Færsluflokkur: Eftir æfingu

Hafragrautsdrottning

Hvorki meira né minna! Hafragrautarhetjan og allt þar á milli! Það er ekkert verið að skafa af hlutunum! Takið svo eftir því að kisinn og Kitchen Aidin eru eins á litinn! Best að hafa allt í stíl!

Og bara svo þið vitið það - þá get ég látið hluti svífa með hugarorkunni einnisaman!

Hafragrautarhetjan

Eftir æfingu hleðslusnarl! Byrjaði á því að rista mér beyglu og hræra í búðing.

Eftiræfingu beygla og prótein

Beit í beygluna, var á smá hraðferð - horfði svo á skálina. Ætti ég eða ætti ég ekki? Aftur á beygluna og svo aftur á skálina þangað til beyglan endaði, ganske pent, með höfuðið á undan ofan í búðinginn - það er, ef beyglur eru með höfuð!

nohm

Eftir þann bita var ekki aftur snúið! Ég gúmslaði búðingnum yfir gleðina og smjattaði græðgislega á. Svava hrópaðir uppyfirsig "Ellaaaa... neiiiiiiiii"! Ég hlustaði ekki! Þetta var eins og að borða Nutella á góðum degi! Nut-ella.. en viðeigandi!

12

 

 

 

 

 

 

Síðasti bitinn notaður mjög vandlega! Jújú, ég er enn í æfingahönskunum!

Last... melon...

Átti smá eftir af próteinhamingjunni þegar beygluát var yfirstaðið! Stórkostlegt alveghreint!

Hello my darling

Hér kemur svo dýrið sem ákvað að sofna frá mér í dag! Ofnotkun í besta falli - aumingjans greyið! Orðin þreytt á sál og linsu! Kannski meira hungruð eins og eigandinn.

Þreyta

Koma svo þið hafragrautssnillingar! Ég veit þið eruð þarna einhverstaðar! Stofnið blogg, það er gaman ég lofa, og náum heimsyfirráðum fyrir árið 2011!!!

Hver vill vera memm!!!?!?


2 máltíðir af 5

Fyrst á dagskrá! Til hamingju með daginn elsku besti pabbus! Gamli karl! Nú eru 48 ár síðan hann mætti á svæðið! Knús á pabbúla afmælisgamla!

Klukkan er ekki orðin 9 og át dagsins næstum hálfnað! Rétt tæplega hálfnað! Einn einfaldur var gúffaður af áfergju á meðan undirrituð hlustaði á vonda veðrið! Hér skelfur allt og hristist! Blístrar hvar sem rifa er á glugga! Vindur er ekki æskilegur veðurkostur í minni bók. Hann er of mikil frekja til að komast á lista! Vindur lagður saman við eitthvað annað - segjum rigningu/snjó/skaf er bara det verste som er! Fjúkandi bleyta beinustu leið í trýnið á manni gerir pirr-tauginni engan greiða!

Bláberja og eggjahvítugrauturBlanda

 

 

 

 

 

 

 

Fauk í ræktina eftir grautinn. Ég bókstaflega fauk. Beint á rassinn.. ofan í poll! Fuðraðist upp í loftið á bílastæðinu fyrir utan ræktarhús og réð ekki neitt við neitt. Nokkuð magnað - ég held ég hafi ekki fokið síðan ég vart tryppi!

Eftir æfingu súkk og kók! Mikið er það eitthvað dónalegt að borða nammi svona í morgunsárið! Ég þarf að fara og kaupa mér eitthvað annað til að klappa samviskunni - þó svo hún þurfi engar áhyggjur að hafa! Þetta athæfi minnir með eindæmum 7 ára laugardagsnammigrís yfir teiknimyndunum! Ahh.. góðir tímar það!

Vigtum hlaupið og borðum búðing

Vinnan kallar! Vinnan ræður! Gaman að vinna!


Súkkulaðibúðingur og kók eftir æfingu

Jah...

Kók eftir æfingu

Eftiræfingu hlaup

Scitec prótein

...svo gott sem! Cool

Scitec og hlaup! Dúndur fínt ét eftir svaðalega fín átök!


Bragðlaukarnir í viðbragðsstöðu

Ágætis dagur að kveldi kominn. Á morgun verður aðeins meira slökunarstúss, fíníseringar á jólapökkum og Gúmmulaðihelli. Lilla Au púslað saman, skreyttur á þorlák og þá - þá mega jólin koma. Fékk mér annars Serrano í hádeginu ásamt Ólínunni. Fékk innvoslið úr burrito á svona líka fínum disk.

Serrano, vigtaður fyrir át

Tæmdi næstum því hot sauce yfir og gleypti í mig með tilheyrandi snýtum, fnasi og tárvotum augum. Alveg þess virði...

nohm

Fyrir æfingu gúmslaði ég í mig ómynduðu hakkgumsi, mjög vel krydduðu og sterku, ásamt sætri kartöflu og eftir æfingu gleypti ég þessa skál með feld og skinni - hrískökum og próteini!

Hrískökur og próteinbúðingur

Hræra saman... það þarf alltaf að hræra saman!

Prótein og hrískaka - fullkomið crunchHrískökur og próteinbúðingur

 

 

 

 

 

 

Áferðaperrinn klappaði mér á bakið fyrir þessa skál, mjög hamingjusamur. Þann perra þarf líka að rækta eins og átvaglið - ekkert gaman að bíta í áferðalausan mat endalaust! Guð forði mér frá því að lifa á súpum og graut alla mína ævi!

Eins og þið eflaust sjáið þá er maturinn minn þessa dagana jafn spennó og klósettbursti. Ástæðan fyrir því er einföld - jólin eru eftir 3 daga!!! Það er ekki af því að það er "nammidagur" á aðfangadag eða neitt síkt, mig langar bara svo svaðalega að njóta þess að borða jólamatinn. Ekki það að ég myndi ekki njóta þess að borða hann væru veislur á hverjum degi fram að jólum! Ég er að undirbúa bragðlaukana - byggja upp jólastemmarann í mátarmálum! Ohhh hvað ég get ekki beðið!

Gæti samt verið að ég sé ranglega samsett. Líkurnar á því eru geigvænlegar. Þegar ég var yngri þá átti ég það til að stilla vekjaraklukkuna á laugardögum, mjög snemma, til þess eins að vakna, slökkva á henni og vita að ég gæti sofið til hádegis! Já, það er möguleiki að vitlausa beinið hafi lent í höfðinu á mér. Það var bara svo notalegt að þurfa ekki að dröslast frammúr, klæða sig, út í kuldann og beinustu leið í skólann. Ég veit þó fyrir víst, hef fyrir því staðfestar og áreiðanlegar sannanir, að ein önnur manneskja sem ég þekki hefur tekið laugardagsvakninguna ógurlegu með sama tilgangi og ég! Það eru því fleiri með vitlausa beinið á röngum stað en bara ég! Ég þyrfti að stofna vekjaraklukkufélag!

Aaaallavega... hættum þessu tuði. Sit hér heima í rólegheitunum með bók og nýt þess að slappa af ásamt fleirum.

Skemill í góðum fílíngSkemillinn

 

 

 

 

 

 

Gott að geyspaKisugleði

 

 

 

 

 

 

Eigið gott kvöld mín kæru.


Jólafrí

Þá er komið að því. Eftir daginn í dag er ungfrúin komin í sumarjólafrí til 14. janúar hvorki meira né minna. Ég get ekki beðið - í morgun, þegar ég vaknaði, var ég ótrúlega spennt. Allt í einu! *íííískr*

Fór annars á Unique að gera mig "fína" eftir brennslu í morgun. Jólafínísering. Betra að líta ekki út eins og the Grinch yfir hátíðarnar - fengi samt örugglega fullt af vinnu út á það! Lit og plokk - jú, ég dekra stundum við sjálfa mig. Ef ég geri þetta sjálf lít ég út eins og málverk eftir Picasso - kannski ekki ákjósanlegt, en aftur, gæti verið tekjugefandi. Skúbbaði því Scitec próteininu mínu í eðal plastbox ásamt höfrum og fyllti af vatni. Allt innan veggja bílsins, með Palla driver, á leiðinni í tiltektina á sjálfri mér.

Pallus

Hafragums

 

 

 

 

 

 

 

Bindiefni 

Ef þið hafið einhverntíman útbúið ykkur súkkulaði hafragums.  Hafrar, kakó, smjör/mjólk - þá var þetta nákvæmlega eins. Palli smakkaði og fylltist gleði. Svona hafragums eru samt aldrei gleðileg á að líta. Held ég hafi ekki hitt eitt súkkulaði hafragums sem er "girnó" við fyrstu sýn.

Jólaumferð

Svolítið jólaleg umferðin ekki satt? Gæti líka verið jólaglimmerið að tala, sem hratt og örrugglega er að fylla upp sálina og andann.

Annars varð ég vitni að svo hræðilegu slysi á Hafnarfjarðarveginum áðan. Undir brúnni við Arnarnesið. Ég er hálf eftir mig eftir þetta! Það er kannski ekki viðeigandi að segja frá þessu hér, ég veit það ekki. Hugsa með hlýhug og styrk til fórnarlamba aðstæðna og skyldmenna. Verið því góð við hvort annað og njótið þess að vera til. Hugsið vandlega um það sem þið eigið, ekki hugsa um það sem þið eigið ekki - það tekur því ekki - og verið ánægð með lífið. Ykkar nánustu eru númer 1, 2 og 3.

Elsku bestu passið ykkur í og á umferðinni og farið varlega.

Jólameyr - jólameyr eins og mjúkt smjör.


Inglorious Basterds og harðfiskur

Fór í þrjú bíó í dag. Hahh... eitthvað sem ég hef ekki gert í ansi langan tíma. Myndin kom mér nokkuð á óvart, væri vel til í að góna á þessa ræmu aftur. Eins og sönnum Íslending sæmir tók ég galvösk til harðfisk og pecanhnetur áður en lagt var af stað í bíóför. "Bíónamminu" kom ég fallega fyrir í tveimur aðskildum pokum og arkaði, stórum skrefum, framhjá nachos, ostasósu og bíópoppinu sem tekur á móti manni í bíóhúsum landsins. Svellköld! Mynd af herlegheitunum var ekki fest á filmu sökum myrkurs í bíósal, en harðfiskinn ákvað ég að geyma eftir mikið hugsana- og átvaglastríð við sjálfa mig - það er líklegast ástæða fyrir því að 'illa' lyktandi fæða er ekki seld til snæðings í litlum, þröngum rýmum!

Beint úr bíó og heim til ofur ömmunnar í mat. Kjúlli og grænmeti. Einfalt, fljótlegt, nom.

Léttur og ljúffengur ömmukjúlli

Að sjálfsögðu var ís í eftirrétt. Myndin segir ekki alla söguna en góður var hann. Heslihnetur og smartís skreyttu dýrðina. Margfaldið þessa skál með 2,5... og nokkrum smartísum!

Eðalís - ís er bestur

Gúmmulaðihellirinn tók loks við og undirbúningur, fyrir morgundaginn og vikuna, hófst. Grillaði kalkúnabringu í herra Foreman. Hún kemur til með að fæða okkur tvö í hádegis og kvöldmat. Gleðilegt nokk. Það sem kemur, meðal annars, til með að fylgja mér í vinnuna á morgun er biti af ofurbringunni.

Kalkúnabringa - dugir í 2 máltíðir f/2

Valhnetu-, banana og kanilgums.

Valhnetu-, banana- og kanilgums

Já gott fólk... Lucky Charms! Ég mæli ekki með þessu í morgunmat fyrir nokkurn mann - ekki einusinni kettina mína. En þetta kemur til með að fara ofan í mig eftir æfingu á morgun. Það skal líka viðurkennast, hér og nú, að það er ekkert slæmt að narta í Charmsið!

Hræðilegt eftir æfingu lucky charms gums - en samt svo skammarlega gott

Það er alltaf að verða erfiðara og erfiðara að taka fínar flasslausar myndir á kvöldin. Sérstaklega með rassmusar týpunni af mini-vél sem fylgir mér hvert sem ég fer. Ætli ég endi ekki á því að útbúa mér ponsulítið stúdíó í einu horni Gúmmulaðihallarinnar. Þar gæti ég stundað brjálæðislegar matarmyndatökur langt frameftir nóttu...

...matarklám af sverustu gerð! Herre gud og allir englarnir!


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband