Nú má árið byrja

Marco...... Polo!

Þvílíkt start á árinu! Búin að vera hálf slöpp undanfarna daga og ákvað í framhaldi að hreyfa hvorki legg né lið. Ekki slæmt svosem.

Frá og með deginum í dag verður dæminu þó snúið við. Hvíld og leti á enda. Gott að vera komin á lappir aftur og viti menn - Blámann tók vel á móti undirritaðri í morgun! Örbylgjaður eggjahvítugrautur með frosnum bláberjum.

Eggjahvítugrautur með bláberjum

Blanda!

Skálin var svo heit að ég þurfti að erma mig upp til að halda á henni. Viljum ekki brennda fingur. Það er verra.

Eggjahvítugrautur með bláberjum

Nohm!

Annars er veðrið búið að vera svo æðislegt síðustu daga. Letidagana mína. Himininn er í öllum litum og veðrið stillt. Snjórinn endurspeglar svo himininn - allt verður bleikt. Dásamlegt alveg hreint.

Yndislega fínt veður

wunderbar

Yfir og út elskurnar. Njótið dagsins og ahhh.... gooott að vera komin aftur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Náðu biðukollurnar að skella á þig einhverjum óþverrrra ? -ég var ekki alveg laus við afleggjara

...velkomin á fætur og til sjálfrar þín

Svava frænks (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 14:40

2 identicon

hvernig gerir þú aftur þennan graut? finnst ég hafa verið að skoða linkinn af honum um daginn, en finn hann ekki núna.

annað sem mig langaði að forvitnast um... roastbeefið sem þú kaupir hjá kjöthöllinni, ertu að kaupa það eldað og skorið? er það selt í kg magni? er ekki allt í lagi að frysta þetta eða tekur þú bara góðan slurk í nautakjötsáti hvert skipti hehehe

annars bara takk fyrir frábæra síðu, kíki reglulega við :D

SR (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 15:39

3 identicon

Svona þar sem maður hugar að bættri heilsu og bættri líðan á nýju ári. 

 Langaði mig að spyrja þig út í eggjahvítugrautinn margumrædda - hvernig er það hvað gerirðu við rauðurnar?  Eða ertu einhversstaðar að fá bara hvítur?

   Ég þarf nú s.s. að minna mig á að maður verður ekki ofurkona eins og þú óvernæt - heldur þarf maður þjálfun og tilheyrandi ... og þá er gott að geta leitað í þann vizkubrunn sem þú ert

Ásta (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 15:59

4 identicon

JEI !!!

Heba Maren (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 17:28

5 identicon

vá hvað ég dýrka bloggið þitt, prófaði eggjahvítugrautinn um daginn og þvílíkur munur að morgunmaturinn var tilbúinn um morguninn :) alls ekki slæmt, er enn að venjast áferðin enn er eflaust mun betri með bláberjum eða jarðaberjum sem ég átti ekki til :):)

Keep on going- YOU ROCK!!

Sylvía (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 18:08

6 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Svava frænks: Já.. meiri pestin. Iss.

SR: Grauturinn er reyndar mismunandi en yfirleitt tek ég bara eggjahvítur og helli í skál. (kaupi gerilsneyddar hjá Garra) Hafrar út í, 1 dl vatn, krydd eftir smekk og skelli í örbygljuna í 2 - 3 mínútur. Hræri í á mínútu fresti. Svo barasta ber og voila! :)

Roastbeefið væri hægt að kaupa í sneiðavís.. þeir eru snillingar. Ég hef fryst roastbeef og það var bara fínt. Hehe.. ég hef svo sannarlega tekið roastbeefviku þegar villimaðurinn sleppur laus. En ég reyni að hafa smá fjölbreytni

Ásta: Mér þykir svo miður að henda rauðunum svo ég kaupi mér bara eggjahvíturnar hjá Garra í lítravís hehe. Leitaðu kona... leitaðu eins og enginn annar er morgundagurinn. Ég er ekkert nema glöð ef ég kem að góðum notum hahh

Heba: JÍÍHAAWW

Sylvía: Hvítugrauturinn tekur smá tíma að venjast... ég er svonna subba, ég dýrka svoleiðis allt sem ég get hrært saman í eitt ofursull Svo er um að gera að prófa að setja minna af vatni/meira af vatni/öðruvísi krydd... hita lengur og finna áferðina sem þér þykir best.

Elín Helga Egilsdóttir, 6.1.2010 kl. 20:00

7 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Sylvía: og btw... tahakk fyrir mig!!

Elín Helga Egilsdóttir, 6.1.2010 kl. 20:01

8 identicon

 Stundum á madur bara ad vera slappur og latur.  Tilbreyting er bara skemmtileg.

Núna er ég ad hugsa um brytjadar dödlur .....mmmm hvernig aetli ís med brytjudum dödlum og theyttum rjóma smakkist?

Annars er thad oftast thannig ad hollur matur bragdast best.

Hungradur (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 21:03

9 identicon

já ég þarf að kaupa mér hvítur...ef amma gamla myndi sjá allar rauðurnar sem ég hendi dag hvern myndi hún fá slag...

en hvað samsvarar mörg gr = 6 hvitur??

Heba Maren (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 21:06

10 identicon

Heba. Held að það séu 2-3 hvítur í hverjum dl. ;)

 Önnur spurning fyrir Elluna, hvað kostar svona hnetupoki hjá þeim? Var að kaupa mér pekanhnetur, 100 g og þetta kostar næstum 500 kall pokinn!! Er ódýrara að kaupa þetta í kg vís hjá þeim?

Hólmfríður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 00:23

11 identicon

Og "þeir" eiga auðvitað að vera Garri ;) bara til að taka af öll tvímæli.

Hólmfríður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 00:24

12 identicon

Já og hinn sauðsvarti almúgi getur s.s. verlsað hjá Garra?  =)

Ásta (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 01:17

13 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hungraður: Sammála! Brytjaðar döðlur og ís eru án efa ofurblanda. Sérstaklega ef maður mydi ofnbaka döðlurnar fyrst og karamellisera þær... nohm!!

Heba: Já þessar hvítur eru snilld og eins og Hólmfríður segir þá er 1 dl um það bil 3 - 4 hvítur. 150 gr. af hvítum eru um það bil 5 hvítur :)

Hólmfríður: Ég get svo svarið það, ég keypti poka um daginn og ég er ekki frá því að það hafi verið ódýrara að kaupa milljón litla í Bónus - kannski aðeins ódýrara. Ætla að tékka á þeim á morgun og sjá hvað þeir afa uppá að bjóða - en hviturnar borga sig pottþétt!

Ásta: Jább.. það stendur reyndar "ekki selt til einkaaðila..." eitthvað álíka en þið skuluð bara ekkert virða það viðlits Ganga bara inn og eggjhvíta eins og vindurinn!

Elín Helga Egilsdóttir, 7.1.2010 kl. 01:32

14 identicon

já ég þarf að kíkja á þá og kaupa hvítur... en hva segðiði vitiði um ódýrar hnetur? plís tell mí... hneturnar og möndlurnar eru SVO fff*"#$% dýrar...

Heba Maren (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 10:07

15 identicon

ég er líka ofurforvitin ef einhver lumar á upplýsingum um ódýrar hnetur. Eina sem ég hef fundið eru 500 g pokar af lífrænum möndlum í Krónunni, þær kostuðu um 1500 kr fyrir nokkrum vikum síðan. Þarf að tékka á þeim aftur.

Hólmfríður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 01:06

16 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Möndlur og valhnetur frá Hagver fást í Bónus, þær gera sitt gagn. Lífrænt kostar frumburðinn :-/

Ragnhildur Þórðardóttir, 8.1.2010 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband