Færsluflokkur: Hafragrautur
26.4.2009 | 12:45
Morgndegismatur - flottasta hafragrautsskál fyrr og síðar!

Hafragrautur með skyri og tonni af berjum!
Það er ekkert leyndó. Ég elska hafragraut og ég elska ber. Þessi grautur er ekkert nýtt, hef gert þetta hundrað sinnum áður sem sýnir bara og sannar æðislegheit þessarar blöndu! Notaði afgangs ber síðan í gær til að malla mér morgun/hádegismat eftir ágætis törn í ræktninni í morgun! Kakan síðan í gær gott fólk... kakan síðan í gær.
Þessi grautur varð nú svo afskaplega bjútifúl að ég næstum því tímdi ekki að borða hann. Myndirnar segja svosem allt en gullfallegur var hann... og bragðgóður! Alltaf svo notalegt að byrja daginn á ávöxtum, sérstaklega þegar maður getur skeytt þeim saman við grautinn sinn!
Soðið saman:

1/2 dl hafrar - flóknu kolvetnin
1/2 banani - rjómakenndur grautur
1 msk hveitkím - prótein, fita, flókin kolvetni, andoxunarefni og tonn af vítamínum
1/2 skeið prótein (má sleppa) - prótein prótein
1,5 dl vatn
Haft í og með:
1,5 dl skyr - aðeins meira prótein.
Fullt af bláberjum, hindberjum, jarðaberjum - andoxunarefnin.
Smá All-Bran - auka trefjaskammtinn.
Hnetur og hörfræ - holla fitan.
Múslí og Poppies - crunch í grautinn og skemmtileg áferð.

Lífið er gott. Þessi Morgndegismatur var fullkominn - allt sem ég þarf í einni skál! Gott bragð, góð lykt, fullkomin áferð, gordjus matur, æðislegir litir og núna ætla ég að kaupa mér örbylgjuofn! Þá er sko hægt að búa sér til allskonar gúmmulaði á nó tæm! Hugsið ykkur - sætar kartöflur tilbúnar í slaginn á 5 mín!
Hafragrautur | Breytt 23.9.2010 kl. 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.4.2009 | 10:35
Ávaxta hafragrautur með berjum og crunch-i!

Soðið saman
1 dl grófir hafrar
1/2 banani rúmlega
smá niðurskorið epli
1 gráfíkja
vanilludropar
kanill
próteinduft (má sleppa)
2 dl vatn

Ofan á
Smá banani
Gomma af bláberjum og hindberjum
Hnetur og hnetumúslí
Hörfræ
Skyr
Kókos yfir ávextina
Svo til að toppa þetta alltsaman þá setti ég smá sykurlausa sultu í skeiðina. Hefði undir venulegum kringumstæðum sett hnetusmjör, en ungfrúin á ekkert svoleiðis á lagar í dag. Þetta var ljúffengt!
Hafragrautur | Breytt 23.9.2010 kl. 20:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2009 | 13:21
Grautur dagsins
Grautur með sætri kartöflu, banana, rúslum og múslí blandi!
Þessi var mergjaðslega fínnn!

1,5 dl sæt kartafla, soðin og stöppuð
1 dl grófir hafrar
1/2 msk kanill, eftir smekk
1 skeið vanillu prótein duft
1/2 niðurskorinn banani
1 msk All-bran
1 tsk hörfræ
1 msk rúsínur
1 msk valhnetur
1 tsk kotasæla

Sjóða kartöfluna og stappa í spað. Sjóða niður hafrana með rúmlega dl af vatni, kanil og vanillupróteini. Setja kartöflumúsina og grautinn í skál og hræra smá saman ef vill. Yfir grautinn setja banana, All-bran, hörfræ, rúsínur, valhnetur og hafa kotasælu í skeiðinni.
Hafrar hollir, sætar kartöflur fullar af vítamínum, prótein smótein, omega-3 og holl fita úr hörfræjum og hnetum. Crunch úr All-bran, hnetum, fræjum - sætleiki úr kartöflu, próteini og rúsínum og smá selta og ostagleði með kotasælunni. Perfecto!
Óóó já - orkugrautur og eitur fínn hádegismatur! Þetta er flundrandi massív byrjun á deginum! I LOVIT!
Hafragrautur | Breytt 23.9.2010 kl. 20:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2009 | 13:36
Grautur dagsins
Hnetu og bananasprengja með skyri og sykurlausri sultu

1/2 bolli grófir hafrar
1/2 stappaður banani
1 tsk vanilludropar
1 tsk kanill (meira eða minna eftir smekk)
Sletta af skyri, hreinu
dash af heslihnetuflögum
5 möndlur
2 valhnetur
1 tsk sykurlaus sulta
Hafrar, banani, vanilludropar og kanill soðið niður. Skyri bætt út í eftir suðu, heslihnetuflögum, möndlum og valhnetum stráð yfir og sultan höfð með í teskeið. Ég blanda henni samt alltaf saman við - nom!
Voila!
Hafragrautur | Breytt 23.9.2010 kl. 20:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2009 | 10:35
Hafragrautur - Bezt í heimi!

Óður til hafragrautsins!
Fyrir utan að vera heimsins besti morgunverður, þá eru hafrarnir ódýrir, bragðgóðir, meinhollir og halda manni hamingjusömum til hádegis! Hafrarnir eru uppspretta flókinna kolvetna og trefja auk þess að innihalda ýmis vítamín og steinefni. Hafrar eru líka sneisafullir af vatnslosanlegum trefjum sem hafa mjög góð áhrif á líkamann. Þær lækka bæði blóðkólesteról svo og blóðsykursvar líkamans eftir hverja máltíð. Það er því talið að neysla hafra geti í einhverjum mæli spornað við sykursýki og fylgikvillum hennar.
Ef grauturinn er eldaður ala-Ella þá verður hann í öllum tilfellum þykkur og hafrarnir aldrei eldaðir í mauk. Þó ekki svo þykkur að hann leki ekki af skeið! Þannig er hann langsamlega bestur, ekki vatnsósa og áferðin skemmtileg - svo er líka bara svo gaman að borða hann.
Útfærslurnar af grautnum eru milljón og hver annarri betri. Ég sauð mér t.d. niður í morgun graut með eplum, kanil, vanilludropum, grófum höfrum og smá próteini. Ofan á grautinn setti ég svo 1 tsk. af hunangi, epli, banana, bláber, heslinetukurl og smá hnetusmjör í skeiðina. Yndislegt alveg!
Það sem ég hef verið að dunda mér við er t.d. eftirfarandi:
Hrærður bananagrautur með vannilludropum, múslí og berjum
Hnetusmjörs karamellusprengja.
Grautur með hnetum, möndludropum og muldri hollustu muffins.
Hnetusmjöri, möndlum, sultu og banana.
Grautur með steiktu eggi, avocado bitum, osti og smá skinku.
Jógúrt grautur með ristuðum hnetum og rúsínum.
Hnetusmjörsgratur með hrærðum banana, hunangi og möndlum.
Grautur með stappaðri sætri kartöflu, kotasælu og hráskinku.
Sæt kartafla, kókos, ristaðar möndlur með smá jógúrti og sultu.
Kókossprengja með ristuðum möndlum og hentusmjöri.
Svona mætti lengi telja. Veit eiginlega ekki alveg hvað ég er búin að útbúa mikið af þessu en þetta er eitthvað sem fær mann til að fara framúr á morgnana! Grauturinn þarf nefnilega ekki alltaf að vera sætur! Mmmmmhmmm!
Held ég láti það eftir mér að birta eina og eina færslu af grautunum mínum með mynd og alles - rétt svona til að rífa upp stemmarann fyrir hafragrautnum!
Hafragrautur | Breytt 23.9.2010 kl. 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)