Færsluflokkur: Kvöldmatur

Pizzakvöld

Komst að því um daginn, mér til mikillar furðu, að ég hef ekki sett inn á þetta blogg mitt heimatilbúna pizzu! Af hverju, veit ég ekki - en tók mig til og útbjó æðislegt gums í tilefni föstudagsins!

Kjúklingapizza á heilhveitibotni

Bjó til pizzasósu úr því sem ég átti. Nennti ekki út í búð. Var komin í gúmfey heimafötin mín. Sauð saman 1 dós af niðursoðnum tómötum, tómatpúrru, balsamic edik, pínku hunang, dropa af tómatsósu, oregano, basiliku, tveimur hvítlauksrifjum og niðurskornum sveppum. Ofboðslega bragðgóð og skemmtileg. Ætla að prófa að bæta kanil í sósuna næst. Ójá.

Heilhveiti pizzabotn, pizzasósa og meðlæti

Pizzabotninn fékk ég lánaðan frá Café Sigrún. Hann klikkar aldrei 100% heilhveiti, hollusta og gleði. Ég reyndar henti honum saman, áleggið ofan á og beint inn í 180 gráðu heitan ofn í 15 mín, svo grill í 10. Kom ekki að sök. Hann var æði. Notaði reyndar heilhveiti, alveg frábært. Ég og þunnir pizzabotnar erum vinir! Ofan á herlegheitin fóru steiktar kjúklingalundir, steiktir sveppir og laukur...

Heilhveiti kjúklingapizza

...paprika, tómatur og sæt kartafla frá því í gær. Á minn helming fór sveppa léttostur og smá mozzarella. Á helminginn hans mister Paulsen fór camembert og mozzarella! Þið megið geta hvor helmingurinn tilheyrir undirritaðri!

Heilhveiti kjúklingapizza el finito

Ekkert ævintýralegt í gangi eins og döðlubitar, kanill, jalapeno, pestó, avocado... bara venjuleg "þetta á ég til í ísskápnum" pizza. Sé mest eftir því að hafa ekki grillað dýrið en góð var hún.. mmmm!

Heilhveiti kjúklingapizza með lauk, sveppum, papriku, tómati og sætri kartöflu

Á morgun ætla ég hinsvegar að leika mér svolítið, bjó til nægilega mikið deig í aðra pizzu með...?

Beikonbitum, döðlum, fetaosti og furuhnetum?

Döðlum, banana og hráskinku?

Heimagerðu pestó sem sósu, hnetum og osti?

Svissuðum lauk og sveppum í balsamikgljáa og eitt egg ofan á?

... og svo framvegis!

Heilhveiti kjúklingapizza með lauk, sveppum, papriku, tómati og sætri kartöflu

Uhh.. valkvíði! Sjáum hvað gerist á morgun! Kannski dreymi ég eitthvað sniðugt í nótt sem gefur mér hugmynd um pizzategund morgundagsins!


Grillum á okkur gat

Mamma og pabbi ákváðu, í snatri, að keyra hringinn í kringum eyjuna okkar og skildu ungviðið, með nýfengið bílpróf, eitt eftir í uppeldisstöðvunum! Systir mín kær var því í mat hjá okkur í kvöld og í tilefni þess voru kjúklingalundir á matseðlinum. Tókum þetta skrefinu lengra og bjuggum okkur til grillpinna og náðum næstum því að grilla alla máltíðina! Byggsalatið slapp við grillið - ég var samt alveg á því að pakka því inn í álpappír og skella í grillun!

Kjúklinga grillspjót

Allt grænmeti sem þú hefur lyst á. Rauðlaukur... ohh, grillaður rauðlaukur. NOM!! Paprika, sveppir og tómatar urðu fyrir valinu. Tómatarnir brunnu af aumingjans prikunum og hurfu ofan í grillið mér til mikillar óhamingju, nota því svoleiðis ekki aftur. Kjúklingurinn penslaður með blöndu af BBQ sósu, honey dijon sinnepi, hot sauce og salsasósu.

Kjúklinga grillspjót

Byggsalat með sólþurrkuðum- og ferskum tómötum, ólívum, fetaosti möndlum

Ætlaði að sejta út á byggið pestó en haldið þið að gúmmulaðihellirinn hafi ekki verið pestólaus! Ótrúlegt! Saxaði því niður nokkra sólþurrkaða tómata, ólívur, ferska tómata og steinselju. Notaði smá af olíunni af sólþurrkuðu- og ólívunum. Setti líka út í salatið fetaost og niðursneiddar möndlur! Svakalega gott. Byggið er að sjálfsögðu eitt af mínum uppáhalds kornum. Æðislegt að borða það! Áferðin er fullkomin! Næst þegar ég geri svona meðlæti hef ég niðurskorinn rauðlauk með - matargestur kvöldsins er ekki rauðlauksæta!

Byggsalat með sólþurrkuðum tómötum, ólívum, fetaosti, steinselju og möndlum

Grillaðar sætar kartöflur með paprikukryddi og oregano

Ekki mikill galdur hér á ferð. Skera niður kartöflurnar, ég notaði eina stóra. Setja smá olíu og salt, paprikukrydd eftir smekk ásamt oregano. Pakka inn í álpappír, setja á grillið og grilla þangað til mjúkar. Fylgjast vel með bögglinum svo kartöflubitarnir, sem liggja á botninum, brenni nú ekki.

Grillaðar sætar kartöflur með paprikukryddi og oregano

Grillaður laukur - sælgæti

Í lokin, komman yfir JÍHA-ið. Grillaðir laukar af öllum stærðum og gerðum. Rauðlaukur, venjulegur laukur og hvítlaukur. Pakkað inn í álpappír og grillað í mauk. Þeir verða svo sætir og djúsí.. mmmhmm!

Grillaðir laukar úr öllum áttum - sælgæti

Æðisleg máltíð í alla staði. Grill-eitthvað er alltaf gott, alltaf sumarlegt, alltaf gleðilegt.


Balsamic kjúlli með timian, rauðlauk og möndlum

Æji já, þessi kjúlli var svaka fínn. Reyndar er kjúlli alltaf fínn en gúmmulaðið og sósan sem fylgdu honum slógu í gegn! Geri þetta án efa aftur, jafnvel með fisk. Það tekur um það bil 40 mínútur, frá byrjun til enda, að elda réttinn. Ég notaði heilan kjúkling, niðurskorinn. Væri líka hægt að nota t.d. 4 kjúklingabringur, skinn og beinlausar.

Balsamik kjúlli með timian, rauðlauk og möndlumHráefni f/4

4 bein- og skinnlausar kjúllabringur

1/4 bolli heilhveiti

3/4 tsk salt og pipar

2 msk olía

1 stóran rauðlauk, skorinn langsum og svo í mjóar lengjur.

Möndlur eftir smekk.

2 msk balsamic edik

1 bolli kjúklingasoð/kraftur (ég notaði tening)

1/2 tsk þurrkað timian eða 2 tsk ferskt.

Byrja á því að hella 1/4 bolla heilhveiti, 1/2 tsk salti og 1/2 tsk pipar á disk. Velta bitunum, eða bringunum, upp úr hveitiblöndunni og steikja í 2 msk olíu á heitri pönnu. Tæplega 10 mín á hvorri hlið, eða þangað til bringurnar eru steiktar í gegn. Taka þá bitana til hliðar og breiða álpappír yfir til að halda á hita.

Balsamik kjúlli í bígerð

Nú skal hella rauðlauknum og möndlunum á heita pönnuna og steikja í 1 - 2 mínútur. Subbumynd en gott bland! Næst þegar ég geri þetta ætla ég að bæta við sveppum.

Balsamik sósa með kjúlla, fyrsta stig

Þá þarf að bæta út á pönnuna kjúklingakraftinum, timian, ediki ásamt restinni af saltinu og piparnum eða 1/4 úr teskeið. Leyfa að malla þangað til laukurinn er orðinn mjúkur og soðið orðið aðeins þykkara. Svolítið eftir smekk.

Balsamic edik sósa með timian, möndlum og rauðlauk

Ég tók bringurnar frá og bætti þeim út á pönnuna rétt áður en soðið varð reddí. Leyfði þeim aðeins að sjússa þar. Restina af kjúklingnum, læri og vængi, setti ég í eldfast mót og inn í ofn. Um það bil 10 mín áður en ég tók kjötið út úr ofninum hellti ég restinni af balsamic-lauk sósunni yfir. Flott með fersku grænmeti, grjónum og/eða brauði.

Balsamik kjúlli með timian, rauðlauk og möndlum

Mmmm.. verður gott að bíta í þetta í vinnunni á morgun! Óje!


Ég elska nammidagana mína

Höfum þetta einfalt. Matur í gúmmulaðihöllinni, nammidagur = matarsprengja!

Smokkfiskur í bígerð!

Smokkfiskurinn verkaður

Smokkfiskur í hvítlauk og engifer og Marbella kjúklingur! Með smokkfisknum var brjálæðislega góð wasabi sósa!

Marbella kjúklingur og smokkfiskur

Banana-ís, breytti lífi margra matargesta í dag! Sló rækilega í gegn hjá ungum sem öldnum!

Banana soft serve með smá súkkulaðisósu og mangobitum

Meiri ís, rjómaís, ekki myndaður... aðeins meiri ís og... já, meira af ís! Eins og ég gef vel til kynna í titlinum... ég eeelska nammidagana mína!


Matur úr öllum áttum

Stundum langar manni bara í eitthvað. Ekki endilega heilstæða máltíð heldur hambó og ost, svo kannski smá múslí og eitt epli. Einmitt það sem ég gerði í kvöld. Langaði óstjórnlega í eggja-tortillu, steikt grænmeti, brauð... svo ég púslaði því saman. Muna bara að borða ekki beint út úr ísskápnum, þá er hættara við því að þú borðir yfir þig! Wink

Mig langar í allt - matur

Eggjakakan samanstendur af 1 msk graskersmauki, 1 msk hreinu próteini og 1 dl eggjahvítum. Með henni hafði ég steikta sveppi, lauk, blómkál og spínat. Hummus fylgdi með herlegheitunum, smá sæt kartafla, sinnepssósa síðan í humrinum um daginn og graskersbrauð sem ég bakaði í gær! Ójá - það er æðislegt! Set uppskriftina vonandi inn á morgun!

Skrokkurinn kátur eftir átið. Nokkuð magnað hverju hann sækist eftir dag frá degi!


Humarsalat með léttri hunangs-sinnepssósu

Létt og laggott! Einfalt og fljótlegt að setja saman. Bragðgott. Hollt!

Salat og kirsuberjatómatar í grunninn. Steikja papriku, rauðlauk og sveppi á pönnu - setja til hliðar. Steikja humar og krydda með því sem vill. Salt, pipar, fiskikrydd. Rétt áður en humarinn er til setja möndluflögur út á pönnuna. Fyrst setja salat og tómata í skál, þar á eftir steikta grænmetið og ofan á grænmetið fer humarinn. Ofan á humarinn góða fara ristuðu möndlurnar og yfir allt heila klabbið fer hunangs sinnepssósan.

Humarsalat með léttri hunangs sinnepssósu

Sinnepssósuna hrærði ég saman úr 1 dl Létt AB-mjólk, rúmlega msk. honey Dijon sinnepi, smá hunangi, salti, sítrónusafa og pínkulítið tahini. Hún var eðal fín! Væri hægt að nota hana á samlokur, með hrísgrjónum, kjúlla... alveg að gera sig. Mmm.

Létt og laggott humarsalat með hunangs sinnepssósu

Næst þegar ég geri svona sleppi ég kálinu alveg, steiki meira af grænmeti og nota tonn af möndlum. Möndlur, humar, sinnepssósa, steikt grænmeti = AMEN!

Létt og laggott humarsalat með hunangs sinnepssósu

Þetta var gott. Mjög gott. Ég er sérlega hrifin af sinepssósunni með humrinum!


Nákvæmlega eins og sumardagar eiga að vera

Þvílíkt og annað eins veður... ahhhh! Ég er mikil hitadrós! Ég plumma mig vel í mikilli sól. Vona að ég endurfæðist sem eitthvað dularfullt hitabeltisdýr!

Fórum annars í Ásbúðina í dag. Gúmmulaðihöllin, uppeldisstöðvarnar. Þar tók hann karl faðir minn svona á móti okkur. Frekar góður á því að ditta að hengirúminu. Með flottasta hatt í heimi!

Pabbi og hengirúmið

Það var ekki mikið gert í dag annað en að njóta þess að vera til. Hanga á pallinum í sólbaði með fjölskyldunni, narta í nart, spjalla og liggja í hengirúminu! Algerlega bjútifúlt! Kom að Palla 'lesandi' í forsælunni.

ofurhengirúmið

Ég troddaði mér auðvitað með í hengirúmið!

Troðsla í hengirúmið

Eitt útsýni úr hengirúminu góða!

viðbrenndar tær

Annað útsýni... töluvert fínna!

Hengirúmsútsýni!

En svo ég komi mér nú að punktinum yfir I-ið. Fullkominn endir á æðislegum degi! Kjúklingur, sætar kartöflur með osti, hýðishrísgrjón, ferskt salat....

Eðalmáltíð á yndislegu sumarkvöldi

...og uppáhaldið mitt! HUMAR! Jííhaaa!

Humar með sveppum og papriku

Fyrsti diskur af þremur ásamt narti! Kjúklingurinn fékk systir mín kær að erfa þar sem hún borðar ekki humar. Ótrúlegt að við séum skyldar.

Mmm

Nú er ég farin út að skokka. Gerist ekki betra veður til skokks. Njótið þess sem eftir er af deginum - hinn fullkomni afslöppunar-leti sumardagur. Vel að mínu skapi!


Stórgóður Makríll

Já, pabbi kom heim af sjónum í gær. Með honum fylgdi glænýr, nánast spriklandi Makríll sem var snæddur í kvöld af forvitnum og gráðugum fjölskyldumeðlimum!

Flundurnýr Makríll

Velt upp úr kryddi og hveiti og steiktur á pönnu. Virkilega, virkilega góður fiskur. Áferðin skemmtileg, bragðið æðislegt - minnti kannski á þorsk eða ál hvað áferð varðar. Mjöög gleðilegt smakk!

Glænýr steiktur Makríll

Með þessu var ferskt salat og Mango Chutney sem kom frábærlega vel út með fiskinum. Við ætlum að prófa að grilla hann næst. Nokkrir fiskar eftir! Enginn smá lúxus að eiga pabba sem kemur heim með allskonar gúmmulaði, flundurnýtt upp úr sjónum til prufu - lovit!

Eftirréttur kvöldsins, ef eftirrétt má kalla, var besta vatnsmelóna sem ég hef fengið í ár! Ég segi það satt. Rosalega safarík, sæt og crunchy! Nákvæmlega eins og vatnsmelónur eiga að vera. Í bakgrunn sést Wicked Paulsen gúmsla einni sneið græðgislega í sig! Á eftir þessari sneið fylgdi önnur!

Fullkomin vatnsmelóna

Garðurinn hennar mömmu er í blómstra. Ég eeelska... garðinn hennar mömmu! Er svo fallegur ákkúrat núna. Það er svo notalegt að sitja út á palli, út á grasi nú eða í hengirúminu og njóta þess að vera til. Lyktin af öllum blómunum... ahh! Sumar!

Alparós

Gult er gleðilegt

img_5094.jpg

img_5093.jpg

img_5098.jpg

Ohhh hvað þessi fiskur var ógeðslega góður!


Kanil og döðlu kjúklingur með ólívum og möndlu Dukkah

Jesús minn þetta veður! Hlakka mikið til í kvöld þegar ég fer út að skokka. Tók 5km miðnæturskokk í gær og þvílík hamingja sem það var! Mæli með því!

Þið sem lesið þetta hjá mér vitið vel að kanill er uppáhalds kryddið mitt! Mikið er hann ógeðslega góður. Ekki vera hrædd, hann passar fullkomlega með kjúkling! Palli bjó til meiriháttar kjúklingarétt um daginn og ég bara varð að deila þessari uppskrift með ykkur!

Kanil og döðlu kjúklingur með ólívum og möndlu Dukkah - fyrir 2

2 kjúklingabringurKanilkjúlli með döðlum, hráskink og dukka kryddi

7 - 10 ferskar döðlur, steinlausar

Kanill eftir smekk

Salt og pipar

Dukkah með möndlum, er í brúnni dós.

Hálfur rauðlaukur

Ólívur

Saxa döðlurnar smátt eða mauka. Skera laukinn og ólívurnar smátt og svissa á heitri pönnu. Bæta kanil við. Skera kjúllann í litla bita og setja hann út í lauk-kanil mixið. Salta og pipra eftir smekk. Þegar kjúllinn er steiktur í gegn er döðlumaukinu og dukkah kryddinu hellt yfir kjúllann og leyft að malla áfram á lágum hita í 2 - 3 mínútur.

Dukka krydd frá yndisauka

Bara gott mín kæru. Bara gott!


Quinoa klattar og pönnusteikt grænmeti með dukkah

Gott meðlæti getur gert kraftaverk og góð krydd færa suman mat upp um mörg stig hvað bragð varðar. Meðlæti kvöldsins var svolítið gleðilegt. Ég bjó til quinoa kökur, eða klatta, sem komu skemmtilega á óvart. Pönnusteikta grænmetið, jah, er nú bara pönnusteikt grænmeti, en elsku besta Dukkah kryddið mitt breytti því úr Clark Kent í Súperman!

Pönnusteiktar quinoa kökur

Fyrst er 1/2 bolli af quinoa soðinn í 1 bolla af grænmetissoði. Ég bætti bara græmetiskrafti út í vatnið. Eftir að quinoa kornin höfðu drukkið í sig allan vökva, hellti ég þeim í skál og bætti einni fjörostsneið við. Ostinum leyfði ég að bráðna alveg og bætti þá við niðurskorinni papriku, pressuðum hvítlauk, þurrkaðri basiliku og 1/2 dl af eggjahvítum. Eftir að ég hafði blandað öllu saman skóf ég hverja köku upp með skeið og kom fyrir á heitri pönnu. Steikti vel á báðum hliðum eða þangað til falleg gullin skorpa hafði myndast utan á kökurnar.

Pönnusteiktar quinoa kökur

Næst þegar ég geri þetta ætla ég að leyfa quinoanu að þorna betur, bæta við 1 dl af eggjahvítum og steikja kökurnar lengur á hvorri hlið. Ég þurfti að steikja þær nokkuð lengi svo þær héldust saman og brotnuðu ekki í milljón bita við snúninginn, en maður minn... góðar voru þær! Stökk skorpa, mjúkt innvols, æðislegt bragð.

Pönnusteikt quinoa kaka með kotasælu og tómatsneið

Kökurnar væru virkilega skemmtilegar með t.d. kjúkling eða fisk. Örugglega æði að setja tómatsneið ofan á hverja köku, ost þar ofan á og stinga þeim svo inn í ofn, grill. Verður gaman að prófa sig áfram í þessu.

Grænmetisbland kvöldsins samanstóð af sveppum, rauðlauk, spínati og sykurbaunum. Steikt á pönnu, saltað smá og piprað og leyft að steikjast þangað til meyrt. Loks bætti ég Dukkahnu við og lét malla í 1 - 2 mínútur. Stráði svo nokkrum furuhnetum yfir grænmetið fyrir bragð og áferð. Algerlega geggjað!

Pönnusteikt grænmeti með Dukkah kryddi og furuhnetum

Bragðgott meðlæti. Virkilega skemmtilegt að borða og bragðið - ójá, við skulum ekkert ræða það neitt frekar! Bara flott!

Quinoa kökur og pönnusteikt grænmeti með dukkah


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband