9.2.2010 | 10:38
Hvíl í friði Beyglur
Grauturinn í morgun var óvenju góður! Eggjó með blábó - sami klassíski en í þetta skiptið lét ég dýrið sitja í rúman klukkutíma í plastboxinu sínu áður en ég beit í hann. Hann varð eins og brauð - kaka - eitthvað stórkostlegt! Fullkomin áferð fyrir mig, það verður bara að segjast!
Sjáið bara - það væri hægt að skera úr honum sneið!
Blóðbaðið samt við sig. Þetta er ekki girnilegt gums, það verður bara að segjast - næstum eins og blóðmör! Ohh, hvað ég væri til í blóðmör núna!
Booooo... bara einn biti eftir!
Annars gáfu Beyglurnar mínar upp öndina fyrir nokkru síðan. Komnar langt framyfir síðasta söludag. Ég hef þó notað druslurnar óspart eftir andlátið, og ekkert skammast mín fyrir það, en nú er nóg komið! Þær hafa þjónað átvaglinu vel og nú er komið að leiðarlokum!
Getið þið ímyndað ykkur hvernig aumingjans krumlurnar litu út ef ekki værir fyrir hanska? Nem ég sé með einhverja prinsessuputta! Herre gud!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkur: Hafragrautur | Breytt 24.9.2010 kl. 12:35 | Facebook
Athugasemdir
þú ert nú meiri kjúllinn.. hanksar.. *hruff* öðvitað er það bara sigg á lófum all the vei maður.. það er alvöru
Heba Maren (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 12:18
Ég hlýt að vera með vott af prinsessugeni! Ótrúlegt en satt! Siggið skilar sér þó mætavel í gegnum hanskapíslin, það er bara skinnið sem æpir og veinar undan álaginu!
Best að kippa þessu í lag! Þurrka mér um hendur með sandpappír éðanaf!
Elín Helga Egilsdóttir, 9.2.2010 kl. 12:25
Alvöru lyftingamenn eru hanskalausir með sigg í lófunum... jafnast ekkert á við ískalt járnið upp við nakið hörundið.
Ragnhildur Þórðardóttir, 11.2.2010 kl. 12:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.