23.5.2011 | 08:50
Inn með trefjar, út með sykur
Amk ákveðna tegund af sykri!
Ég varð fyrir svolitlu áfalli í gær.
Sparki í rassinn, vitundarhugljómunarofursjokki.
Þetta er eitthvað sem ég vissi alveg. Eitthvað sem flestallir vita en hugsa kannski ekki svo mikið út í.
1 kókdós = 1 bjórdós
Fyrir utan vímuna
Og við gefum börnunum okkar kók!
Frúktósi, high fructose corn syrup. Eitur fyrir skrokkinn. Ég er seld. Búið að troða þessu í allan fjandann, afsakið orðbragðið. Brauð, gosdrykki, ávaxtasafa, barnamat (þurrmat)... barnamat gott fólk!!! Slekkur á leptíninu sem segir þér að þú sért saddur, sem þýðir að þú troddar óumflýjanlega meira þrátt fyrir að skrokkurinn sé löngu búinn að fá nóg. Jafn mikið eitur og alkóhól.
Sugar, the bitter truth fyrir þá sem hafa áhuga!
1, 2 og 3 mín kæru. Núna er tími til kominn að lesa vel á pakkningar, baka brauðin sín sjálfur og borða það sem móðir jörð hefur upp á að bjóða. Paleo matarræði, það sem hellisbúarnir settu ofan í sig. Grænmeti, ávextir, hnetur, kjöt. Trefjar og aftur trefjar. Lykilinn að góðri heilsu gott fólk.
Dramatík dagsins hérmeð lokið.
Þar sem undirrituð var svoleiðis uppfull af andlegri biturð og frúktósagremju, sá trefjaljósið margfalt, hélt dýrið uppá þessa vitrun með risaskál af iGraut skreyttum bláberjum, kanil og smávegis kaffisparki.
Góður dl. hafrar, 150 gr. eggjahvítur, 1/2 banani, vatn, örbylgja.
Kanill, kaffi, salt.
Bláber, ísskápur, einfalt, gott, skeranlegt, ákkúrat, fínt... og framvegis.
Myndataka fóru hálfpartinn út og á ská sökum morgunkulda. Græðgin var ívið sterk þegar augnlokin opnuðust, með smá ískri - það var frekar truflandi, og þegar andinn er slíkur eyðum við ekki 10 sek í að klæða okkur í almennilegar brækur.
Sokkarnir voru eina flíkin sem var í stíl við morgunkuldann.
Fór svo út að hjóla stundvíslega kl: 5:30. Tæklaði ræktina kl: 06:00, þar sem brjósti og baki var stútað, gúllaði Hleðslu á slaginu 06:58, beint upp á fákinn aftur og brunaði í vinnuna.
Morgunkaffið yfirstaðið og núna er ég að súpa kanilte. Ahhhh!
Ég held ég þurfi, með sorg í hjarta, að endurskoða Torani neysluna gott fólk. Sykurlaust sýróp, það hlýtur að vera maðkur í mysunni...
...eða frúktósi.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 08:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (33)