Færsluflokkur: Bakstur

Pizzadeigið

Með greini!

The deig!

MÁNU-DEIG!

Þetta er kannski allt sem er hvítt hvítt deig, ger og allur pakkinn, en útbúið heimavið, frá grunni og allt náttúrulegt og krúttaralegt. Við vitum amk hvaða hráefni fela sig í þessu gleðispreði.

Eins og með suma pistla sem ég set hérna inn, pönnsur/kökur/nammi og önnur tilheyrandi óhollustustig í bland við sykursjokk, þá á þetta deig fullkominn rétt á sér. Ójá. Ég fann þetta á netrápi fyrir 100 árum en hreinlega man ekki hvar, get því ekki vitnað í snillinginn sem krumpaði þessu saman til að byrja með!

Af hverju:

  • er ég að deigafsaka mig hérna? -Eitthvað sem ég þarf ég að eiga við heilhveiti-spelt sjúklinginn hið innra.
  • set ég, laumulega, inn uppskrift af "pizzadeigi" á mánudegi? -Af því mér er umhugað um ykkar pizzuheilsu og vil ekki að þið farið á deigmis við þessa snilld og ég vil endilega að þið fáið ykkur pizzu næstu helgi og þessi hveitiklessa þarf ást og umhyggju og hún er æði og mér þykir bara svo hryllilega vænt um ykkur og aaaaahaaamen!

Allavega!

The deig!

Þarf að gerjast i 3 - 4 daga, en ó svo mikið þess virði.

Má nota el straxó en ó... óhóhó! Látið það bíða.

  • 1,5 bollar volgt vatn, en þó þannig að það sé kalt ef þú potar í með fingrinum
  • 1 tsk þurrger
  • 4 bollar hveiti
  • 1 tsk salt
  • 1/3 bolli Extra Virgin Olive Oil
Hita ofn í 250 - 260 °C.
  1. Dustið þurrgeri fallega yfir vatn og látið bíða á meðan þið framkvæmið atriði 2 og 3 hér að neðan.
  2. Hræra saman hveiti og salti í skál
  3. Meðan hrærivélin er að dúlla sér, og hræra hveitið betur saman við saltið, hella ólífu olíunni útí þangað til hún hefur sameinast hveitikrumsinu
  4. Hella germixtúrú út í herlegheitin þangað til rétt svo blandað saman- deigið verður mjög klístró og blautt. En þannig á það að vera. Jebb jebb.
  5. Smyrja aðra skál með olíu - hafið hana í stærri kanntinum. Treystið mér.
  6. Útbúa kúlu úr deiginu
  7. Hella deigkúlunni í olíuborna skálina og snúdda svo öll kúlan verði þakin olíu
  8. Breiða plastfilmu vandlega yfir skálina og henda inn í ísskáp þangað til þú þarft að nota. Deigið á eftir að stækka um amk. helming, ekkert svaðalega, en hafið þó skálina stærri en minni.
  9. Best að útbúa deigið með dags fyrirvara, 2 eða 4 dagar eru jafnvel æskilegri
Nýkomið ofurpizzadeig úr kæli

 

Flehetja út

Sósa.

Átti ekki pizzasósu og nennti ekki að búa til frá grunni.

Hunts tómatsósa, basil, oregano, salt, pipar og smávegis sterkt Jamie Oliver pesto.

Wunderbar!

Sósa

Kom út hjartalaga... aaalveg óplanað.

Hjartalaga pizza

Ofurpizza

Prufubiti

PIzzadeig

Smá meira smakk.

Verksummerki

Verksummerki.

Og aðeins meira smakk

Stórskaddað eintak...

...en stórgott á bragðið og pizzuáferðin, el perfecto!

Stórsködduð pizza

Kem til með að nota þessa snilld um ókomin pizzaár... eða þangað til ég finn eitthvað sem gæti mögulega verið betra!

Ég er samt ekki viss um að það takist.


Þetta er alltsaman "löglegt"

Hvað? HVAÐ?!!? Hélstu að ég væri að tala um eitthvað krepputengt ofurpólitískt peningaþvættis partýmál?

Nei.. já nei takk!! Smákökur elsku manneskja!

Eitthvað gott, fyllandi, blindfyllandi, heilsusamlegt, gaman að bíta í.

Eitthvað sem áferðarperrinn og bragðlaukagúbbinn geta báðir sammælst um að sé hamingja í þeirra heimi.

Eitthvað sem svalar frænda sykursnúðsins en heldur predikunum íþróttaálfsins í skefjum.

Einfaldar, 5 hráefni. 7 ef þið teljið chia og krydd með.

G'daginn bitar: 15 - 20 stykki

  • 3 mjög hræðilega vel þroskaðir bananar
  • 1 tsk vanilludropar
  • 2 msk olía (ég notaði 1 msk möndlu og 1 msk valhnetu)
  • 2 bollar hafrar. Ég notaði græna, gófa, solgryn.
  • 1 bolli saxaðar döðlur (eða aðrir þurrkaðir ávextir)
Valkvæmt
  • 1 msk chiafræ (mulin hörfræ...)
  • Dass af kanil og salt eftir smekk

Hita ofn í gráður 175 norðvestur.

Saxa döðlur með handafli... þarf nú varla mikið af því svosum. Þessir hnífar myndu sneiða demanta án þess að blása úr nös!

Ef hnífar væru með nasir að sjálfsögðu.

Gæti líka verið gott að leggja döðlurnar aðeins í bleyti, heitan pott. Mýkja þær eilítið og gera karamelló.

Döðluniðurskurður

Skræla banana, einn af öðrum. Ég raðaði þeim í aldursröð.

Krumpaður, krumpaðri og herra múmía!

Múmíubananinn

gums

Stappa, með handafli, hræra döðlum smanvið ásmt vanilludropum og olíu.

Þarna smakkaði ég að sjálfsögðu og bætti saltinu út í.

gums

dass af salti

Hella svo höfrum, kanil og chia í blauta gumsið.

Hér skal röra

RÖRA

Hér bætti ég smá meira salti við. 

röringur

Setja til hliðar og geyma í 10 - 15 mínútur. Rétt til að leyfa höfrunum að bindast sáttarböndum!

geyma

Á meðan er sérlega sniðugt að útbúa sér smávegis roastbeef - spínatsalat. Bara svo þú drepist ekki úr hungri skilurðu.

salat í bígerð

Skera spínat, henda í skál. Rífa niður roastbeef, henda í skál.

Helst sömu skál en sitt sýnist hverjum.

Hræra.

Útbúa dressingu úr t.d. balsamic ediki, dijon, smá hunangi + sítrónusafa, 1/4 úr teskeið af valhnetuolíu (gefur mikið bragð, þarft ekki meira), dropi worcestershire og hella yfir gumsið.

balsamic dijon hunangsdressing

Grípa hnetur, því þú átt ekki furuhnetur eða sólblómafræ - sem hefði verið geggjað að salta/rista og strá yfir...

...EN...

...saxa hnetur í smátt og stráir yfir salatið.

blandaðar ofurhnetur

Kíkja á deigið.

geyma

Svo á salatið.

Roastbeef, spínat, dressing, hnetur, himnaríki

Aftur á deigið. Jebb, enn á sínum stað!

geyma

Borða svo salatið!

Mjöööög gott

Eftir að hafa graðgað í þig roastbeefgleðinni, þvegið þér um hendur og gengið frá öllu óþarfa dralli, skúbbar þú í nokkrar vænar hafrakúlur úr biðstofudeiginu!

Hafrakugler

Já... það er hægt að borða deigið allsbert og óbakað. Þið getið líka alveg gert ráð fyrir því að nokkrar kúlur hafi horfið upp í ginið á mér á meðan upprúllun stóð! Væri geggjað að hræra þetta svona óbakað út í skyr!

Mmmhhhh!

KUGLER - raða á spamaðan bökunarpappír sem lagður hefur verið yfir sérlega ofnskúffu og inn í ofn í 15 - 20 mínútur.

Hermenn

Og svo, til að halda höndunum uppteknum, því þú vilt ekki éta restina af deiginu, þá útbýrðu próteinstangir úr því hráefni sem eftir er á meðan gleðisprengjurnar bakast.

Amk fyrra hollið.

Smávegis hráefni eftir

Bara tvær döðlur því ég át eina! Óvart.

Hendurnar ekki byrjaðar að vinna og stundum þá vinna þær algerlega sjálfstætt.

Note to self: Þegar þú ert að matarblogga, mundu að þrífa alltaf vel undan nöglunum á þér! Og ég lofa, þetta eru deigleifar - ekki mold eða kusk eða eitthvað hræðilegt eins og hor!

ét

Stappa banana og setja í skál ásamt söxuðum döðlum og vanilludropum. Hræra saman og setja til hliðar.

afgangsbanani og döðlur

Setja 3 skúbbur prótein í skál (skiptir litlu hvurslags prótein, hreint er best) ásamt kakó, kanil, höfrum og chia.

Þið ráðið hvernig þið bragðbætið, ég treyst'ykkur!

Prótein, kakóduft, kanill, hafrar, chia

Bæta svo bananagumsi útí, hræra og fylla upp í með vatni þangað til úr verður klístrug, meðfærileg, karamellukúla. Held ég hafi sett 2 msk vatn.

Verður mjög erfitt að hræra deigið á ákveðnum tímapunkti, þannig á það að vera.

Móta og kókosa! Betra að kókosa eða hneta eða umlykja einhverju því gumsið er jú mjög klístrað!

Próteinklessa í kókoshrúgu

Klíístur

Henda svo í box og beint inn í frysti til átu seinnameir!

Hambó, konfektkúlur og próteinstykki! Svona um það bil!

Próteinstykki

Snúdda sér svo aftur að G'daginn bitunum, eftir bakstur, og módelast svolítið með þá!

G'daginn biti

Þú ert köttur.... api... sólstóll!

Mmmmm hmmm Hafra og bananabiti

Djúsí að innan

Nota bene mín kæru. Bananahafrakökugums sem þetta verða aldrei nokkurntíman eins og knúsaðar kramkökur. Þær eru mjúkar að utan sem innan. Þessar eru reyndar "djúsí" að innan sem er geggjað og bragðið er æði! Chia eru gleðibombur!

Morgunverðarsmákökur

Þið getið svo að sjálfsögðu bætt út í deigið hnetum, öðru kryddi, Néscafi.... ég treyst'ykkur... aftur!

Allt er þegar þrennt er og þetta tók mig 40 mínútur frá byrjun til enda.

Ég var hinsvegar 1,5 klukkustund að henda þessum pistli inn! Magnað.

Þið megið svo geta einusinni hvað ég er að fá mér í morgunmat núna!

Verði mér að góðu

Ég lýg ekki - þetta er eins og að borða karamellu!

Yfir og út!


Eplabökukrums með pecan-speltbotni

Af því að það er nú föstudagur á morgun og svona... næstum því helgi! 

Á eilífu rápi mínu um netheima, tímaritslönd á hinum ýmsu biðstofum og almennt fitl á bókasöfnum hef ég komist í kynni við margvíslegt, mis sóðalegt, matarklám.

Ég rakst á uppskrift á netinu fyrir 170 bláum tunglum síðan. Get ekki munað hvar. Skrifaði hana niður á blað sökum prentaraskorts og þráhyggjunnar sem ég hef fyrir því að... jah... skrifa allt niður á blað. Í uppskriftinni voru epli, smjör og slattípoka af sykri en hugmyndin var góð. Ég fann blessað blaðið um daginn. Halelujah! Ég tók því hripið og stílfærði það eilítið í átt að hollara æskilegra eintaki.

Á eitthvað svo erfitt með að segja hollustu-hitt og þetta. Get svo svarið það. Hvað er hollt?

Allavega, þá er það efni í ansi góðan tuðpistil myndi ég halda!

Tuð eða ekki, krumsið kom barasta vel út! Perralega vel mín kæru!

Eplakaka með pecan-speltbotni

Hef þó gert algerlega "óhollustu"-sterílt eplakrums áður. Það er alveg hreint ágætt. Hef kubbað því saman nokkrum sinnum síðan, með betrumbætum, og það blivar fínt. Epli og kanill víst klikka seint. Það er efnasamband sem ætti að fá einhvurslags verðlaun að mér finnst!

Appelsínuát og tannburstun fá hinsvegar skammarverðlaun þó svo það komi þessum pistli nákvæmlega ekki baun í búgarði við!

Og jú, ef þið eruð að spæla i því, þá ég stunda biðstofur og bókasafnsfitl grimmt á þriðjudögum!

