Einfaldur eggjahvítugrautur

Í sinni einföldustu. Sjáum hvað átvaglið gerir á morgnana eða kvöldið áður.

Eggjahvítur

Eggjahvítur

Hafrar

Hafrar og hvítur

Dass af vatni

Vatnsdass

Hræra smá saman höfrum, vatni og hvítum. Hér væri svo hægt að setja út í grautinn t.d. stappaðan banana, mulin hörfræ, epli, döðlur...

Hræðilegt.... þarf meiri örbylgju

Inn í örbylgju í 2 mínútur - aðeins of þunnur og hræðilegur fyrir minn smekk. Hræra smá í dýrinu og inn í örbylgjuna aftur. Passa að fylgjast svolítið með gumsinu á þessu stigi, kvikindið á það til að láta illa þegar heitt verður í hamsi og yfirgefa skálina með tilheyrandi klístri og þrifum. Étanda til ævarandi hamingju og gleði.

Hræðilegt þunnildi

1,5 mínútum síðar, ahh, perfecto!

Fullkomin áferð

Krydd og hafragrautsskrautstími. Mjög mikilvægt nema þú viljir bragðlausan ofurgraut.

Vanilludropar, rommdropar, rúslur, kaffi, smá salt, kanill, cumin, kóríander, sætuefni, smá hunang, skyr, múslí, hnetur, hnetusmjör, sulta, ávextir.... hvað vijið þið í grautinn ykkar?

Vanilló í grautó

Bláberin, elsku bestu bláberin

Frosin bláber

HRÆRA! Það skal ætíð hræra.

Blámann tilbúinn til átu

*smjatt*

Búúiiiin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snilldin ein, ætla að prófa þetta var að panta mér einhverja eðalbragðdropa úr ameríkunni sem ég held að væru fínir í svona gums. Ps. matreiðslubókin mín þessa dagana er bloggið þitt, takk

Vala Árnadóttir (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 10:38

2 identicon

Hejsan frænkós! Ætlaði að senda þér skilaboð á fésinu en það er eitthvað actin up og vill ekki leyfa mér! Anytreasureisland, nú ætla ég að heimsækja heimaslóðir í byrjun febrúar áður en næsta önn tekur yfir og langar ó svo mikið til að hitta ykkur adda!! Getum við ekki hist einhvern fimmtudag eða föstudag eða miðvikudag eða þriðjudag eða einhvern annan dag? Ég verð heima frá 28.jan-12.feb held ég!

inam (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 11:04

3 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Vala: Mín er svo sannarlega ánægjan.. vona að þú njótir vel

Inam: Það er date! Við setjum einhvern fínan dag núna á næstunni!

Elín Helga Egilsdóttir, 20.1.2010 kl. 11:10

4 identicon

Alltaf jafn gaman að lesa skrifin þín en varðandi eggjahvíturnar frá Garra, hvað vigtar ein hvíta?

Ég hef verið að gera svipaða grauta og þennan en alltaf verið að slumpa með hvíturnar.

Klara (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 11:59

5 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ein hvíta eru tæplega 30 gr.? Um það bil.

Held það séu 3 - 4 hvítur í einum dl. Minnir að það standi á pakkanum

Elín Helga Egilsdóttir, 20.1.2010 kl. 12:15

6 identicon

eggjahvítur frá garra hvað er það ?  vigtar þú allt í grautana ?

hvað er þetta spand eitthvað sem þú talar um .. prótein ?

takkk!!!!

Tobba (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 14:23

7 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Tobba: Hellúú.. gerilsneyddar hvítur frá garra. Fyrir þá sem eru að éta hvítur upp á dag þá er þetta flott svo maður hendi ekki tonni af rauðum. Hef ekki alltaf vigtað í grautana mína, geri það yfirleitt í dag. Magn af höfrum er samt um 1 dl. og hvítur, 1.5 dl.

Hahh spand = scitec og það er prótein já. Án efa besta hreina prótein sem ég hef smakkað hingað til.

Snillingur sem þú ert. lol

Elín Helga Egilsdóttir, 20.1.2010 kl. 15:03

8 identicon

Snilldar myndarsaga hjá þér

Mér finnst ægilega gott að setja 2-3 msk af heitikími útí hafróinn minn... smá prótein

Fanney Dóra (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 19:36

9 identicon

Takk kærlega fyrir immbaleiðbeiningarnar:) Ætla að búa til svona graut í fyrramálið, hef ekki lagt í hann ennþá en hugsað um það því um lengur.

Kem reglulega inn og fylgist með blogginu þínu og hef gagn og gaman af:)

Takk fyrir mig:)

Gerður (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 20:44

10 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Fanney: Já, hveitikímið er snilld. Líka æðislegt að útbúa hveitikíms brauð/panini og kremja í grilli

Gerður: Versogú! Mitt er ánægjið

Elín Helga Egilsdóttir, 20.1.2010 kl. 23:16

11 identicon

Heyrðu snilld að fá svona imbaleiðbeiningar ;)

En segðu mér hvernig er það, af hverju örrarðu þetta en hitar ekki í potti? Einhver ástæða fyrir því? Annars verð ég að heimta uppskrift að hveitikímspanini, hljómar aðeins of vel ;)

Hólmfríður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 00:00

12 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ohh, einföld ástæða svosum. Ef ég er að útbúa mér grautinn á morgnana, þá tekur það skemmri tíma og minni fyrirhöfn að henda gumsinu inn í örbylju.

Hveitikímið er annars snilldin einar.

Uppskriftina er að finna hér. Fann hana á yggdraslil. Bara æði.

Elín Helga Egilsdóttir, 21.1.2010 kl. 05:43

13 identicon

ein kannski stupid spurning

eru eggjahvíturnar hráar þegar þær eru að koma úr örbylgjunni eftir þessa viðveru? eða myndirðu segja að þær nái að "eldast"?

SR (IP-tala skráð) 24.1.2010 kl. 17:20

14 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

SR: Enganvegin stupid spurning og jú, eggjahvíturnar eldast í hamagangnum

Elín Helga Egilsdóttir, 24.1.2010 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband