Að búa með matarbloggara

Gestaskrif. Mister Paulsen segir frá því hvernig það er að eiga heima með átvaglinu! Svona, ef ske kynni að einhver væri forvitin Wink

Paulsen

"Palli, hvernig er það eiginlega að búa með matarbloggara?" spyr fólk mig stundum kæruleysislega og ég veit aldrei hvernig á að svara. Það hefur nefnilega ýmis áhrif á daglegt mataræði ef því er öllu lýst í bak og fyrir og ljósmyndað frá öllum sjónarhornum fyrir og eftir átu. Eftir átu, þ.e.a.s. afgangarnir.

Það var fyrst svolítið skrýtin tilfinning að sitja á fínu veitingahúsi eða í fjölskylduboði og horfa girndaraugum á hvern gúmmilaðidiskinn berast á borð, á fætur öðrum, og um leið og diskurinn lendir á borðinu heyrist lítið píbb í stafrænni myndavél sem er iðulega fylgt eftir með ljósblossa. Einnig eru það viðbrigði í Gúmmilaðihellinum að sjóða saman litla ofurveislu og í staðinn fyrir að byrja að gúffa í sig, nokkrum millisekúndum eftir að gumsið dettur af pönnunni, þá er tekin við lítil helgiathöfn að skreyta diskinn extra vel og forfæra hann svo á þann stað í húsinu þar sem best lýsing er þá stundina, til að smella af nokkrum myndum.

Mig rekur í minni þegar ég var í grunnskóla og við fengum tækifæri á að upplifa áhugaverða tilraun. Stór, og rosalega súr, gulur nammibroskall var setur á borðið hjá hverjum og einum og þegar kennarinn hringdi í bjöllu áttu allir að stinga broskallinum upp í sig. Þetta var endurtekið nokkrum sinnum þar til eitt skiptið var bjallan látin hljóma en súrmetið vantaði. Viti menn, mér til mikillar undrunar fylltist skolturinn af munnvatni því líkaminn var búinn að tengja bjölluhljóminn við það að fá eitthvað rosalega súrt upp í sig. Ég get svo svarið það ég held að líkaminn sé í dag búinn að læra það að í hvert sinn sem heyrist í lágum skruðningi myndavélarinnar, þegar smellt er af, þá veit hann að tími sé kominn til að sleppa átvaglinu lausu.

Blogginu hafa fylgt misgóð tímabil. Ístímabilið var mjög gott. Grænabaunatímabilið var viðurstyggð enda tók ég ekki þátt í þeim ósóma. Sædýratímabilið gerði mig hins vegar rosalega glaðan, humar, smokkfiskur og harpa í annað hvert mál, alltaf í nýjum og spennandi búningi, já takk.

Svo gerðist hið óumflýjanlega að fleiri byrjuðu að slysast inn á bloggið heldur en bara fjölskylda og vinir. Við það breyttust öll lögmál. Skyndilega varð það gífurlega spennandi fyrir mig að klína fésinu (eða jafnvel bara handlegg) inn á myndir sem lentu á blogginu því þá leið mér eins og ég væri í sjónvarpinu, semsagt pínkulítið frægur í nokkrar sekúndur. Síðan fór það að gerast æ tíðar að ókunnugt fólk fór að gefa sig á tal við kvendið út á götu: "Hey, mér fannst banabrauðið sem þú varst með í síðustu viku frábært". Við þetta ljómaði Ellan af stolti og ég líka. Skyndilega var saklaus vettvangur til að geyma uppskriftir búinn að  breyta bakaranum ógurlega í pínkulítið celeb. Síðan í seinni tíð kom það fyrir í fyrsta skipti að einhver stoppaði MIG út á götu og sagði: "Hey ert þú ekki Palli maðurinn hennar Ellu sem er með matarbloggið? Segðu henni að bloggið hennar sé frábært", þá leið mér svolítið eins og ég væri nýja Beta Rokk, allt í einu orðinn pínulítið þekktur án þess að hafa gert neitt.

Ég hef sem betur fer ekki fundið mig knúinn, ennþá, til að fara í fínu fötin fyrir hverja máltíð ef ske kynni að handleggurinn skyldi myndast og rata, ásamt girnilegum disk af hörpuskel, inn á bloggið. Það tímabil kemur vonandi aldrei. Ég er hins vegar orðinn mjög góður í að hemja hamslaust átvaglið í að gúffa í sig öllum matnum áður en myndavélin, sem er eiginlega orðin fimmti fjölskyldumeðlimurinn (já, ég tel kettina með), nær að fókusa og smella mynd af matnum í amk tvö skipti. Þau mistök geri ég bara einu sinni Smile

Já Ella mín, mér finnst bloggið þitt frábært, þú ert frábær og bloggskrifunum vel tekið, sérstaklega þegar þau virðast framkalla með reglulegu millibili bananabrauð og ostakökur *namm*

 

Jæja... þar hafið þið það! Wicked Paulsen hefur tjáð sig! Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ahahaha... flottur paul. flottur..

kallarnir gleymast oft í þessu át-matar-skipulagi hjá okkur kvennsunum...

flott að fá smá áminningu á það að þið eruð vissulega i þessu með manni og þurfið að upplifa matar-pirring, væl, gleði og allt þar á milli þegar vel gengur og þegar ílla gengur ..

ég gæti vel túað að baunatímabilið hafi ekki verið skemmtilegt- hahahaha lygtin maður lygtin :)

knús til ykkar

Heba Maren (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 21:10

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hahah.. það er einmitt málið. Aumingjans mennirnir fá fljóðbylgjuna yfir sig! Um að gera og taka þátt í þessu með kerlunum - eintóm gleði

Elín Helga Egilsdóttir, 2.1.2010 kl. 22:30

3 identicon

Muhahahaha.....svona er bara að vera Palli hennar Ellu.  Allir saman nú: Hæ Palli hennar Ellu

Dossa (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 22:34

4 identicon

Mér hefur einmitt stundum verið hugsað til viðhengis Ellu - hvort hann taki þátt í allri matarmenningunni sem fylgir Ellu  

"Halló Palli hennar Ellu!"

Ásta (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 23:16

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Hæ Palli Ellu, þúrt hetja náttla líka !

Steingrímur Helgason, 3.1.2010 kl. 23:14

6 Smámynd: Elín Helgadóttir

Hæ Palli hennar Ellu..... 

Elín Helgadóttir, 3.1.2010 kl. 23:18

7 identicon

Hæ Palli hennar Ellu!:) híhí þið eruð flott..

Anna (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 23:51

8 identicon

 Palli thú ert heppinn madur.  Ella er líka jafn heppin.  Kettirnir eru heppnir og myndavélin faer ad sýna og sanna hvad í henni býr.

Gott ár á ykkur öll.

Gjagg (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 10:51

9 identicon

Hvar er ella? ertu sprungin eftir jólin???

Heba Maren (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 11:21

10 identicon

Skemmtilegt innlegg hjá þér Palli minn, gefur málinu nýja vídd að heyra frá þér líka. -Velti jafnvel fyrir mér hvort að þú ættir ekki bara að fá þér þína eigin síðu og blogga reglulega um þessa hluti frá þínu sjónarhorni  Í kjölfarið muntu eignast fullt af bloggvinum sem eru einmitt í sömu sporum og þú

You Go Mr.Paulsen !

Svava frænks (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 15:35

11 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hahahah þið eruð æðisleg öllsaman. Flottustu komment hérnamegin tunglsins!

Palli situr hérna og það tístir í honum af einskærri hamingju og gleði!

Elín Helga Egilsdóttir, 6.1.2010 kl. 20:02

12 identicon

Var að pæla hvort þú þyrftir ekki að velja bestu réttina fyrir árið 2009, t.d besta grautinn, eftirréttinn o.s.frv. 

Yrsa (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 21:16

13 identicon

Þá meina ég Ella , eða þið bæði bara...

Yrsa (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 21:19

14 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Yrsa: Þetta er reyndar eðalfín hugmynd. Nú þarf ég að fara að henda saman slíkum pistli. Þúsund þakkir fyrir ábendinguna

Elín Helga Egilsdóttir, 7.1.2010 kl. 01:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband