíRadísurnar mínar 

 

 

 

 

 

 

Ohh.. ég öölska svona fínt, ferskt grænmeti! Eins og listaverk - get svo svarið það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hollara en Coke og Prince.....annars finnst mér Kónga miklu betra en Prince Polo.  Fann thó enga mynd af Kónga súkkuladi á netinu...vona ad thad sé ennthá framleitt.

Hungradur (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 14:28

2 identicon

Fínasta samantekt

Langar að benda á að fallega orðið kalíum er íslenska heitið fyrir frumefnið "potassium" (efnatákn: K).

 kv/efnafræðingurinn :)

Soffía Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 19:58

3 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hungraður: Prince polo er fínt í allskonar rjómakyns eftirrétti!! Jafnvel smá karamelluaction!

Soffía Sveinsdóttir: Ahh.. þakka þér kærlega fyrir mín kæra! Held ég breyti þessu nú barasta til að hafa þetta alltsaman eftir bókinni! Gott að hafa vökul augu - þetta er almennilegt!!

Elín Helga Egilsdóttir, 9.3.2010 kl. 20:15

4 identicon

Hungraður: ég er sammála þér allaleið hvað þetta varðar. Konga býr yfir einhverju geigvænlega gómsætu kremishbragði! Mig langar í konga núna!

inam (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 23:25

5 identicon

Já, inam....Kónga...eda er thad Konga?...hits the spot.  Svakalega góda Kongabragdid finnst bara í Konga!  og frekar borda ég Malta en Price Polo...en Konga er best.  Einnig er ég Caramel addáandi.

Hungradur (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 20:22

6 identicon

Hungradur (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 20:22

7 identicon

Gengur ekki ad setja inn myndina:

http://images.google.com/images?hl=en&q=caramel+wafers&oq=&um=1&ie=UTF-8&ei=I_-XS7rgMdPb-QaaqYi2Cg&sa=X&oi=image_result_group&ct=title&resnum=6&ved=0CCgQsAQwBQ

Hungradur (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband