Færsluflokkur: Bakstur
5.5.2009 | 18:24
Sætu kartöflu brauð á tvo vegu
Ef þið hafið ekki tekið eftir því.. þá já, sætar kartöflur eru góðar kartöflur í mínum kladda!
Var með sætar kartöflur í ísskápnum sem voru alveg að fá 'go' inn á elliheimili svo ég ákvað að nýta þær í eitthvað. Brauð!
Hef stundum búið til sætu kartöflu hafra pönnsur og borðað í morgunmat, þyrfti að henda þeirri uppskrift hérna inn einhvern daginn. Æðislegur morgnumatur, segi ykkur það!
Allavega, úbjó tvennskonar brauð með samskonar kryddi/hráefnum. Hafrar og heilhveiti - vildi vita hvort einhver munur væri þarna á. Tilvalið til samanburðar úr því ég er að þessu á annað borð... hmm hmm... og afsökun til að éta pínku meira en nauðsynlegt er! Góð afsökun fólk, tilraunastarfsemi í gangi hérna!
Sætu kartöflu hafrabrauð
1 bolli hafrar
1 bolli heitt vatn
2 msk hunang
1 tsk, rúmlega, kanill
1 tsk múskat
1 bolli stöppuð ofnbökuð sæt kartafla
1 bolli haframjöl
1/4 tsk matarsódi
3 tsk lyftiduft
Smá létt-AB mjólk (má sleppa)
Hita ofn í 175 gráður. Hræra samant vatn og hafra. Blanda við það hunangi og sætri kartöflu. Í annarri skál, blanda saman haframjöli, kanil, múskati, lyftidufta og matarsóda. Blanda þurru og blautu vel saman. Ef blandan virðist vera mjör þurr, setja smá AB-mjólk með ef vill. Hella í vel smurt brauðform, láta standa í 20 mín og inn í ofn í 45 mínútur eða þangað til prjónn, sem stungið er í brauðið mitt, kemur hreinn út.
Sætu kartöflu heilhveitibrauð
1-3/4 bollar heilhveiti
1 tsk matarsódi
1/4 tsk salt
Kanill og múskat eftir smekk
1/4 bolli létt-AB mjólk
1/4 bolli olía
2 msk hunang
2/3 bolli ósætað eplamauk
1 egg
1 eggjahvíta
1 bolli sætar kartöflur
25 möndlur, muldar (má setja meira ef vill, jafnvel rúslur ofr líka)
Blanda saman hveiti, matarsóda, salti, kanil og múskati. Blanda saman létt-ab mjólk, olíu og hunangi. Hræra saman eplamauki, eggjum og sætri kartöflu í létt-ab mjólkur blönduna. Hræra blautu saman við þurrt, passa að hræra ekki of mikið. Blanda muldum möndlum létt við. Setja í vel smurt brauðform og baka í 175 gráðu heitum ofn í rúman klukkutíma - stinga prjóni í, ef þurr þá tilbúið.
Bæði brauðin voru að mínu skapi. Þétt í sér, mjög þétt í sér. Djúsí og bragðgóð. Stökk skorpa, mjúkt innvols. Hafrabrauðið var að sjálfsögðu töluvert "þéttara" í sér en heilhveitibrauðið. Þjappaðist meira saman eftir að það kólnaði, en mér persónulega líkar það vel. Svoleiðis brauð eru langsamlega best og skemmtilegast að bíta í og borða. Fullkomin áferð! Myndi jafnvel setja korn í þau næst þegar ég kemst í bökunargírinn! Heilhveitibrauðið er því aðeins "svampkenndara" þó svo munurinn sé ekki mikill! Sæta kartaflan gerir brauðin mjöööög djúsí og gefur skemmtileg bragð.. ææðislegt!
Hafrabrauðið myndi ég fá mér í morgunmat. Fullkominn morgunmatur með t.d. skyri, jógúrt, kotasælu eða eggjahvítum. Ef þú sækist eftir auka próteini. Heilhveitibrauðið er eitthvað sem ég myndi borða í hádeginu með mikið af grænmeti! Mhmmm! Flókin kolvetni, prótein, trefjar og trillskjón vítamín!
Allt í allt, vel heppnuð tilraun og átvaglið hið innra sátt!
UPDATE:
Ég bara varð... ómægod, sjáiði hvað þau eru ógó flott núna eftir nótt í kæli!!! Namm - bragðið og áferðin þegar bitið er í þau! Ússs, segi ekki meir!
Bakstur | Breytt 23.9.2010 kl. 20:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.4.2009 | 23:49
Afmælismatur í afmælisgjöf
Ernan mín á afmæli á morgun... á eftir býst ég við. Eftir nákvæmlega 10 mínútur!
Ég ákvað því að búa til afmælisgjöf handa henni þetta árið í formi matar (hvern hefði grunað?) og endaði með því að púsla saman matarpakka sem samanstóð af:
Þurrkuðum gráfíkjum, bláberjum á stærð við litlar plánetur, jarðaberjum, heimabökuðu Bankabyggsbrauði, tvennskonar heimagerðum hummus (með brauðinu), heimabakaðri hafra- og bananaköku, heimabakaðri djúsí brownie (NÝTT) og heimabökuðum hafra smákökum (NÝTT).
Prófaði, í tilrauna-afmælisskyni, að búa til sætmeti í hollari kanntinum (NÝTT) og viti menn, kom svona líka svakalega vel út. Svo vel... að ég ætla að henda inn uppskriftunum!
Brownie - hafra súkkulaði- kaka/bitar
1/2 bolli dökkt saxað súkkulaði - ég notaði 80%
1 msk kakó
5 1/2 msk kókosfeiti
1 góður bollir muldir hafrar
1/4 bolli hveitikím
1 bolli mjólk - ég notaði undanrennu
1/2 bolli saxaðar, þurristaðar hnetur - ég notaði kasjúhnetur
1/2 tsk lyftiduft
Salt á hnífsoddi
2 stór egg
1 teskeið vanilludropar
2 - 3 kúfaðar matskeiðar hunang
Alltaf ágætt að byrja að preppa ofninn - stilla á 175 gráður. Bræða súkkulaðibitana og kókosfeitina saman í skál. Þarnæst blanda saman höfrum, ristuðum hnetum, hveitikími, lyftidufti, salti og kakó - setja til hliðar. Hræra eggin létt saman ásamt vanilludropum, mjólk og hunangi - blanda svo súkkulaðiblöndunni við. Blanda þurru og blautu vel saman, hella í pamað kökuform eða t.d. á bökunarplötu og inn í ofn í 20 - 25 mínútur, þangað til kakan virðist stíf. (örugglega gott að hafa hana aðeins styttra - verður hún meira blaut í miðjuna) Ef skera á kökuna í bita, þá er ágætt að láta dýrið kólna aðeins áður en það er gert.
Þessi kom roslalega vel út fannst mér. Alveg eins og skúffukaka. Bragðið af höfrunum finnst að sjálfsögðu, en þar sem ég er hafrasjúklingur þá þykir mér það æði. Hún er þétt og djúsí í miðjuna. Ooey gooey vel heppnuð "heilsusamleg" brownie! Að minnsta kosti heilsusamlegri en miss Betty!
Það er að sjálfsögðu hægt að leika sér með skammtinn af kakóduftinu og súkkulaðinu. Nota möndlur eða aðrar hnetur í staðinn fyrir kasjú - hvað sem ykkur dettur í hug. Líklegast hægt að nota sykurlaust eplamauk í staðinn fyrir olíuna. Ætla að prófa mig áfram með þetta! Om nom nom!
Hafrakökur með banana og súkkulaðibitum
3 vel þroskaðir og stappaðir bananar
1 tsk vanilludropar
1/4 bolli kókosolía
1 msk hunang - má sleppa
2 bollar hafrar
2/3 bolli möndlumjöl - ég notaði kasjú
1/3 bolli kókosmjöl
1 tsk kanill
Salt á hnífsoddi
1 tsk lyftiduft
Smáveigis saxað dökkt súkkulaði - eða setja döðlur eða fíkjur í staðinn
Forhita ofn, 175 gráður. Blanda saman bönunum, vanilludropum, hunangi og kókosolíu. Blanda saman höfrum, hnetumjölinu, kókosmjöli, kanil, salti, lyftidufti og súkkulaði. Blautt og þurrt í hrærigraut og blanda vel. Eftir það móta litlar kúlur úr deiginu, um það bil 2 tsk hver kúla. Beinustu leið inn í ofn þangað til gullinbrúnar og fínar. Ég var með mínar inni í 13 mínútur, þá var botninn á þeim fallega gylltur.
ROOSALEGA GÓÐAR! Úff... rosalega góðar. Alveg eitthvað fyrir mig! Þar sem þetta voru afmæliskökur þá setti ég súkkulaðibita í staðinn fyrir döðlur eða fíkjur, sem ég hefði annars gert. Athuga skal að þær eru ekki stökkar eða ofurcrunchy, en alveg nóg til að fá þennan "smákökufílíng". Þessar eru það fínar að það mætti borða þær í morgunmat! Meira að segja tilvalinn morgunmatur!!
Bakstur | Breytt 23.9.2010 kl. 20:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.4.2009 | 14:50
Gulur og rauður hádegismatur
Bjó mér til yndislegan hádegismat í dag. Eftir að ég hafði púslað honum saman kom í ljós að öll hráefnin voru gul, ljósbrún, hvít eða rauð. Svolítið skemmtilegt. Ég hefði líklegast getað reddað þessu með salatblaði eða kiwi, en hey - þetta var frábærlega fínt á bragðið! Stútfullt af próteinum, flóknum kolvetnum, andoxunarefnum og hollri fitu. Æðislegt!
Hveitikíms "panini" með eggjahvítu, pesto og mozzarella.
Hveitikím er nýjasta nýtt hjá mér í dag. Þetta á víst að vera alveg svakalega hollt, stútfullt af vítamínum, próteinum, flóknum kolvetnum... you name it! Hvorki meira né minna en 27 grömm af próteinum í 100 grömmum af hveitikími. Af því að þetta hráefni inniheldur svo mikið af flóknum kolvetnum og próteinum þá er þetta tilvalið fyrir íþróttafólk og t.d. uppbyggingu vöðva. Nokkuð magnað! Ætla að prófa mig duglega áfram með þetta, búa mér til hveitikíms pizzur, bollur, muffins, pítur...
Fann auðvelda uppskrift af brauði á vefnum Yggdrasill og uppskriftina má finna hér.
Hveitikíms panini/brauð - fyrir einn
1 dl (uþb 30 gr) hveitikím
1 egg (ég nota bara eggjahvítuna, kemur vel út)
1/4 tsk lyftiduft.
Krydd eftir smekk, ég notaði papriku og pizzakrydd.
2 msk vatn
Þessu er einfaldlega hrært saman, sett í samlokugrill og látið lyfta sér þar. Passa bara að loka ekki grillinu svo brauðið nái að lyfta sér. Setja t.d. skeið á milli.
Ég tók svo brauðið, skar í tvennt, penslaði með 1 tsk af pesto, setti steikta eggjahvítuköku á milli ásamt 2 msk af mozzarella og kramdi svo í samlokugrili þangað til crispy og osturinn bráðinn. Hafði með slettu af tómatsósu! NAMM!
Niðurskornar ferskar gulrætur með hummus-ídýfu.
Afgangs hummus síðan á fimmtudaginn. Tilvalið að nota hann sem ídýfu fyrir grænmeti.
Ávaxtaskál - mango, jarðaber og vatnsmelóna.
Hér þarf engin orð, kaldir, ferskir ávextir eru guðafæða! Hver sá sem ákvað að búa til ávexti var í góðu skapi þegar hann bjó til jarðaber og mango. Svo mikið er víst!
Svo er það kosninga-fiesta ala-Mamma í kvöld. Túnfisksteikur, nautakjöt, lamb, hamborgarar eðal meðlæti og frönsk súkkulaðikaka í eftirrétt. Ætli ég komi ekki með annað gestablogg á næstunni!
Bakstur | Breytt 23.9.2010 kl. 20:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2009 | 00:01
Búlgarskar gesta pylsur og sæt-kartöflusúpa!
Var að koma úr einu svaðalegasta fjölskyldu matarboði sem haldið hefur verið hérnamegin alpafjalla - fyrir utan Móaflatar kjúlla fjölskylduboð, en það er saga í annað blogg! Gesta pylsur eru hafðar í þessu bloggi þar sem þetta er fyrsti maturinn sem ég segi frá sem ég geri ekki sjálf! Ég bara varð!
Sumarið góða gengið í garð, heimkoma Búlgaríufara, allskonar smakk, meðlæti og gott fjölskyldufólk með læti! Ekta Spaghettisen Mafioso matarboð! Ahh, gotta love it!
Allir komu með eitthvað sem endaði í mat fyrir 301 fullvaxinn Spartverja og hver bitinn á fætur öðrum betri. Þvílík snilld. Allskonar straumar í gangi. Búlgaríu fararnir litaðir af siðum og venjum Búlgara, grísakótilettur, grillaðar kjúllabringur með sætu kartöflu frönskum og að sjálfsögðu heilsumatur ala-Ella! Fjölhæfur skemmtilegur matur!
Íslenskur Búlgaríumatur, pylsur, salat með búlgörskum osti, grillmatur og vín!
Pylsurnar í Búlgaríu eru víst mikið gæðafæði og Búlgarar eru mjög alvarlegir pylsuétarar. Þeirra pylsur eru þó ekki eins og okkar SS pylsur heldur hakk-krydd, -pylsur, -kladdar, -bollur. You name it. Svava og Snær komu heim frá Búlgaríu hlaðin góðum hugmyndum og hráefnum. Komu t.d. með ost sem notaður var til að rífa yfir salatið ásamt kryddi sem herrafólk Búlagríu notar í t.d. pylsurnar sínar. Osturinn þurfti að liggja í vatni áður en hægt var að nota hann - mjög saltur en bragðið af honum svakalegt! Sterkur, svolítið þurr en límist samt saman. Alveg meiriháttar!
Hér er einn fjölskyldumeðlimur að stelast í búlgarskt pylsu-smakk.
Íslensku Búlgaríupylsurnar voru samsettar úr svína- og nautahakki, eggjum, kryddi og leynikryddinu frá Búlgaríu! Hakkið mótað í pylsur og svo smellt á grillið. Mikið svakalega voru þær góðar! Skemmtilegar að bíta í og bragðið frábært. Mjög sterkar! Væri hægt að útfæra þessa máltíð á svo marga mismunandi skemmtilega vegu! Geggjað!
Hér sást pylsurnar í öllu sínu veldi. Sumar meira að segja eldaðar á pinna. Kjúlli, sætu kartöflu franskar, kótiletturnar og salatið góða með búlgarska ostinum. Súpan góðan að malla í bakrunn.
Restin af hlaðborðinu. Ristaðar tortilla flögur, bankabyggsbrauð, hummus, salat og dúllerí til að bæta út á salataið. Rauðlaukur, ólívur, auka ostur og smá olía.
Sæt kartöflusúpa, Bygg brauð og tvennskonar hummus
Súpan var geggjuð þó svo myndin hérna geri henni kannski engan greiða. Mikið svakalega var hún góð. Ekkert nema hollustan, stútfull af vítamínum og góðum kolvetnum. Þykk og skemmtileg. Fullkominn kvöld- eða hádegismatur - létt og fín!
Byrjaði á því að hita 2 stórar sætar kartöflur í ofni þangað til mjúkar í gegn og sauð niður 1,5 lítra af kjúklingasoði. Á meðan svissaði ég sellerí, lauk og vorlauk í tæpri matskeið af olíu þangað til meyrt. Bætti svo niðurrifnum ferskum engifer út í laukblönduna, cumin og niðurskornum chilli. Lét malla þangað til eldhúsið fylltist af yndislega fínni lykt. Eftir það bætti ég út í pottinn niðurskornum gulrótum og kartöflunum. Hrærði saman þangað til kartöflurnar og gulræturnar voru þaktar kryddblöndunni og bætti þá kjúklingasoðinu saman við. Lét malla í 20-25 mín, eða þangað til gulræturnar voru orðnar mjúkar. Þá hellti ég súpunni í litlum skömmtum í matvinnsluvél og hrærði skammtana, einn í einu, saman þangað til blandan var orðin mjúk. Lét svo súpuna malla á lágum hita og bætti við salti og pipar eftir smekk.
Súpan kom á óvart og heppnaðist æðislega vel. Með súpunni var niðurrifinn ostur, sýrður rjómi, grísk jógúrt og ristaðar furuhnetur. Allt var prófað en gríska jógúrtin var algerlega toppurinn með þessari súpu - himneskt! Smá sýra á móti sætunni í súpunni og kryddinu - engifer, chilli, cumin.. oh djísús! Gerir smá rjómafílíng.... Þessa súpu geri ég aftur!
Byggbrauðið var líka æði! Brauð, nákvæmlega eins og ég vil hafa það. Þétt, þungt, bragðmikið, saðsamt og svolítið "blautt". Uppskriftina af brauðinu er að finna hér. Heitir Bankabyggsbrauð. Notaði reyndar ekki nema 4 dl af létt-AB mjólk, af því að það var nægur raki í bygginu. Muna bara að setja brauðið inn í ísskáp, annars er mjög erfitt að skera það. Lítur út fyrir að vera óbakað, en er það ekki. Ekki örvænta - bakaði mitt í góðar 60 mínútur og skar að sjálfsögðu í það strax - mikið vandaverk ef þú vilt að brauðsneiðin líti út eins og sneið en ekki hrúga af byggi! En það tókst! Hollustubomba - trefjaríkt, prótein og fullt af góðum flóknum kolvetnum!
Hummusinn er alltaf góður. Notaði hann með brauðinu og ristuðum niðurrifnum tortilla flögum. Milljón uppskriftir til á netinu en ég dass-a þetta alltaf. Kjúklingabaunir, tahini, sítrónusafi, engifer, smá paprikukrydd, salt og pipar eftir smekk og pínku olía. Fer eftir því hvernig áferð þú vilt á hummusinn. Hræra saman í mauk.. og voila! Hummus! Hafði annan helminginn venjulegan og bætti sólþurrkuðum tómötum í hinn - kom vel út. Ójá!
Svona leit fyrsti skammtur af matnum mínum út. Undir venjulegum kringumstæðum hefði ég látið þetta nægja en nei... meiri súpa, pylsur, narta í hummus... meiri súpa.. hummus... salat... kjúlli... og þá leið yfir mig!
Bakstur | Breytt 23.9.2010 kl. 20:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.4.2009 | 23:32
Orkumuffins og kanilbrauð með rúslum
Fékk bökunarkast í kvöld. Bjó mér til muffins og brauð. Heppnaðist ekkert smá vel, meiriháttar bragðgott bæði. Mundi ekki alveg hvað ég notaði nákvæmlega, en eftir mikið hugs og hangs þá ættu þessar uppskriftir að vera nokkuð nákvæmar!
Orkumuffins - 6 stykki
1 vel þroskaður banani
2 tsk olía
1 egg
1/4 bolli hunang, tæplega
1/2 bolli hörfræ
1/4 bolli heilhveiti
1/2 bolli hafrar
1/2 tsk matarsódi
Þið þekkið þetta. Blanda saman þurru. Blanda saman blautu, stappaður banani telst vera blautt. Blanda öllu saman í graut og skipta jafnt á milli 6 muffins forma og hita í ofni við 180 gráður í 15 - 20 mín. Hægt að setja súkkulaðibita út í deigið eftirá, hnetur, rúsínur, döðlur. Hvað sem er. Ég seti sultu og hnetusmjör í kökurnar miðjar hjá mér. Ekki laust við hitaeiningar - orkusnakk og gott milli mála. Fullt af flóknum kolvetnum, omega 3, hollri fitu, trefjum og próteinum. Alger snilld og mergjaðslega bragðgóðar! Stökk skel, mjúkar að innan og crunch-factor úr hörfræjunun! Úff! Tilvalið í t.d. morgunmat!
Kanilbrauð með rúsínum - 1 hleifur
1/2 bolli heilhveiti
1/2 bolli rúmlega hveitikím
1 bolli muldir hafrar
1/3 bolli, tæplega, hunang
1 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
2 kúfaðar tsk kanill
smá nutmeg
1 bolli, rúmlega, fjörmjólk. Ég notaði mjólkina sem verður eftir við ricotta gerð.
1/4 bolli sykurlaust eplamauk
1 tsk vanilludropar
1/2 bolli rúsínur
Sama sagan og með muffinsið. Blanda saman þurru, blanda saman blautu. Blanda svo saman blautu og þurru eða þangað til deig myndast. Hræra rúslurnar út í deigið og baka í 40 - 45 mínútur við 180 gráður. Lyktin sem kemur í húsið þegar þetta er bakað. Oh men, vildi að þið væruð hérna! Væri næstum hægt að borða brauðið með ís eða rjóma. Æææðislegt á bragðið. Ég er að fíla hveitikím! Stútfullt af vítamínum, póteinum og hollri fitu. Eins og með muffinsið þá er brauðið fullt af próteini, trefjum og flóknum kolvetnum. Mmmhmm, æði! Svaka hollt og fínt!
Nú lykar íbúðin mín eins og bakarí! Það er mjög notalegt að sitja hérna. Kertaljós, kúrukettir og sjóðandi heit kanil brauðsneið með osti sem er farinn að bráðna ofan í brauðið! Himnaríki!
Bakstur | Breytt 23.9.2010 kl. 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2009 | 23:28
Heilhveiti English Muffins
Langaði að búa til heilhveiti "bollur" sem ég get gúffað í hádegismat eða notað í staðinn fyrir t.d. hamborgarabrauð! Fann engar almennilegar uppskriftir á netinu sem mér líkaði vel við svo ég bjó mér til eina. Ég man ekki nákvæmlega hvað ég notaði mikið af hverju, en þetta eru um það bil einingarnar sem fóru í deigið.
Heilhveiti English Muffins
2 1/4 tsk þurrger
1 1/4 bolli volgt vatn
1 tsk, rúmlega, hunang
3 - 4 bollar heilhveiti
1 dl ricotta ostur
Salt ef vill
Stilla ofn á 175 gráður.
1. Vekja ger í 1/4 vatni og hunangi og blanda vel.
2. Blanda afgangi saman við og hræra saman þangað til myndast mjúkt, teygjanlegt deig. Bæta við hveiti þangað til deigið hættir að festast við brúnar skálarinnar. Ég notaði sumsé hrærivél.
3. Færa deig á borðplötu og hnoða smá. Skipta niður í 12 jafnstórar kúlur. Raða á pam-aðan bökunarpappír eða hveitistráðan.
4. Breyta yfir bollurnar klút og leyfa að hefast í 1 - 1/2 klukkustund á gúmfey og heitum stað.
5. Pensla með blöndu af eggi og vatni + skreyta með því sem vill. Þarf ekki.
6. Baka þangað til gullinbrúnar, 20 - 25 min.
Þær heppnuðust þvílíkt vel. Fluffy og skemmtilegar. Hægt að bragðbæta deigið að vild - rúsínur, kanill, oregano.... ég ætla að prófa að bæta við deigið, stappaðir sætri kartöflu og smá höfrum, næst þegar ég geri þetta og sleppa ricotta ostinum. Henti honum bara með því hann var til staðar. Hlakka mikið til að prófa mig áfram í samlokugerð, hnetusmjörsklíningi og áleggsvali!
Næringargildi per bollu - grunnuppskrift, enginn ricotta.
Hitaeiningar: 85, prótein: 3,6, kolvetni: 15, trefjar: 2,7
Bakstur | Breytt 23.9.2010 kl. 20:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.4.2009 | 13:28
Beygla í beyglugerð
Í heilagri för minni að hinum týnda kaleik matargerðar þá hef ég komist að áráttunni sem fylgir því að þurfa nauðsynlega að búa til eitthvað sem auðveldlega er hægt að kaupa út í búð. Ef það heppnast vel þá er einhver pervisin hamingja sem fylgir því, eins og t.d. að eyða 2 klukkutímum í að búa til beyglur! Hvað er málið með það?
En ungfrúin hefur viljað beyglast síðan um jól og ég lét það loksins eftir mér í þetta skiptið. Svo er orðið beygla líka á fyndnuorðalistanum mínum. Ekki hægt að segja að þetta sé hollustufæða, en á mörkunum þó. Heilhveitibeyglur, hveiti og ger, jú... en heilhveiti að 2/5 hluta þó! Það er einfaldara en margan grunar að beyglast og nokkuð skemmtilegt í þokkabót. Svo er líka frekar fönkí að komast að því að maður getur actually búið til hel fínar beyglur í heimahúsi! Það er, ef og þegar beygluandinn leggst yfir mann. Svo er eitt stykki beygla barasta ágæt í hádegismat eða t.d. eftir massíva lóða-ofur æfingu!
Það er þó ekki hættulaust að baka og búa til beyglur. Hætturnar leynast víða og aðal beyglan náði, á mjög listrænan hátt þó, að kveikja í steikarspaða og skera sig í baugfingur vinstri handar við beygluskurð! Magnað að þurfa að skera sig í baug-puttan til að komast að því hvað hann skiptir miklu máli í t.d. lyklaborðspikki, skóreimingum og að klóra sér í hausnum!
12 stykki eðal heilhveitibeyglur
4,5 tsk þurrger
2 msk hunang
2 bollar volgt vatn
2 bollar heilhveiti
2 tsk salt
3 - 3,5 bollar hveiti
12 dl vatn til suðu
Byrjum á því að stilla ofninn á 200 gráður, yfirhita.
1. Blanda saman þurrgeri, hunangi og 2 bollum af volgu vatni. Hræra vel saman.
2. Blanda saman við þurrgersblönduna heilhveitinu og saltinu. Hræra vel.
3. Blanda saman við það hveitinu þangað til það myndar mjúkt deig.
4. Hella deigblöndunni á hveitistráðan flöt og hnoða, bætandi við auka hveiti, þangað til deigið verður teygjanlegt og mjúkt. Athuga skal að deigið er mjög mjúkt og klístrað til að byrja með.
5. Setja deig-kúluna í olíusmurða skál, velta henni svo við í skálinni svo toppurinn á deiginu smyrjist einnig með olíu.
6. Breiða klút yfir skálina og láta sitja í 1 - 1,5 klst. eða þangað til deigið hefur tvöfaldast að særð.
7. Hnoða deigið niður og búta það í 12 jafnstórar kúlur.
8. Pota gat í hverja kúlu þannig að gatið sem myndast verði um 3 cm í þvemál. Einnig hægt að búa til lengjur sem eru svo festar saman í endana. Leggja til hliðar á léttilega pam-aðan bökunarpappír.
9. Leggja klút yfir beyglurnar og láta hvíla í 12 - 15 mínútur. Nú er sniðugt að byrja að sjóða 12 bollana af vatninu og þegar bubblurnar byrja að myndast, lækka aðeins hitann. Setja salt og/eða sykur í vatnið ef vill.
10. Eftir að beyglurnar hafa fengið bjútíblund setja þær í miðjan ofninn með yfirhita, 2 mín hvora hlið.
11. Taka beyglurnar út úr ofninum og setja þær varlega út í sjóðandi vatnið, 3 - 5 í einu, fer eftir stærð pottsins, í 3 mín. hvorri hlið.
12. Þerra beyglurnar, smyrja með eggjahvítu, skreyta með hverju sem er og stinga inn í ofn í 20 - 25 mín. Muna að taka af yfirhita og hafa bæði yfir og undir.
Beyglurnar heppnuðust svakalega val, bragðið af þeim var hlutlaust, en gott. Geypilega gaman að bíta í þær, með stökka skorpu og mjúkar að innan, alveg eins og búðarbeyglur, chewy og skemmtilegar!
Næst þegar ég geri þetta ætla ég að prófa að bragðbæta einhvern hluta deigsins með t.d. kanil og rúsínum, kanil, hvítlaukskryddi, kornblandi - held það gæti komið skemmtilega út! Bakarastubburinn var amk. svaka ánægður með sjálfan sig eftir baksturinn og át beyglurnar með bestu lyst. Prófaði líka að rista þær daginn eftir og ójá, toppeinkunn frá montrassinum!
Bakstur | Breytt 23.9.2010 kl. 20:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.4.2009 | 09:14
Djúsí hafra og banana- brauð/kaka
Komin í páska-bökunargírinn. Þessi heppnaðist sko vel þó ég segi sjálf frá. Snilldarleg með kaffinu nú eða bara í morgun- eða hádegismat! Væri líka gott að mylja hana ofan í hafragraut - en það er önnur saga. Full af trefjum og flóknum kolvetnum, ávöxtum (banani + sykurlaust eplamauk) og prótínum úr eggjahvítum, höfrum og heilhveiti.
Enginn sykur í þessari uppskrift og það má nota haframjöl eingöngu. Hún var alveg mjúk og djúsí að innan með stökka skorpu. Rosalega bragðgóð og eftir að hún kólnaði, þá varð miðjan svolítið karamellukennd! Geggjað!!
Hafra og banana- brauð/kaka
2 dl haframjöl (muldi hafra í matvinnsluvélinni minni)
1 dl heilhveiti
1 tsk lyftiduft
Salt á hnífsoddi
2 vel þroskaðir og þjappaðir bananar
1 lítil dós Gerber sykurlaust eplamauk (1/4 ú bolla um það bil)
1/2 bolli eggjahvítur
2 - 3 msk hunang
3 msk kotasæla
1 tsk vanilludropar
Stilla ofn á 170 gráður. Blanda saman þurrefnum, blanda saman blaut... efnum? Blanda svo saman þurr- og blautefnum :) Þið þekkið þetta. Hella deiginu í pamað kökuform og inn i ofn í 35 - 40 mínútur. Fer eftir ofninum ykkar. Ég notaði kringlótt kökuform.
Það tók 20 mínútur að éta kökuna upp til agna! Byrjaði lífið sem tilraunakaka og endaði ævina sem frábærlega eiguleg uppskrift. Ekki hægt að hætta þegar búið er að bíta einusinni! Það var ekki einusinni krums eftir á disknum.
Það væri meira að segja hægt að gefa henni meira kikk og bæta í hana t.d. döðlum, hnetum, möndlum, kókos, hnetusmjöri, kanil, múslí.... you name it! Hún bíður vel upp á það!
Ég veit það er kannski gömul saga að búa til eithvað köku/brauð kyns sem inniheldur banana - það er bara svo ógeðslega gott :)
Bakstur | Breytt 23.9.2010 kl. 20:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2009 | 22:02
Hollustu muffins og heimagert múslí
Það er eitthvað svo gleðilegt við að búa sér til mat - sérstaklega ef það er auðvelt og ódýrara en að fara út í búð og versla sér sömu vöru. Líka ótrúlega fullnægjandi að eiga afganga og geta nýtt þá í eitthvað djúsí og skemmtilegt.
Múslí er allra meina bót og gefur skemmtilegt kikk í ab-mjólkina, hafragrautinn á morgnana eða yfir salat. Heimagert múslí er að sjálfsögðu eitthvað sem allir geta gert og ráða þar af leiðandi hvort það sé sætað með sykri, hunangi, agave nú eða bara rúsínum og þurrkuðum ávöxtum. Eru svosum engir galdrar við múslígerð - ég bjó mér til múslí í síðustu viku sem heppnaðist svaka vel.
Múslí
2 bollar grófir hafrar
1/2 bolli kókos
1/2 bolli sólblómafræ
Hnetur - ef vill. Möndlur eru persónulega mitt uppáhald.
2 msk hunang (acasiu hunang, líka hægt að nota agave sýróp)
1 msk olía
1 tsk vanilludropar
Best að byrja á því að hita ofninn í 150 gráður. Blanda svo saman olíu, hunangi og vanilludropum. Hella öllum þurrefnum út í og blanda saman þangað til hunangið og olían hafa þakið allt heila klabbið. Hella blöndunni á smjörpappír og inn í ofn í um það bil 10 mínútur. Þá er gott að hræra aðeins í og inn í ofn aftur í 5, hræra og svo 3 mín eða þangað til hafrar og korn eru orðin fallega gyllt. Fer alveg eftir ofninum, ef þetta er kjarnorkuofn þá er betra að fylgjast vel með blöndunni svo hún brenni ekki.
Nú skal múslíið tekið út úr ofninum og kælt. Ég bæti alltaf við rúsínum í múslíið mitt eða þurrkuðum bönunum. Þetta múslí verður cruncy og smá sykrað - alger snilld og ofboðslega bragðgott.
Það þarf auðvitað ekki að hafa hunang og olíu - mér finnst alveg jafn gott að henda höfrum og korni inn í ofn og þurrista. Olían og hunangið bæta um það bil 10 hitaeiningum við hvern skammt sem er um 1/4 úr bolla og 120 hitaeiningar. Kókosinn og sólblómafræin rífa þetta ansi vel upp :)
'Hollustu' muffins
Svolítið eins og mini Frittatas. Eggjakökur með meiru, fullar af prótíni og flóknum kolvetnum. Ekki lausar við eggjakökufílínginn en samt eins og muffins ef kryddaðar rétt. Hittu beint í mark hjá mér, finnast þær æði!
5 - 6 dl eggjahvítur (uþb 15 - 18 eggjahvítur)
3 dl muldir hafar (uþb 150 grömm)
1/2 msk lyftiduft
1/2 msk matarsódi
1 msk vanilludropar, sítrónudropar? Þið ráðið.
Hræra saman þurrefnum - hræra eggjahvítunum og vanilludropum saman við. Þá er grunnurinn að deiginu kominn. Hena inn í 200 °C heita ofn og baka í 20 min. Það má líka salta eftir smekk. Deigið er mjög þunnt.
Svo byrjar leikurinn. Ég bjó til muffins með 'banana og möndlum', 'banana, eplum og fíkjum', 'banana, möndlum og hunangi', 'banana, döðlum og möndlum', 'eplum, kanil og rúsínum', 'eplum, valhnetum, kanil og fíkjum', 'valhnetum, möndlum og hunangi'... you name it! Svo bara henda inn í frysti, taka út, nokkrar sek í örrann og húrra - flottur morgunmatur!
Úr þessum skammti útbjó ég 18 kökur. Ein máltíð eru 5 kökur.
Næringargildi per köku
Um það bil, svo bætir maður einhverju gúmmulaði við - en þetta er viðmiðið.
Hitaeiningar: 45
Prótein: 4,7
Kolvetni: 4,7
Fita: 0,5
Trefjar: 0,3
Bakstur | Breytt 23.9.2010 kl. 20:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2009 | 22:09
Hafra- og spelt brauðbollur með kókos og kornblandi
Þessar voru ææðislegar heitar og nýbakaðar! Stökkar og crunchy að utan, heyrðist skemmtilegt hljóð þegar maður beit í þær. Mjúkar og góðar að innan að auki við gleðina sem fylgdi því að bíta í öll þessi korn. Hæfilegt magn af korni líka. Smá sætur keimur af kókosmjölinu sem gaf skemmtilegt eftirbragð! Nokkuð þéttar í sér, svakalega saðsamar og alls ekki þurrar - algert nammi!
Þessar geri ég pottþétt aftur!
Hafra- og spelt brauðbollur með kókos og kornblandi
1,5 dl eggjahvítur (1 dl uþb 3 - 4 eggjahvítur)
tæplega 1 msk agave sýróp
2 dl gróft spelt mjöl
2 dl grófir hafrar
1 dl, tæplega, sólblómafræ
1 dl kókosmjöl
1/2 dl hörfræ
1 tsk herbamare salt
1 dl létt-AB mjólk
1. Hita ofn í 180 gráður.
2. Hræra eggjahvítur og agave þangað til létt og ljóst. Myndast toppar í eggjahvíturnar.
3. Bæta þurrefnunum saman við og hræra létt.
4. Bæta AB mjólkinni við, deigið ætti að vera nokkuð blautt.
5. Setja hæfilegt magn af deigi á bökunarpappír og móta t.d. með sleif. Setja korn yfir, sólblóma, hörfræ, hafra ef vill og inn í ofn í 10 - 20 mín. Fer eftir hvort ofninn sé kjarnorku eða ekki. Þær verða fallega gylltar í kantana þegar þær eru reddí.
Ég bjó til 5 stórar bollur úr þessu. Mér fannst það skemmtilegra, hægt að nota þær í t.d. brauð fyrir túnfisk hamborgara, með súpu, sem meðlæti eða jafnvel full blown hádegismat með osti, grænmti - öllum pakkanum, og svo margt annað. Djísús, þær voru mergjaðslega góðar. Enginn sykur mín kæru, ekkert ger, ekkert lyftiduft!
Alltaf gott að eiga svona snilld í frystinum!
Næringargildi per bollu, miðað við 5 og/eða 20 stk
Athugið að bara fræin og kókosinn gera 144/36 hitaeiningar.
Hitaeiningar: 295/73
Prótein: 14/3,4
Kolvetni: 25/6,8
Fita: 15,5/3,9
Trejfar: 7,6/1,9
Bakstur | Breytt 23.9.2010 kl. 20:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)