Færsluflokkur: Prótein
5.5.2009 | 09:13
Kryddaður hafragrautur með döðlum, gráfíkju og möndlum.
Þessi var svolítið skemmtilegur, ætla að prófa mig áfram með krydd af ýmsum toga. Get nú samt ekki sagt að þetta hafi verið svaðalegasta og mest sjokkerandi hafagrautstilraun okkar tíma. Prófaði að bæta heilu einu kryddi við.... ómæ.
Kannist þið við tilfinninguna, þegar þið hafið fundið ykkur eitthvað sem er gott og viljið ekki prófa eitthvað nýtt af hræðslu við að það sé ekki jafn gott, eða betra, og þar af leiðandi hafið þið misst af því að fá ykkur þetta góða og þurfið að bíða þangað til næst? Þannig er ég geðbiluð með hafragrautana mína - ef þessi er ekki jafn góður og "öruggi" kosturinn, þá þarf ég að bíða í heiilan dag! Erfitt að vera matsár mín kæru... mjög erfitt!

Soðið saman:
1/2 dl hafrar
1/2 stappaður vel þroskaður banani
2 niðurskornar döðlur
1 gráfíkja
1 skeið hreint vanillu prótein (má sleppa)
kanill
múskat
2 dl vatn
Haft með:
Skvetta létt-AB mjólk, möndlur, múslí, hnetusmjör í skeiðina.
Ég nota 1/2 dl af höfrum því bananinn gerir blönduna "rjómakennda" og umfangsmeiri ásamt próteininu. Ég verð pakksödd eftir þennan skammt. Það má vel nota 1 dl (um það bil 1/2 bolli), og ég geri það alltaf, nema þegar ég nota banana/prótein eða er jafn svöng og Hulk á góðum degi! Annars verður magnið hreinlega of mikið.
Þessi var samt góður. Kom vel út og múskatið er eitt af þessum kryddum sem fær mann til að hugsa "Hmm... hvað er þetta?".
Næst þegar ég geri "kryddaðan" graut, þá ætla ég að rista furuhnetur og sjóða með höfrunum ásamt kanil, cardamommum og kannski engifer. Sæta grautinn svo með hunangi, döðlum, rúslum og fíkjum. Ég hreinlega finn lyktina af þessari dásemd 'in the making' núna!
Spennandi er líf hafragrautsmallarans!
Prótein | Breytt 23.9.2010 kl. 20:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2009 | 11:37
Ís í morgunmat og nammiskápurinn fullur

Fór og verslaði mér gúmmulaði í gær. Gúmmulaðið er til í þeim eina tilgangi að skreyta morgunmat í formi skyrs, jógúrts, próteinsjeiks og að sjálfsögðu í hafragrauts-framleiðslu! Stundum er nammiskápurinn notaður í neyð þegar sykurþörfin er alveg að gera út af við undirritaða... en það er önnur saga. Ég eeelska nammiskápinn minn - það er svo mikið af yndislega fínum hlutum í honum til að gera t.d. morgunmatinn skemmtilegan. Allt gert í þeim tilgangi að gefa mismunandi áferð og bragð! Er líka alltaf að bætast eitthvað nýtt og skemmtilegt í hann - geggjað!
Allt er þetta þó innan "skynsemismarka". Inniheldur prótein, flókin kolvetni, holla fitu, trefjar og að sjálfsögðu er þarna múslí með fullkominn crunchfactor og smá sætu. Þó sætu í formi hunangs eða þurrkaðra ávaxta. Nota yfirleitt aldrei nema 1 - 2 msk af hverju þegar verið er að "skreyta" í morgunsárið :)
Nammiskápurinn inniheldur
Efri skápur, frá vinstri:
Poppies, hunangsristað hnetu múslí, sólskyns múslí (enginn sykur nema úr rúslum og bönunum), Cheerios, þurrkaðar döðlur, gráfíkjur og rúsínur, dökkt- og hvítt súkkulaði fyrir helgargrauta!
Jafnast að sjálfsögðu ekkert á við bráðið súkkulaði í morgunmat!
Neðri skápur frá vinstri:
Hafrar (elsku elsku hafrarnir mínir), puffed wheat, heilhveiti koddar, All-bran, spelt biscotti- og kókoskökur til að mylja yfir graut þegar maður er í "helgarstuði", möndlur, blandaðar hnetur, hörfræ, kókosflögur og hunang.
Ísskápurinn inniheldur svo hnetusmjörið, sultuna, eplamaukið, hveitikím og ávexti á meðan "bökunarskápurinn" heldur utan um hinn dýrmæta kanil og allt dropakyns sem ég á (möndlu-, vanillu-, sítrónu-... dropar)!

Annars var "Ís" á matseðlinum í morgun. Ís með gúmmulaði að sjálfsögðu! Hann var æði. Þurfti samt mikinn sjálfsaga í að stoppa sjálfa mig af í að malla hafragraut! En það var þess virði, þessi skál var fullkomin!
Að þessu sinni notaði ég frosin jarðaber í staðinn fyrir banana og hafði bananann heldur með sem gleðigjafa! Skyr, hreint prótein, frosin ber og undandrenna. Ferskt og fínt.
Ég sleppti mér í gúmmulaðigramsi og hafði með þessu:
Hafrakodda - flókin kolvetni, prótein, trefjar
1/2 niðurskorinn banana - uppfylling + bragð

Möndlur - holl fita og prótein
Hörfræ - holl fita, prótein og vítamín
Sólskyns múslí - flókin kolvetni, trefjar, prótein
Poppies - flókin kolvetni, trefjar, prótein
100% náttúrulegt hnetusmjör í skeiðina - holl fita, prótein
Gott start á góðum degi! Ætla að fara og dáðst að nammiskápnum mínum!
Prótein | Breytt 23.9.2010 kl. 20:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.3.2009 | 11:35
Sunnudags ís og berjabland í morgunmat

Æji já. Ég elska ís og næstum allt sem honum tengist - nema kannski þurrís, hann er ekki hægt að éta með góðu móti.
Bjó mér til æðislegan ís sem ég borðaði í morgun-hádegismat! Er nýlega búin að birta uppskriftina af þessu og fæ mér svona reglulega ef ég er alveg að drepast úr ísþörf. Rennur ljúflega niður og áferðin er ótrúlega skemmtileg!
Í þetta skipti frysti ég 2 banana og 3/4 úr mango. Blandaði saman við slatta af skyri, 3 skeiðum af hreinu vanillu próteini og smá undanrennu. Nóg fyrir 100 manna her! Borðaði þangað til ég sprakk og frysti svo restina.
Trefjar í banananum og mangoinu. Mangóið er líka fullt af vítamínum, stein- og andoxunarefnum. Próteinið fæst svo úr skyrinu og próteinduftinu ásamt nokkrum grömmum af fitu - held það séu um 6 gr af fitu í þessari uppskrift og hún er tilvalin sem t.d. eftirréttur fyrir góða 6 - 8.
Treysið mér elskurnar, þetta er meiriháttar gott! Staðfest og slegið frá mesta ís-snobbara Íslands!
Prótein | Breytt 23.9.2010 kl. 20:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.3.2009 | 23:33
Próteinstangir, taka 2
Varð að prófa meira í kvöld úr því ég byrjði á þessu um helgina - og ekki hætt enn! Hægt að gera endalausar útfærslur af þessu dóti!
Gerir 4 karamellusúkkulaði

Botn
2 dl grófir hafrar
1 eggjahvíta
1/2 vel þroskaður banani
1 skeið hreint súkkulaði whey prótein
1 msk hörfræ
1. Hræra saman eggjahvítu og banana þangað til létt og ljóst
2. Bæta próteininu saman við
3. Blanda út í höfrum og hörfræjum, láta standa í um 15 mínútur
4. Setja í form og inn í 140 gráðu heitan ofn þangað til stíft. Tíu mínútur ca
Karamella
2 skeiðar hreint vanillu whey prótein
2 msk náttúrulegt/lífrænt, ósaltað, ósykrað hnetusmjör
smá vatn
1. Hræra saman hnetusmjöri og próteini
2. Blanda smá vatni út í og hræra áfram. Á að mynda mjög þykkt og klístrað deig, eins og karamella.
Hella kreminu yfir botninn, helst í forminu ennþá og inn í frysti. Skera niður í 4 hluta þegar karamellan er orðin nógu stíf. Hægt að þekja með hnetum, súkkulaði, kókos, fræjum, höfrum....
Botninn varð svolítið þurr hjá mér, geri fastlega ráð fyrir því að það sé próteininu að kenna. Hægt að nota t.d. heilt egg eða heilan banana til að fá rakann í deigið og fituna.
Næringargildi í 1 stöng uþb
Hitaeiningar: 203
Prótein: 24 gr
Kolvetni: 20,5
-þarf af 1,4 gr sykur
Fita: 6,25
Trefjar: 1,5
Prótein | Breytt 23.9.2010 kl. 20:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2009 | 22:59
Próteinstangir - home made, no bake
Veit um nokkra sem eru ekki par hrifnir af þessum prótein stykkjum sem finna má út í búð. Mörg hver eru reyndar stútfull af sykri og annarri "óhollustu", gefið, þetta er súkkulaði elsku fólk - ég hef þó samið minn frið við þau. Mér persónulega finnst flundur fínt að grípa mér eitt stykki af og til og ef allt matarræði er á sínum stað, þá er eitt prótein súkkulaði flott mál!

Fór á netið, eins og svo oft áður, og gramsaði eftir Home-made prótein stöngum og fann þessa alveg ágætis síðu. Ef þetta er gert í heimahúsi ræður bakarameistarinn alveg hvað sett í súkkulaðið/stöngina, hvort sykur frændi megi vera með o.fr. Svakalega sniðugt að eiga þetta t.d. á milli mála - jafnvel grípa í á morgnana eða hey, ef þið eruð að drepast úr nammiþörf - þá er þetta eitur snjallt!!
Eins og ég hef sagt áður þá er M&M bragðbesta prótein sem ég hef smakkað. Hægt að kaupa þessa snilld hjá honum Dóra í Perform í Holtasmáranum. En M&M stendur eitt og sér sem heil máltíð og mér finnst askoti blóðugt að "eyða" því í t.d. eftirrétti og viðbit sem þetta. Þar af leiðandi prófaði ég hreint prótín í þessa uppskrift til tilbreytingar. Kom alveg hreint ágætlega út, ekki ósvipað Snickers á bragðið. Mjöög djúsí og gaman að bíta í!
Ég ákvað að nota mjög auðveldan grunn að þessu "snakki". Það er hægt að leika sér heilmikið með þetta og ég á án efa eftir að gera þetta meira "djúsí" Elinizað ala Erna í næsta skiptið. Þetta gefur ykkur amk smá hugmynd um hversu einfalt þetta er :)
Próteinstangir - 10 stykki
1 bolli grófir hafrar
6 skeiðar hreint whey prótein (notaði 2 súkkulaði, 4 vanillu)
2 msk hörfræ
5 msk lífrænt hnetusmjör, ósaltað (myndast olía ofan á hnetusmjörinu, þarf að hræra saman)
1 tsk vanilla
1/2 bolli vatn, minna eða meira eftir próteininu
1. Hræra saman þurrefnin (Hægt að djúsa upp með hnetum, ávöxtum, múslí ofr)
2. Bæta við hnetusmjörinu og vanilludropunum (hægt t.d. að setja kanil með)
3. Setja vatn útí, hræra þangað til deigið blandast vel - verður mjög klístrað. Næstum eins og karamella.(Hér væri líka hægt að nota mjólk til að blanda saman þurrefnin)
4. Pama glerfat eða setja t.d. bökunarpappír eða plastfilmu í form. Smyrja deiginu í formið og frysta/setja inn í ísskáp. Þegar gumsið er orðið nógu stíft, skera í 10 bita og beinustu leið inn í frystinn aftur. Ég reyndar hjúpaði mitt með kókosmjöli og troddaði svo aftur í frystinn.
Ef þetta er tekið úr frystinum þá koma stangirnar til með að verða linar. Það er því sniðugt að geyma þær ekkert of mikið í hita nema að sjálfsögðu þið viljið borða þær í hálfgerðu hafragrauts formi ;)
Mmm, spáið samt í því ef það væru t.d. stappaðir bananar og döðlur í þessu til að sæta upp. Möndlur, jafnvel múslí til að fá smá crunch! Hjúpa með hökkuðum hnetum eða dökkum súkkulaðispænum! Oh men!

Næringargildi per stöng
Hitaeiningar: 165,2
Prótein: 17,5
Fita: 6,7
Kolvetni: 9,1
Þar af sykur: 1,4
Trefjar: 1
Þið gætuð líka skipt þessu niður í 8 stangir, þá eru um það bil 21 gr af próteinum í hverri stöng og 206 hitaeiningar. Æpandi fullt af flóknum kolvetnum, próteini, hollri fitu - gæti ekki verið betra!
Eins og barnabörnin mín koma líklegast til með að segja í framtíðinni
"Mmmm, alveg eins og próteinstangirnar hennar ömmu!".
Prótein | Breytt 23.9.2010 kl. 20:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.3.2009 | 22:13
Tilraunaflögur - vel heppnað og crunchy snakk
Úr því ég er nú komin í gírinn þá átti ég smá afgangs deig úr Tiramisu prufunni minni áðan. Datt í hug að búa til svona litlar skonsur sem væri hægt að nota eins og snittubrauð en nei, skonsurnar snarbreyttust í snakk! Svona líka fínt!

Snakk
2 Eggjahvítur
1 - 1,5 skúbbur vanilluprótein
Eitthvað sniðugt krydd, ég notaði t.d. pizzakrydd og smá oregano
1. Hita ofn í 140 gráður.
2. Hræra vel saman innihaldsefnum, ætti að mynda þykkt deig.
3. Hita pönnu vel, engin olía, og setja eins og tsk/msk af deigi á pönnuna og dreifa úr, svo úr verði þunn plata.
4. Snúdda ofurlitu pönnukökunni við þegar hún er orðin brún á pönnuhliðinni :)

Þegar búið er að útbúa svona litlar flögur úr öllu deiginu skal safna þeim saman og henda inn í ofn þangað til brúnar og almennilega stökkar. Þegar þær eru reddí heyrist meira að segja snakkhljóð í þeim þegar maður kemur við þær... og þær beyglast og vinda upp á sig.
Eðal að borða salsasósu með, nú eða uppáhalds - guacamole, hummus eða jógúrtsósu! Mmmhmm!
Prótein | Breytt 23.9.2010 kl. 20:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.3.2009 | 11:23
M&M prótein pönnsur

Ójá elskurnar... ójá!
Pönnsurnar hafa glatt mig og mitt sykurhungraða hjarta óstjórnlega frá því ég uppgötvaði þær. M&M er að sjálfsögðu ekki ofurnammið og fallegu litirnir heldur Muscle Milk prótein sem er í uppáhaldi hjá mér þessa dagana. En ég meina... CookiesnCream bragðtegund - er ekki hægt að kalla það nammi í duftformi?
Anywho...
Ég er búin að leika mér mikið með þessa hugmynd og hún hefur eiginlega aldrei klikkað. Það er hægt að gera pönnsur, pizzabotn ef viljinn er fyrir hendi og jafnvel margar litlar skonsur og nota sem ofur snakk með einhverri sniðugri sósu. Guacamole eða hummus?
Þetta er í það minnsta sniðug leið til að hressa aðeins upp á eggjahvíturnar sem eru ekki alltaf mest fullnægjandi matur sem svangur magi getur hugsað sér.
Fyrir eitt vaxtaræktar kvekendi!
2 4 eggjahvítur (Ég nota 3 eggjahvítur eða 1 dl gerilsneiddar hjá Garra)
1 skeið Muscle Milk prótein, 15 grömm. (Meira eða minna eftir smag og behag)
Það má nota hvaða prótein sem er, ég nota Muscle Milk því það fluffast og púffast svo skemmtilega þegar það er hitað með eggjahvítunum. Gerir líka skemmtilega áferð og er bragðgott. Hef ekki prófað annað prótín ennþá.
Twist Pönnsur/Skonsur
Hægt að bragðbæta deigið með t.d. kanil, vanilludropum o.fl. Bæta við banana, höfrum, bláberjum, hnetum og/eða hinum og þessum fræjum. Mikil snilld eru þessir dropar sem koma í öllum bragðtegundum heimsins virðist vera. Þarna getur þú svoleiðis sleppt þér og perrast eins og þig lystir - breytt pönnsunum þínum í hvað sem er, whatever floats your boat. Ef settir eru hafrar í pönnsuna þá þarf svolítið að passa að drekkja henni ekki í höfrum því þá verður hún svolítið þurr greyið!
Twist - Pizzabotn
Sama upp á teninginn hér. Hægt að bæta út í deigið Oregano eða pizzakryddi. Salt, pipar... chilli. Bara prófa sig áfram.
1. Setja eggjahvítur í skál og prótein út í og hrært þangað til myndast deig.
2. Bæta við þeim kryddum sem nota á.
3. Hella á heita pönnu og látið bíða þangað til myndast loftbólur í pönnsu dýrið. Snúdda þá á hina hliðina, étanda til mikillar hamingju.
Pönnsan ætti að vera gullinbrún og bjútifúl! Lítur alveg eins út og eitthvað sem er stútfullt af sykri og veistu, smakkast líka þannig! Ef þú býrð til pizzabotn, þá steikir þú pönnsuna, raðar eftir það á hana öllum hráefnunum og grillar í ofni.
Rosalega gott að smyrja létt-AB sýrðum rjómaosti á pönnsuna og fylla hana af grænmeti. Líka æðislegt að jú, smyrja rjómaostinum yfir, skera epli í þunnar sneiðar og raða á. Strá svolítið af kanil yfir og voila!
Létt-AB sýrður rjómaostur
Raða saman nokkrum tissjú blöðum og breiða yfir sigti. Hella AB-mjólk ofan á blöðin og láta standa yfir fati í 6 8 klst. (yfir nótt t.d.) Þá hefur sýran síast frá og eftir situr rjómaosturinn. Minna af fitu en í venjulegum rjómaosti og svo gott sem sama áferð og bragð! Muna bara að 1 dl af AB rjómaostinum inniheldur jafn mikið af hitaeiningum eftir að sýran hefur síast frá og 1 dl af AB-mjólkinni. Rúmmálið minnkar og því þarf að passa, ef þú ert í þeim gírnum, að finna um það bil út hversu mikill 1 dl af rjómaostinum er mikið. Fyrir mig er það miklu meira en nóg nota yfirleitt ¼ - ½ af 1dl af rjómaosti.
Ég er alveg hreint að fíla þessa pönnsu hugmynd sá sem fann upp á þessu á svo sannarlega gott klapp á bakið skilið!
Góð tilbreyting - skemmtileg og bragðgóð leið til að bæta próteini í daginn hjá sér, finnast vera að svindla en vera hel hress með það!
Prótein | Breytt 23.9.2010 kl. 20:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)