Súrt er gott - en ekki alltaf

Alveg magnað hvað sprungin bláber geta gefið í skyn að einhverju blóðheitu hafi verið slátrað á staðnum!

Eggjahvítur og bláberjagums

Bláberjaslátrun

Mikið hlakkaði ég samt til þess að bíta í kjúllann minn í hádeginu! Ég var búin að hugsa um hann frá því í blóðbaðinu í morgun. Ég safnaði sman á disk ágætis hrúgu af gumsi í vinnunni! Kjúllinn dansaði úr boxinu ofan á grænmetisfjallið og góðum bita komið fallega fyrir á gaffli þegar....

Súrt kjúllakvikindi

....BLAAARRRRRRHHHHHGGGGG! Kjúllabitanum var skyrpt með stæl langleiðina yfir matsalinn með tilhlaupi, smá snúning og tilheyrandi kokhljóðum. Hænan var súrari en amma andskotans! Fiðurféð ekki hamingjusamt í hádeginu, mér til mikillar sorgar. Próteinleitarinn fór snarlega af stað og hættuástandinu aflýst. Ég náði að redd'essu!

eggmusar

Njótið dagsins Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jeeeebus - hann er ekkert smá glaður þarna aftasti trukkarinn!  Sá í miðjunni er greinilega alsæll með félagsskapinn meðan að sá fremsti er áberandi súr! 

Gamn´ð´essu

Dossa (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 12:15

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Held að sá fremsti sé sá eini sem hefur hugmynd um hvað framtíðin ber í skauti sér!

Elín Helga Egilsdóttir, 2.2.2010 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband