25.1.2010 | 12:19
Rip, Rap og Rup redduðu deginum
Ég var að búast við vinnukjúlla en sænskar kjötbollur yfirtóku eldhúsið og stormuðu fram með látum! Ég barðist hetjulegum, og mjög dramatískum, bardaga við kvikindin! Ég vann!
Til reddinga ákvað ég að ráðast á eggjaforðabúr vinnunnar og rændi þar nokkrum eggjum! Held það sé í lagi að álykta að fleiri egg, en þau sem sjást hér að neðan, komu við sögu. Gúmslaði grænmeti í skál ásamt kartöflum. Æhj hvað kartöflur eru gleðilegar til átu!
Eggjarauðurnar/gulurnar/appelsínugulurnar aleinar og yfirgefnar að áti loknu! Það skal eigi borða harða og hræðilega gulu. Aðra eins skelfingu bítur átvaglið ekki í - áferðardauði!
Ágætis redding - hefði kosið kjúllann - sænskurnar máttu missa sín! Ekki alveg í stöði fyrir Swedish Meatballs! Nej!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Egg, Hádegismatur | Breytt 24.9.2010 kl. 12:28 | Facebook
Athugasemdir
Þær sænsku hafa eflaust verið til heiðurs dómurunum í leiknum á laugardagskvöldið
Fanney Dóra (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 12:29
Heheh.. það er nú alveg spurning
Elín Helga Egilsdóttir, 25.1.2010 kl. 16:12
Fátt toppar handgerðar 'fríkkadillur', handgerðar af ázd & kærleika.
Mig grunar að 'Pallinn' fái að finna fyrir þezzu eggjaáti...
Steingrímur Helgason, 25.1.2010 kl. 23:15
Bwaahahaha... Steingrímur, minna en þú heldur
Elín Helga Egilsdóttir, 26.1.2010 kl. 10:45
Touché hahaha ;)... then again þá er eggjaprumpulykt ein sú slappasta... það er alveg súrefnisgríman... tala nú ekki um þegar prótinduft og brokkolí fær að malla í systeminu í bland hahahaha
Ragnhildur Þórðardóttir, 26.1.2010 kl. 11:26
Bwahahahaaaaa *grenj úr hlátri*
Elín Helga Egilsdóttir, 26.1.2010 kl. 11:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.