Kjúllinn er ómissandi

Það er svakalegt að koma sér af stað aftur. Harðsperrurnar sem ég vitnaði í um daginn eru barnaleikur miðað við sperrurnar sem ég er að upplifa í dag. Fæturnir hlýða ekki, bakið er með derring og axlirnar gretta sig í hverri hreyfingu. En það er ágætis áminning um að koma sér í gírinn - ahhh hvað það er gott að komast í ræktina aftur.

Kjúllinn var góður í dag. Rauð paprika og laukur fengu að fylgja með inn í ofn og dýrið steikt í mauk. Rauð paprika er alveg að gera sig svona ofnbökuð eða grilluð.

Ofnbakaður laukur, kjúlli og paprika

Ofnbakaður kjúklingur, laukur og paprika

Einn dagur í helgina! Woohoo...

...veit svosum ekki af hverju ég er að woo-a. Ég er í fríi... allir dagar eru föstudagar! Það virðist samt ekki koma að sök hvað varðar gleðina sem fylgir föstudeginum. Hihii


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú varst að wooo-hooa fyrir mig  

úje - helgi wooooohooooo!

Kannski erum við líka í hjarta okkar svona whooo-girls

Dossa (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 09:41

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

haha já... ætli það ekki

Elín Helga Egilsdóttir, 8.1.2010 kl. 13:19

3 identicon

 Ég á thad til ad skella 3 eda 4 vel kryddudum kjúllum í ofninn í einu.  Svo deili ég kjötinu í haefilega skammta og set í litla frystipoka og frysti. 

Thá er mjög einfalt ad sjóda hrísgrjón og skella einum kjúklingaskammti úr frystinum á pönnu. 

Ef madur er mjög latur er haegt ad setja skammtinn beint í hrísgrjónapottinn cirka 3 mínútum ádur en hrísgrónin eru tilbúin (samtímis er haegt ad setja brytjada papriku og spergilkál(brokkólí)

Maeli thó med tví ad steikja kjúklinginn á vaegum hita í ólífuolíu thví thá verdur kjúklingurinn crispy.  + soja á hrísgrjónin nammi namm.  (Haegt ad setja karrí í ólífuolíuna til tilbreytingar)

Beinin nota ég í súpu: bein, vatn. súputeninga (graenmetis, kjúklinga eda kjöt) gulraetur, lauk, hvítlauk, brytjadar kartöflur og hrísgrjón....og thad sem manni dettur í hug.

Einfalt, ódýrt, fljótlegt, holt og gott.

Wooooohoooo á allt gengid! (I love you babes)

Hungradur (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 17:09

4 identicon

Woohoooo fyrir alla sem eiga daga sem ekki renna saman í brjóstagjafa- og bleyjuskiptamadness. :)

Erna (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband