Guðdómlega franska súkkulaðikakan hennar mömmu!

Besta franska súkkulaðikaka í heimi!

Ef þú vilt vera góð(ur) við sjálfan þig á nammideginum þá er þessi súkkulaðisprengja eitthvað fyrir þig. Ekki á holla listanum, alls ekki á holla listanum en án efa á gúmmulaðilistanum. Stútfull af sykri, súkkulaði, smjöri, eggjarauðum, hnetum og almennri hamingju fyrir sykursjúklinga eins og mig! Karamellukennd súkkulaðiklessa, mjúk djúsí og þétt í sér - næsti bær við þykkan búðing! Guðdómleg nýkomin út úr ofninum með rjóma og/eða ís og berjum. Ekkert síðri eftir dvöl í ísskápnum! Besta súkkulaðikaka sem ég veit um! Þessi svíkur engan!

Athuga skal að myndin gerir nákvæmlega ekkert fyrir hana. Ég var bara of gráðug til að taka betri mynd!

Uppskriftin hér að neðan kemur beint frá meistaranum henni mömmu! Þrefalt húrra fyrir henni og súkkulaðibombunni!


Frönsk súkkulaðikransæðakremjuterta.

Bökunartími: u.þ.b.25-30 mín.samt betra minna en meira
Springform:24cm.
Ofnhiti:175-200°C-ég hef 180°C án blásturs í tæplega 25 mín.
Neðsta rim í ofni.
Má ekki frysta-borða strax!

Innihald
180 gr. smjör - 180 gr. suðusúkkulaði eða 70%súkkulaði.
180 gr. sykur (2 dl).
3 eggjarauður.
1dl hakkaðar heslihnetur - aðeins meira ef vill - ég nota alltaf heilan poka frá Líf…held að það séu 100gr.
60gr hveiti (1 dl).
1 - 2 tappar af vanilludropum (tappinn á dropaglasinu).
3 eggjahvítur.

Aðferð:
1. Bræðið smjörið - takið pott af hita - brjóta súkkulaði í bita - bræða það í smjöri - bæta við sykri + eggjarauðum og þeyta eins og mofo (með sleif eða písk).


2. Blanda saman hveiti og hnetum - setja það í súkkulaðihræruna - og hræra aftur eins og mofo…ég nota alltaf sleif.  Setja vanilludropana í. Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið þeim í deigið.


3. Smyrja formið - dusta það með hveiti - þar ofan í með deigið og inn í forhitaðan ofninn og bakist hið bráðasta.


4. Leyfið kökunni að standa smá áður en hún er tekin úr forminu. Athugið að þessi kaka er vel blaut og ef hún er eitthvað treg úr forminu, þá má bara taka það og smyrja ofan á hana.


5. Ofan á þessa klessu fer síðan eftirfarandi:
Bræða ca. 80 gr af smjöri- setja út í það 100 - 150 gr. af súkkulaði og bræða það í smjörinu - síðan góða slettu af rjóma þar úti og smyrja síðan yfir kökuna. Dusta hökkuðum hnetum eða möndlum yfir. Kæla-kæla.  Ef afgangur er af þessu sulli, má bara bera það með þeytta rjómanum sem á að borða ómælt með þessari köku.


6. Síminn hjá neyðarlínunni er 112, ef einhver fær sykursjokk


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það veit ég að maturinn hennar mömmu þinnar er einstakur. Það sem manneskjan er flínk að elda. Súkkulaðiklessukaka af þessu tagi er svipðuð og ég geri. Því klesstari því betri. Fæ vatn í munninn. Kveðja til ykkar

Bergrún (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 15:51

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Því klesstari því betri - mikið er það nú satt!!

Sömuleiðis kveðja til ykkar. Bið að heilsa :)

Elín Helga Egilsdóttir, 28.4.2009 kl. 16:24

3 identicon

Takk fyrir skjót viðbrögð með köku mömmu þinnar. Kannski maður baki hana bara tiil að halda upp á fæðingu nýs Danaprins hér í Danmörku :) Svo er á dagskránni að prófa eitthvað fleira hjá þér, þú ert greinilega mikill ástríðukokkur og ekki verra að þú ert í hollustunni líka. Hlakka til að fylgjast með þér áfram

Anna (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 08:09

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Það var nú mest lítið og ég vona að þér líki kakan vel. Hún er bjútifúl með rjóma eða ís. Ohh...

Og takk fyrir þessi fínu fínu orð :)

Elín Helga Egilsdóttir, 5.5.2009 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband