Færsluflokkur: Hnetur

Súkkulaði- og butterscotch bita á grautinn minn

Graskersmaukið er orðið mikill vinur minn og besta nýting á því hingað til er í grautinn á morgnana. Lasagna á reyndar eftir að líta dagsins ljós... þarf að skoða það betur! Keypti mér aðra graskersdós í gær og bjó mér til smá gums hérna í vinnunni í morgun við mikil andköf nærstaddra! Mér til mikillar skemmtunar fékk ég nokkrar spurningar í leiðinni og eina góða staðreynd!

"Ogh.. af hverju er hann appelsínugulur?"

"Setur þú kanil í grautinn þinn?"

"Af hverju viltu hafa hnetur og súkkulaði á þessu?"

"Elín, þú ert mikill grautarpervert!"

Pumpkin pie hafragrautur með hnetum, súkkulaði- og butterscotch bitum

Pumpkin pie hafragrautur með valhnetum, súkkulaði- og butterscotch bitumBlanda saman:

1 skeið hreint prótein

1/4 bolli, rúmlega 60 gr. graskersmauk

2 tsk mulin hörfræ

kanill

Soðinn grautur (a la vinnan)

Hafragrautsskraut:

Muldar valhnetur, súkkulaði- og butterscotch bitar.

Mmmhmm... Mjúkur grautur, crunchy hnetur og bráðið dísætt súkkulaði- og karamellubragð á móti sætu graskeri og kanil! Allt átti þetta sér stað fyrir klukkan 12:00 á þriðjudegi - dásamlegt!


Grautur í krukku

Ég rakst á svo mikla snilld á netinu um daginn. Búin að vera að hugsa um þennan graut alveg síðan og loksins fékk ég tækifæri á að prófa í dag. Möndlusmjörið sem ég bjó til um daginn kláraðist í gær. Ef þið eruð hnetusmjörsfíklar eins og ég þá komið þið til með að prófa þetta!

Grautur í krukku

Næstum því tóm hnetusmjörskrukka. Í þessu tilfelli hunangskrukka fyllt með heimalöguðu möndlusmjöri! Hún brosti meira að segja til mín þegar ég opnaði til að kíkja á innihaldið!

Svo til tóm hnetusmjörskrukka

+

Grautur eins og þér þykir hann bestur!

Kanilgrautur með stöppuðum banana

=

Grautur í krukku! HAHH.... ójá!

Kanil- og bananagrautur í næstum því tómri hnetusmjörskrukku

Botninn er mikið sælgæti!

Kanil- og bananagrautur í næstum því tómri hnetusmjörskrukku

Af því að þetta er nú hnetusmjör, þá bætti ég um betur og toppaði snilldina með niðurskornum banana og sultu! Hvað annað?

Kanil- og bananagrautur í næstum því tómri hnetusmjörskrukku

Grauturinn bragðaðist nákvæmlega eins og hann gerir alltaf. Enginn munur þar á að sjálfsögðu, en oj hvað það var eitthvað skemmtilegt að borða hann upp úr krukkunni! Sérstaklega þegar hægt var að skrapa botninn! Nahm! Ef þið munið eftir tilfinningunni, þegar þið voruð yngri, að fá að sleikja sleifina... þá vekur grauturinn í krukkunni þá gleði upp!


Sweet'n'spicy hnetu- og fræmix

Er nammidagur í dag? Það held ég nú! Ég bara varð að setja þetta hingað inn, svo gott er það. Krydd, hunang, hnetur, fræ - ristað í ofni. Hið fullkomna nart-snakk! Geri þetta stundum hérna heima þegar ég vil narta nú eða til að bjóða gestum. Elska hnetur og fræ.

Sweet'n'spicy hnetumix

Sweet'n'spicy hnetumix1 tsk olía

1,5 tsk púðursykur

1,5 tsk hunang

1 tsk kanill

1/8 tsk - salt, cardamommur, engifer, paprikukrydd, negull

Smá svartur pipar

1/2 bolli möndluflögur, eina sem ég átti.

1/4 bolli pistasíur

1/4 bolli 5 korna blanda og sólbómafræ

 

Hræra fyrstu 6 atriði saman og inn í örbylgju í 30 sek. Hella hnetu- og fræmixinu saman við kryddblönduna og hræra þangað til allt gums er vel þakið. Inn í 175 gráður heitan ofn, 10 - 12 mínútur. Hræra í krumsinu eftir 5 mínútur og passa að það brenni ekki. Taka út úr ofni þegar möndlurnar eru rétt brúnaðar, og leyfa að kólna! Njóta....

Sweet'n'spicy hnetumix

Þetta er líka æðislegt yfir salat, með AB-mjólk, ofan á graut, með ís! Gæti hámað þetta í mig endalaust! Skemmtilegt hvernig þessi krydd vinna saman, sterkt, sætt, salt... sæælgæti!


Bráðum tími á berjamó

Fullkomin skál af wonderfulness! Ferskur og góður morgunmatur eftir fína HIIT brennslu. Ég var næstum því búin að fá mér hafragraut sökum loftkulda en gat ekki séð af bláberjunum inn í ísskáp í annað en kalt skyr!

Próteinblandað skyr með ferskju, bláberjum, múslí og möndlusmjöri

Get ekki beðið eftir berjamó í haust!

Glæsilega fín bláber

Próteinblandað hrært kea skyr, bláber, ferskja, múslí, möndlur og möndlusmjör í skeiðina!

Möndlusmjörið góða

Bragðgott OG gordjus á litinn!


Balsamic kjúlli með timian, rauðlauk og möndlum

Æji já, þessi kjúlli var svaka fínn. Reyndar er kjúlli alltaf fínn en gúmmulaðið og sósan sem fylgdu honum slógu í gegn! Geri þetta án efa aftur, jafnvel með fisk. Það tekur um það bil 40 mínútur, frá byrjun til enda, að elda réttinn. Ég notaði heilan kjúkling, niðurskorinn. Væri líka hægt að nota t.d. 4 kjúklingabringur, skinn og beinlausar.

Balsamik kjúlli með timian, rauðlauk og möndlumHráefni f/4

4 bein- og skinnlausar kjúllabringur

1/4 bolli heilhveiti

3/4 tsk salt og pipar

2 msk olía

1 stóran rauðlauk, skorinn langsum og svo í mjóar lengjur.

Möndlur eftir smekk.

2 msk balsamic edik

1 bolli kjúklingasoð/kraftur (ég notaði tening)

1/2 tsk þurrkað timian eða 2 tsk ferskt.

Byrja á því að hella 1/4 bolla heilhveiti, 1/2 tsk salti og 1/2 tsk pipar á disk. Velta bitunum, eða bringunum, upp úr hveitiblöndunni og steikja í 2 msk olíu á heitri pönnu. Tæplega 10 mín á hvorri hlið, eða þangað til bringurnar eru steiktar í gegn. Taka þá bitana til hliðar og breiða álpappír yfir til að halda á hita.

Balsamik kjúlli í bígerð

Nú skal hella rauðlauknum og möndlunum á heita pönnuna og steikja í 1 - 2 mínútur. Subbumynd en gott bland! Næst þegar ég geri þetta ætla ég að bæta við sveppum.

Balsamik sósa með kjúlla, fyrsta stig

Þá þarf að bæta út á pönnuna kjúklingakraftinum, timian, ediki ásamt restinni af saltinu og piparnum eða 1/4 úr teskeið. Leyfa að malla þangað til laukurinn er orðinn mjúkur og soðið orðið aðeins þykkara. Svolítið eftir smekk.

Balsamic edik sósa með timian, möndlum og rauðlauk

Ég tók bringurnar frá og bætti þeim út á pönnuna rétt áður en soðið varð reddí. Leyfði þeim aðeins að sjússa þar. Restina af kjúklingnum, læri og vængi, setti ég í eldfast mót og inn í ofn. Um það bil 10 mín áður en ég tók kjötið út úr ofninum hellti ég restinni af balsamic-lauk sósunni yfir. Flott með fersku grænmeti, grjónum og/eða brauði.

Balsamik kjúlli með timian, rauðlauk og möndlum

Mmmm.. verður gott að bíta í þetta í vinnunni á morgun! Óje!


Æðislegir hafra- og hnetubitar

Stútfullar af flóknum kolvetnum, hollri fitu, trefjum og próteini. Uppáhalds "smákökur" eða bitar sem ég fæ eru hafrakyns. Palli varð ofurglaður með þennan skammt og kjammsaði á þessu eins og honum væri borgað fyrir.

Hafra- og hnetubitar með banana, döðlum og hörfræjum - 40 stk

Stilla ofna á 175 gráður.

Hafra- og hnetubitarBlanda saman og setja til hliðar:

2 vel þroskaðir stappaðir bananar

1/2 bolli létt AB-mjólk. (má líka nota eplamauk, mjólk....)

2 tsk vanilludropar

2 msk hunang

Í stórri skál hræra saman:

1 bolla heilhveiti, spelt, möndlumjöl...

1 og 1/2 tsk lyftiduft

1 tsk kanil

smá múskat

1 bolla þurrkuðum ávöxtum. Ég notaði döðlur.

1 bolli hafrar. Ég notaði Sólskyns múslí.

1/2 bolli hörfræ. Helst mulin.

1/2 bolli hnetur. Ég notaði blandaðar salthnetur.

dass salt (sleppti saltinu því ég notaði jú saltaðar hnetur)

Blanda svo bananastöppunni saman við þurrefnin, raða á bökunarpappír og inn í ofn í 15 - 20 mínútur.

Hafra- og hnetubitar með döðlum, banana og hörfræjum

Ég þarf ekki að segja ykkur hvað þessar voru góðar... ómægod! Bakaði helminginn 5 - 10 mínútum lengur. Þær urðu að sjálfsögðu stökkari og meira crunchy. Mér persónulega er sama, Palli var á því að meira bakaðar kökur væru betri og skemmtilegri að borða. Það er hægt að skúbba deiginu upp með t.d. ísskeið, þá verða þær ekki svona "oddhvassar" eins og mínar. En ég er letipúki...

Hafra- og hnetubitar. Meira- og minna bakaðir!

 

Hafra- og hnetubitiTók mig til og listaði niður næringargildi pr. köku. Þessar eru glæsó í morgunmatinn með t.d. skyri!

Hitaeiningar: 49

Prótein: 1,5

Fita: 1,3

Kolvetni: 7,8

Trefjar: 1,7 


Hunangs hnetu hafragrautur

Hunangs hnetu hafragraturuHnetur eru góðar - tékk!

Hunang er gott - tékk!

Hafragrautur er góður - double tékk!

Hnetusmjör er gott - tékk!

Rúsínur eru góðar - amk á þessum bæ - tékk!

Kanill er góður - téhékk!

Vanilla í flestöllu formi - tékk!

Skellum þessu saman og þá fáum við yndislega fínan morgunmat, mjög bragðgott og skemmtilegt að borða! Hnetusmjör og hafragrautur er að sjálfsögðu heilög tvenna, klikkar aldrei.

Hunangs hnetu hafragrautur

Sjóða saman:

1 dl grófa hafra

1 skeið hreint prótein (má sleppa)

1/2 stappaðan banana

vanilludropa

kanil

1,5 dl vatn

Smá hveitikím og hörfræ. Hörfræin halda manni svakalega góðum, hvort sem er í shake eða graut.

Hafragrautsskraut:

4 muldar möndlur, 2 valhnetur, tæplega 1 tsk hunang, nokkrar rúslur og 1 tsk hnetusmjör. 

Mmm.. hnetusmjörið og hunangið bráðnar yfir grautinn. Hneturnar góðar á bragðið, gefa skemmtilegt kikk í hvern bita og rúsínurnar með sem gleðigjafar!

Góðir hlutir að gerast í þessari skál af höfrum mín kæru!


Kjúklingaspaghetti í kókos- og hnetusmjörssósu

Kjúklingur, spelt spaghetti í kókos- og hnetusmjörssósu

Holy moly! Segi ekki meir. Þetta var svaðalega gott, saðsamt og gleðilegt að borða! Fallegir litir, skemmtileg áferð og kjúllinn klikkar náttúrulega aldrei.

Útbjó hálfgerða spicy Satay/hnetusmjörssósu sem kom svakalega vel út með pastanu og kjúllanum. Laugardagsfílingurinn alveg að gera útaf við mig í matarmálum! Ég dassaði nú mestmegnis sósuna eftir því hvernig ég vildi hafa hana. Ætlaði fyrst að nota kjúklingasoð og hafa hana þunna en svissaði því út fyrir kókosmjólk-lite, í tilefni helgarinnar, og hafði hana í þykkari kanntinum. Kom eiturvel út!

Kókos- og hnetusmjörssósa 

Kókos- og hnetusmjörssósa

1 tsk olía 

1/2 laukur, smátt saxaður 

1 hvítlauksrif

1/2 smátt saxaður jalapeno

cumin

1/2 tsk balsamic edik

1 tsk ferskur sítrónusafi

2 msk hnetusmjör, ég notaði 1 msk lífrænt og 1 msk af möndlusmjörinu mínu 

1 dl kókosmjólk

splash af soja-sósu og hot sauce 

salt og pipar eftir smekk 

Byrja á því að steikja lauk og hvítlauk í potti upp úr olíunni, 5 mín ca., þar til mjúkt og meyrt. Blanda þarnæst samanvið jalapeno þangað til góð lykt kemur í húsið. Ó svo góð lykt. Þar á eftir bæta við cumin og þekja laukblönduna í kryddinu. Nú er gott að setja samanvið balsamic edikið og sítrónusafann og leyfa því að malla smá. Þarnæst er gumsið tekið af hellunni og hnetusmjörinu bætt við. Verður mjög þykkt. Kókosmjólkinni er núna hrært saman við, þangað til ljósbrúnt, og hnetusmjörið hefur leyst upp. Ef þú vilt þunna sósu þá er ágætt að setja pottinn mjög stutt yfir hita aftur, bæta við soja- og hot sauce og voila. Ef þú vilt þykka sósu, hafa pottinn yfir hita þangað til hún þykknar vel upp. Í endann, ef vilji er fyrir hendi, bæta við smá salt og pipar. Kom líka skemmtilega út að hafa möndlusmjörið með, smá bitar af hunanginu og möndlunum í sósunni. Mín sósa var næstum jafn þykk og hnetusmjör - syndsamlega góð! 

Kjúklingur, spelt spaghetti í kókos- og hnetusmjörssósu 

Eftirleikurinn er svo auðveldur.

1. Sjóða spaghetti eftir leiðbeiningum á pakka. Húha - ég notaði spelt spaghetti.

2. Steikja á pönnu, þangað til meyrt, það grænmeti sem þér þykir gott. Ég notaði lauk, gulrætur og brokkolí. Ég ristaði líka kasjúhnetur til að hafa með, æðislegt.

3. Elda kjúkling eftir eigin hentisemi. Ég var löt og keypti mér tilbúinn kjúkling, gerist ekki auðveldara, reif niður bringuna og blandaði saman við restina af máltíðinni.

4. Setja sósuna yfir réttinn. Ég blandaði henni saman við allt þannig hún þakti hvern bita. Góða við að gera svona heima hjá sér er að maður ræður magninu af sósunni! Mjög, mjög jákvætt. 

Dustaði loks yfir þetta ristuðum kasjúhnetunum og sesamfræjum.

Kjúklingur, spelt spaghetti í kókos- og hnetusmjörssósu 

Þetta var æðislegur, æsðislegur réttur. Sósan er að sjálfsögðu aðalatriðið og hún var bjútifúl. Pínkulítið rjómakennd með smá hnetukeim, sætu bragði á móti söltu og eftirbragðið var vel sterkt og gaf skemmtilegt kikk í bitann. Grænmetið aðeins undir tönn, pastað al-dente og smá crunch af hnetum og sesamfræjum. Almáttugur, þetta var svo mikil snilld!

Kjúklingur, spelt spaghetti í kókos- og hnetusmjörssósu 

Italia og Basil&Lime hvað?


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband