Færsluflokkur: Svindl
28.4.2009 | 15:22
Guðdómlega franska súkkulaðikakan hennar mömmu!

Ef þú vilt vera góð(ur) við sjálfan þig á nammideginum þá er þessi súkkulaðisprengja eitthvað fyrir þig. Ekki á holla listanum, alls ekki á holla listanum en án efa á gúmmulaðilistanum. Stútfull af sykri, súkkulaði, smjöri, eggjarauðum, hnetum og almennri hamingju fyrir sykursjúklinga eins og mig! Karamellukennd súkkulaðiklessa, mjúk djúsí og þétt í sér - næsti bær við þykkan búðing! Guðdómleg nýkomin út úr ofninum með rjóma og/eða ís og berjum. Ekkert síðri eftir dvöl í ísskápnum! Besta súkkulaðikaka sem ég veit um! Þessi svíkur engan!
Athuga skal að myndin gerir nákvæmlega ekkert fyrir hana. Ég var bara of gráðug til að taka betri mynd!
Uppskriftin hér að neðan kemur beint frá meistaranum henni mömmu! Þrefalt húrra fyrir henni og súkkulaðibombunni!
Frönsk súkkulaðikransæðakremjuterta.
Bökunartími: u.þ.b.25-30 mín.samt betra minna en meira
Springform:24cm.
Ofnhiti:175-200°C-ég hef 180°C án blásturs í tæplega 25 mín.
Neðsta rim í ofni.
Má ekki frysta-borða strax!
Innihald
180 gr. smjör - 180 gr. suðusúkkulaði eða 70%súkkulaði.
180 gr. sykur (2 dl).
3 eggjarauður.
1dl hakkaðar heslihnetur - aðeins meira ef vill - ég nota alltaf heilan poka frá Líf
held að það séu 100gr.
60gr hveiti (1 dl).
1 - 2 tappar af vanilludropum (tappinn á dropaglasinu).
3 eggjahvítur.
Aðferð:
1. Bræðið smjörið - takið pott af hita - brjóta súkkulaði í bita - bræða það í smjöri - bæta við sykri + eggjarauðum og þeyta eins og mofo (með sleif eða písk).
2. Blanda saman hveiti og hnetum - setja það í súkkulaðihræruna - og hræra aftur eins og mofo
ég nota alltaf sleif. Setja vanilludropana í. Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið þeim í deigið.
3. Smyrja formið - dusta það með hveiti - þar ofan í með deigið og inn í forhitaðan ofninn og bakist hið bráðasta.
4. Leyfið kökunni að standa smá áður en hún er tekin úr forminu. Athugið að þessi kaka er vel blaut og ef hún er eitthvað treg úr forminu, þá má bara taka það og smyrja ofan á hana.
5. Ofan á þessa klessu fer síðan eftirfarandi:
Bræða ca. 80 gr af smjöri- setja út í það 100 - 150 gr. af súkkulaði og bræða það í smjörinu - síðan góða slettu af rjóma þar úti og smyrja síðan yfir kökuna. Dusta hökkuðum hnetum eða möndlum yfir. Kæla-kæla. Ef afgangur er af þessu sulli, má bara bera það með þeytta rjómanum sem á að borða ómælt með þessari köku.
6. Síminn hjá neyðarlínunni er 112, ef einhver fær sykursjokk
Svindl | Breytt 23.9.2010 kl. 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.4.2009 | 01:11
Mömmumatur - er til eitthvað betra?

Ég held þetta verði fastur liður héðan af. Allt sem ég borða, sem er gott, (mikið atriði ey?) kemst í 90% tilfella inn á þetta krafs mitt hérna. Skemmir að sjálfsögðu ekki fyrir ef máltíðin er holl - sem í þessu tilfelli á fullan rétt á sér, að undanskildum eftirréttinum. Þvílíki eftirrétturinn líka!
Matur hjá mömmu og familían með. Mamma er æði, maturinn hennar er æði og alltaf jafn yndislega bragðgóður! Þið vitið hvernig sjoppu pylsur eru öðruvísi en pylsur sem maður sýður heima hjá sér - þannig er mömmumatur. Margskipt veisla, kjöt, grænmeti og fiskur ásamt eftirrétt sem klikkar aldrei. Búið að vera mikið um veislur og át undanfarið sem lýsir sér yfirleitt á eftirfarandi vegu:
Kátur magi... kátur magi... hneppa frá... erfitt að anda... einn biti í viðbót... ókátur magi!
Kosningamaturinn samanstóð af nauta Rib-Eye, lambakjöti, kjúklingalærum, massa hamborgurum, túnfisksteikum og brilliant meðlæti.
Rib-Eye bitarnir, lambakjötið og hamborgarar kryddað og grillað. Grillað kjöt er það sumarlegasta sem ég veit. Lyktin og fílíngurinn, bragðið sem kemur af kjötinu! Algerlega toppurinn. Rib-eye-ið var mergjað. Helltum yfir það smá Trufflu olíu og viti menn, bitinn næstum of góður til að kyngja! Kjúllinn var svo grillaður í ofni fyrir þá sem ekki vilja rauða kjötið. Hann klikkar aldrei. Með kjötinu var brún sveppasósa og hamborgurunum tilheyrði hið venjulega hamborgarameðlæti.
Túnfiskurinn var svo alveg punkturinn yfir I-ið að mínu mati. Léttsteikur á pönnu, saltaður og pipraður og með honum var sósa sem fullvaxta menn myndu tárast yfir. Niðursoðið hvítvín, hunang, wasabi, krydd og ósaltað smör að mig minnir. Ó... mæ... god! Þvílík snilld, þvílíkt bragð!
Meðlætið samanstóð af ofngrilluðum heimatilbúnum frönskum, wok-steiktu grænmeti með portabello sveppum og gulum baunum. Maís á góðri íslensku. Frönskurnar voru geðveikislega æðislega góðar. Stökkar að utan, mjúkar að innan - sérstaklega þessar dekkri!
Eftirréttur. Sér kapituli út af fyrir sig en ég skal reyna að hafa þetta stutt!
Frönsk súkkulaðikaka að hætti Mömmu! Ég var meira að segja svo gráðug að ég tók mér ekki tíma til að taka mynd af innvolsinu - étin, gleypt! Þessi kaka er það besta sem ég veit. Ég hef smakkað margar franskar súkkulaðiköur, meira að segja í Frakklandi, en engin er jafn góð og þessi. Stökk að utan en þó aðallega út í kanntana sem gerir það að verkum að kannturinn verður karamellukenndur! Alveg mjúk í miðjuna að utan. Kakan sjálf er fullkomlega mjúk að innan. Þegar bitið er í hana þá er það næstum eins og að bíta í þykkan búðing. En þar sem það eru möndlur í henni, þá kemur crunchið sem hefði annars vantað í svona sæta köku. Mér persónulega þykir það æði. Hún er svo þétt og mikil í sér að hún verður hálfgerð klessukaka sem gerir upplifunina við að borða hana enn betri! Með rjóma, jarðaberjum og/eða ís... við skulum ekki segja meira. Það eru ekki til orð - ef þið gætuð smakkað eða upplifað svona snilld í gegnum tölvuskjáinn.... mmhhh!
Undirrituð, ungfrú hollustan uppmáluð, fékk sér ekki eina eða tvær sneiðar. Nei... þrjár sneiðar ásamt öllum mulningi sem eftir varð með tonni af jarðaberjum, álíka mikið af ís og slettu af rjóma! Athuga skal að ein sneið er yfirleitt nóg til að uppfylla sykurþörf Magnúsar Ver yfir 6 mánaða tímabil!
Ég er nokkuð viss um að ég nái að éta flest alla undir borðið! Bring it on!
Svindl | Breytt 23.9.2010 kl. 20:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)