Eplakaka með pecan-speltbotni

Eplabökukrums með pecan-speltbotni

Botn:

  • Olía/spam til að smyrja form
  • 3/4 bolli pecanhnetur
  • 1,5 bollar spelt eða heilhveiti
  • 1/4 bolli Muscovado (eða hrá-/púðursykur)
  • Salt
  • 1/4 bolli eplamauk
  • 1/4 bolli léttmjólk (undanrenna/soja/möndlu - létt er það eina sem ég átti), eins og þarf

 

Fylling:

  • 4 græn epli, skorin í "munnbita". Ráðið hvort þið húðflettið greyin.
  • 2 msk eplamauk
  • 3 msk léttmjólk
  • 1/4 bolli hunang
  • 1/4 bolli púðursykur (eða 1/2 bolli púðursykur/hunang)
  • 2 tsk kanill
  • 3 tsk eplaedik
  • salt
  • 1 msk sterkja (ég notaði maizena)

Eplakaka með pecan-speltbotni

Aðferð:

Botn:

  1. Hita ofn í 190 gráður. Smyrja 23 cm smelluform (átti ekki "böku"-form) og setja til hliðar.
  2. Setja hnetur, hveiti, sykur, salt og eplamjöl í matvinnsluvél og matvinnsluvéla þangað til hneturnar eru muldar og hráefnin samofin og sátt við lífið.
  3. Hræra krumst, í stuttum sprettum, á meðan mjólinni er bætt við í skömmtum eða þangað til degið er farið að haldast saman þegar maður klípur í það. (Ef degið segir "ÁI" þá ræður þú hvort þú hlaupir mjög hratt út eða náir í videovélina)
  4. Hér tók ég handfylli af deginu frá til að mylja yfir kökuna seinnameir.
  5. Mylja degið jafnt ofan í bökunarformið og þrýsta svo á það þannig að það hylji allan botninn og nái aðeins upp á kanntana. Passa að það séu engar ofursprungur svo fyllingin leki nú ekki út um allt.
  6. Ef þið viljið nota lóð til að leggja á botninn, þá myndi ég setja matarfilmu yfir hann fyrst og svo lóðin ofan á. Lóð geta verið hvað sem er, hrísgrjón, baunir, perlur. Þetta er gert til þess að botninn skreppi ekki saman. Ég gerði þetta reyndar við minn botn. Skiptir kannski ekki höfðumáli.
  7. Baka í 24 mínútur.
  8. Útbúa fyllingu á meðanó.

Fylling:

  1. Hafa til eðalpott. Nokkuð stóran.
  2. Skera niður epli. Ég skrældi eins og tryllisvín og át skrælið jafn harðan. Eplaskinn er gott skinn.
  3. Setja epli í pott ásamt rest af hráefni í fyllingu NEMA... JASOH... nema 1 msk mjólk og sterkjuna.
  4. Hræra sterkju og 1 msk mjólk saman í lítilli skál og geyma á góðum stað sem þið gleymið ekki.
  5. Láta suðuna koma upp á eplunum og lækka þá hitann örlítið. Leyfa að malla og bubbla, með stöku hræring, í 10 - 15 mínútur eða þangað til sósan/sýrópið sem myndast er orðið nokkuð þykkt og eplin mjúk, en samt ekki þannig að þau maukist í sundur. Bá vera smá bit í þeim.
  6. Hella þá mjólkursterkjublöndunni út í eplahamingjuna og leyfa að malla í 2 -3 mín í viðbót eða þangað til byrjað að þykkna.
  7. Hella eplakrumsi jafn og fallega yfir botninn góða, skreyta með meira botnefni, hnetum, múslí... væri æði að raða yfir þetta möndlum því þær karamelliserast. SKREYTIÐ EINS OG VINDURINN.
  8. Aftur inn í ofn, eftir vindskreytingu, í 25 mínútur eða þangað til endar á skurninni góðu eru orðnir smá gylltir/brúnir.

Þessa krúsíbombu er best að borða heita. Gæsahúðslega gott... að borða dýrið heitt með smá rjóma og ís til að bæta aðeins upp á fitu- og sykurinnihald í hverjum bita. En það er ekki nauðsynlegt. Hún fúnkerar flott ein og sér. Stokkur botn og djúsí, karamellukennd kanil-ilmandi epla fylling. Eplin aðeins undir tönn, dísæt með smá súru sparki.

Ugh hvað eplakökur eru mikill Akkilesarhæll fyrir mig og mitt matsára átvagls hjarta.

Eftir almennt át og miklar önaðs-stönur setti ég eplagleðina inn í íshellinn og geymdi yfir nótt. Hún er mjög fín daginn eftir en botninn mýkist óumflýjanlega örlítið og þar sem spelt varð fyrir valinu, verður hann svolítið "rúgbrauðó", en mér, persónulega, þykir það gott.

Smjör og sykur eru samt vinir mínir og búa til "djúsið" í djúsí eplakökum, en fyrir það sem þessi eplakaka er, þá er hún æði!

Eplakaka með pecan-speltbotni innvols

10 þumlar upp í loft...

...ef ég skartaði 10 slíkum.


Afrakstur helgarinnar og heilræði

Tók minn tíma í að losna við viðbjóðspestina. Ógeðis 24 tíma ódýr með meiru. Slokknaði jafn hratt á henni og kviknaði.

Sem betur fer hefur evil jesus yfirgefið systemið. Megi hann eiga sig og sitt hitamúkkandi sjálf eins lengi og kostur er á!

Takk fyrir pent.

Amen.

Þrátt fyrir miður skemmtilegan fimmtudag og "sofum þetta úr okkur" föstudag, náði ég samt að framkalla þetta.

Hafrakökur - morgunverðakökur með rúslum

Og þetta!!!!

Eplakaka með pecan-speltbotni

Ég mæli ekki endilega með þessu!

morgunverðarkaka

En ég mæli með þessu!

Óguðogallirenglarnir. Meira að segja evil jesus.

Þetta er ein... góð... eplakaka!

*gleðihopp*

Eplakaka með pecan-speltbotni

Og eitt "hollustu" baksturs heilræði, til þeirra sem ekki vita, varðandi smjer-/olíunotkun í bakstri.

Þið sem vitið - hendið til mín beini!

Í staðinn fyrir smjör/olíu er hægt að nota maukaða ávexti í baksturinn. Jafn mikið af maukuðum ávöxtum og uppskriftin kveður á um í öðrum fitugjafa. Ekki það að smjör og olía sé á vonda listanum mínum, ó svo langt í frá mín kæru.

Smjör fær mig til að brosa!

En prófið. Eplamauk, sveskjumauk.... Þurfið svosum ekki að útbúa það sjálf, geitð keypt það krukkað og fínt í hinum ýmsu verslunum. Eplamauk er fullkomið í t.d. súkkulaðilausan bakstur eins og súkkuaðilausar-muffins/brauð/botna á meðan t.d. sveskjumauk er betra í súkkulaðikökur og súkkulaðigums. Það er í raun bara sökum áferðar/bragðs. Sveskjumauk er aðeins "þyngra" ef svo má að orði komast.

Uppskrif væntanleg af eplakökunni. Kannski kökumallinu sem ég mæli ekki með líka... sé til með það.

Og já... þessi eplakaka er á "holla" listanum.


Olíu- og mjólkurlaust banana speltbrauð með bláberjum

Fyrir þá sem eru með mjólkuróþol og... olíu... óþol! Ekki það að ólífu olían myndi skemma nokkuð, holla fitan er nauðsynleg. En þetta er gott, gott brauð. Mjög djúsí og skemmtilegt. Bragðgott með eindæmum og endalaust hægt að leika sér með deigið.

Olíu- og mjólkurlaust banana speltbrauð með bláberjum

 

Olíu- og mjólkurlaust speltbrauð með banana og bláberjum 

Hráefnin

3 vel þroskaðir bananar, stappaðir

2 msk ferskur sítrónusafi (jafnvel nota smá sítrónubörk líka)

1/3 bolli + 2 msk möndlumjólk (eða sveskju/eplamauk)

2 msk hunang

1/3 bolli púðursykur (ég notaði muskovado)

1 tsk vanilludropar

Möndlumjólk

1 tsk möndludropar

1 bolli bláber, fersk eða frosin

2 bollar spelt

1/2 bolli múslí (ég notaði sólskyns)

3/4 tsk lyftiduft

3/4 tsk matarsódi

1/2 tsk salt

Aðferð:

Stappa banana og blanda fyrstu 8 atriðunum saman. Banana - bláber. 

Dáið sítrón

Lovely

Blanda blautu saman

Blaberin mín

Er alltaf með einn "draslaradisk" þegar ég er að baka undir hrat og skítug áhöld. Þarna get ég plantað notuðum skeiðum, berki, skafi, hýði, afgangs smjeri... ekkert subb á borðið. Þó það útbúi einn auka disk sem þarf að þrífa. Það er nú ekkert svo hræðilegt! Fyrir utan þá Über alles mikilvægu staðreynd að ég veit alltaf hvert ég set dótið mitt ef ég er með draslaradisk Blush

Draslara og áhaldadiskur

Næst blanda saman þurrgumsinu...

Múslí extraordinaire

Allir saman saman

voila

...og gúlla svo þurrgumsi í blautgums og rétt hræra. Muna að hræra ekki of mikið, bara rétt þannig að allt blandist.

Öllu rétt blandað saman

Hella í olíusmurt brauðform og baka í 40 - 50 mínútur við 175 gráður. Ég var með mitt brauð inni í 50 og það varð svona líka mjúkt og djúsí.

Núh.. ef þið eigið ekki brauðform þá leika af fingrum fram!! Ójá! Álpappír og eldfast mót! Verður ekkert voðalega fallegt í laginu, hvað þá á þessari mynd, en alveg jafn fínt á bragðið.

Klessudeig

Og svona leit kvekendið út nýkomið úr ofni.

Risabrauð.. k.. aka?

Ohmn nom nom!

Fullkominn biti

Olíu- og mjólkurlaust banana speltbrauð með bláberjum

Hvað myndi ég gera næst!

Bæta við chia- eða hörfræjum og möndlum fyrir hollu fituna. Nú eða öðrum hnetum/fræjum, líka til að gefa bragð/áferð og kram. Jafnvel eplum eða meira af berjum (hindber, jarðaber..). Þurrkaðir ávextir... 

Verður eitthvað næst?

Já... ójáhá!

Brauð og köttur


Hafra og hnetusmjörs kókos kökur

Voðalega svipuð hráefni og ég notaði í hafrastangirnar um daginn. Þessar komu samt svolítið á óvart verð ég að segja. Skemmtilega stökkar að utan.

Hafra og hnetusmjörs kókos kökur

Hráefni

1/8 bolli spelthveiti (15 gr)

3/4 tsk matarsódi

dass salt

1 + 1/3 bolli grófir hafrar (133 gr)

1/4 bolli vatn

3 msk eplamauk

1/4 bolli hunang (tæp 70 gr)

2 eggjahvítur (tæp 80 gr) eða 1 heilt egg.

1/2 tsk vanilludropar

1/2 bolli hnetusmjör (130 gr)

110 gr. smátt saxaðar döðlur

1/4 bolli kókosmjöl (25 gr)

1 msk mulin hörfræ (má sleppa)

Hita ofn í 180 gráður.

Setja hveiti, salt og matarsóda í skál og blanda rétt saman. Af hverju ég gerði þetta fyrst er mér hulin ráðgáta. Held það sé fullkomlega leyfilegt að blanda öllu þurru saman ein tveir og bingó!

Hveiti, mtarsódi, salt

Mæla einn bolla af höfrum (og já, ég elska bollamálin mín - svaðalega ofurflott og kúl og stál og glansandi)...

US bolli

...og blanda saman við. Hér setti ég 1/4 bolla af vatni út í hafrahræruna til að mýkja kornið aðeins upp. Leyfði að sitja á meðan ég kláraði að hræra í restina af kökunum.

Allir saman í heitapottinn

Næst er gott að blanda saman því blauta. Aftur, elsku bestu, notið stærri skál en þetta - það þarf að hræra í þessu með blandara! Ósætað eplamauk. Þyrfti samt að finna mér ódýrara mauk í meira magni - það er fásinna að kaupa margar svona litlar krukkur. Veit einhver hvar svoleiðis gersemi fæst fyrir ásættanlegt magn af pening?

Eplamauk

Mæla þrjár matskeiðar af mauki, mjög fallega, vel og vandlega í skál, vonandi stærri skál en sést á myndinni hér að neðan...

Eplamauk

...og bæta út í herlegheitin vanilludropum og hunangi!

Nohm

Hræra saman, alltaf að hræra saman!

óhrært hunangs vanillu eplagums

Hrært hunangs, vanillu, eplagums

 

 

 

 

 

Næst bæta eggjahvítum út í hræringinn og já, hér er skálin er farin að fyllast all verulega mikið!

Með eggjahvítum

Gumsið var því forfært í aðeins hentugra form af eldhúsíláti svo hægt væri að dólgast í að hræra það eins og almennilegum villimanni sæmir!

Fyrir hræring

Hræra úr gumsinu líftóruna eða þangað til það verður létt og ljóst. Værir reyndar ágætt að hræra saman hunangið og eggjahvíturnar, bæta svo eplagumsinu og vanilludropunum við það. Prófa það næst.

Létt og ljóst hrært gums

Þarnæst kemur skemmtilegi hnetusmjörsparturinn. Ég eeelska hnetusmjör og hnetur og möndlur og...

Mmmm 

...krukkan tóm! Tadaaa!!!

Fullkomin skál fyrir næsta hafragraut ekki satt?? Ekkert nema hamingja að borða grautinn upp úr tómum hnetusmjörskrukkum og skafa úr botninum þegar gleðin er að klárast... ohhhgg!! Mæli eindregið með því!

Tilvalin hafragrautskrukka 

Bæta hnetusmjöri út í eplamauks-eggjahvítublönduna og jú...

Pre hræring 

...hræra saman.

Blautefni í góðum gír

Áferðin

 

 

 

 

 

 

Áferðin verður um það bil svona... sjáið þið ekki stórkostlega vel hvernig hún er? Kemur skýrt og skilmerkilega fram! Um það bil eins og hnetusmjörið sjálft nema gumsið er mýkra og rennur úr skeiðinni.

Mjög gott á bragðið

Hafrar gripnir með offorsi og kynntir fyrir hentusmjörsblöndunni, döðlurnar bíða mjög spenntar þarna í bakgrunn.

Blessaðir félagar

Formlegri kynningu lokið.

Karamellukennt og bjútifúl

Döðlurnar gerðar tilbúnar fyrir samrunann ásamt kókosgumsi. Kókosinn þarf þó engan undirbúning. Svo skemmtilega vill til að búið er að saxa hann niður fyrir oss!

Vigta döðlur

Saxaðar í öreindir 

 

 

 

 

Bætt út í hafragumsið góða og vitið þið hvað? Hrært sman! Hohoo... Svo fann ég mulin hörfræ sem ég ákvað að nýta úr því ég rakst svona skemmtilega á þau! Ein matskeið beinustu leið ofan í herlegheitin!

Kókos og döðlugleði

hræringur

 

 

 

 

 

 

Mulin hörfræhræringur 

 

 

 

 

 

Svo plastaði ég skálina og lét bíða yfir nótt. Ágætt að láta bíða í svona 3 - 5 tíma svo hafrar nái að mýkjast og bragð/hráefni að krumsast saman, en þar sem klukkan var orðin margt þá nennti ég svo sannarlega ekki að hinkra eftir því.

Tilbúið í ísskápinn

Daginn eftir var gumsið tilbúið til uppskúbbunar og áröðunar. Reif skálina galvösk út úr ísskáp þegar ég kom heim seinna um daginn og elsku fólkið mitt! Þetta deig gæti ég étið allt beinustu leið upp úr skálinni - svaaaðalega gott á bragðið!

Tilbúið til skúbbunar

Notaði amerísku littlu ísskúbbuna mína sem smákökumótunartól! Elska hana! Átti reyndar ekki bökunarpappír ótrúlegt en satt. Nýtti mér því álið og smurði það aðeins með olíu áður en ég kom kökunum fyrir.

ísskúbba

Áraðað, fínt og fallegt. Allir í beinni línu! Hip hip hip!!

Allir í röð!!

Ég kramdi kökurnar líka rétt niður með gaffli áður en ég stakk þeim inn í ofn. Þær dreifa sér lítið sem ekki neitt. Hér er sumsé ein dýrðin fyrir bakstur....

Fyrir baksturskaka 

...og eftir! Um það bil 15 mín. eftir ofnferð. Fer eftir ofni hvers og eins. Barasta þangað til fallega gylltar.

Ofurkaka eftir bakstur

Allir saman út úr ofninum!

Bakaðar krúsíbombur

Kökurnar sem voru innst í ofninum bökuðust aðeins betur en þær sem framar sátu. Að mínu mati voru þær sem meira voru bakaðar betri og krumsaðri (stekkri). Þær sem voru þynnstar/minnstar laaangsamalega bestar. Eins og karamella! Mmhmmm!!

Glæsilega fínar

Úr þessu bjó ég til 22 kökur. Hægt að hafa þær minni/stærri nú eða taka þetta alla leið og bara búa til eina risastóraofurmassaköku!! Af hverju veit ég ekki, en það gæti orðið gaman og án alls efa gaman að borða!

Hafrakókos og hnetusmjörskökur

mmhmm

Nohm

Einhver sem býður sig fram í að gera neglurnar á undirritaðri fínar aftur?

Næringargildi pr. köku uþb.

Kcal: 94, Prótein: 3 , Fita: 4 , Kolvetni: 13 , Trefjar: 2

Niðurstaða:

Þegar ég smakkaði fyrstu kökuna glænýja út úr ofninum þótti mér hún heldur bragðlaus og dauf miðað við hamingjuna sem deigið var. Eftir að dýrin kólnuðu þá urðu þær aðeins bragðmeiri og sérdeilis aldeilis fínar að mínu mati. Virkilega skemmtileg áferðin á þeim, sérstaklega þessum sem urðu aðeins þynnri/minni. Þærðu stökkari og skemmtilegri undir tönn en samt smá mjúkar inní. Döðlurnar karamelliseruðust líka svo skemmtilega í kanntana. Ef ykkur þykir slíkir sjóhattar góðir þá er um að gera og minnka/þynna kvekendin. Gleðileg áferð og fínt bragð. Passa að þær brenni ekki í botninn.

Hvað myndi ég gera öðruvísi næst?

  • Pottþétt krydda með einhverju skemmtilegu. Kanil að sjálfsögðu, negul, anís?, eitthvað sniðugt og aðeins meira salt. Rífa út í þetta sítrónu eða appelsínubörk?
  • Nota meira af döðlum - jafnvel mauka þær, kannski súkkulaðibita, rúslur, þurrkaða ávexti, fræ.
  • Er ekki viss hvort ég myndi sæta meira, en það er spurning að prófa það... hmmm.
  • Jafnvel setja aðeins meira af kókos.

Verður eitthvað næsta skipti?

Já það held ég nú. Þótti þær ofurfínar til að narta í!


Hnetusmjörs- og hafrastangir

Stangir, skífur, þynnur, kex...

Langaði svo að prófa. Eins einfalt og það gerist og smá skammastrik - notaði sykur. En það er ekkert mál að skúbba honum út fyrir t.d. meira af döðlum eða hunangi. Gerir gumsið bara svo skemmtilega stökkt. Er hvort eð er ekki mjög hrifin af "gervisykri". Ef sætt skal éta, sem er ekki í formi þurrkaðra ávaxta ofr, þá skal það sykur vera!

Ég notaði n.b. ekki allt sem fram kemur á myndinni hér að neðan. Aprikósur og agave voru skilin útundan.

Hnetusmjörs- og hafrastangir, 10 stk

Það sem til var80 gr. náttúrulegt hnetusmjör

40 gr. muscovado sykur (má alveg nota púðursykur, hunang, agave)

50 gr. hunang

1 stappaður banani (eplamauk...)

2 tappar vanilludropar

dass af kanil

50 gr. smátt skornar döðlur

150 gr. grófir hafrar (eða venjulegir rauðir solgryn)

Hita ofn í 175 gráður.

Setja hnetusmjör í örbylgjuörugga skál og gera eitt stykki banana tilbúinn til stöppunar.

Hnetusmjer og banananani

Hita hnetusmjer þannig hægt sé að hræra í því, 30 - 40 sek, og stappa bananadýrið. Svo fínir á litinn svona bananar!

Bráðið hnetusmjör

Bananar eru góð... nanar

Bæta út í hnetusmjörið sykri, hunangi, kanil og vanilludropum...

Allt að smella saman

...ásamt bananaketi! Hræra saman og gera sig klára(n) í að grípa hafrana!

bjútífúlt

Hræra saman við hnetusmjörsblönduna höfrum. Ef þið viljið gera þetta mjög krefjandi, og aðeins flóknara en þörf er á, notið minni skál en þið sjáið á myndinni hér að neðan!! Hinsvegar, þá er ekkert skemmtilegra en að hræra villimannslega í klísturgumsi sem þessu. Þá væri líka hægt að bæta döðlunum út í á sama tíma! Ef pent og krúttaralegt er þinn stíll, þá eru smáskálar algerlega málið!

Um að gera að nota eins litla skál og möguleiki er á

Saxa niður döðlurnar og skella þeim saman við!

Hafragums og döðlur

Glæsilega fínarHafrar, hunang, banani og döðlur

 

 

 

 

 

 

Þar sem öll bökunarform á heimilinu eru svo gott sem milljón árum of stór ákvað ég í neyð minni að spinna. Ekki nakin í þetta skiptið. Bjó til þetta líka fína form úr álpappír. Voila... virkaði flott.

Bökunarform in the making Voila

 

 

 

 

 

 

Setja gumsið í formið...

húbba

...dreifa úr og þrýsta svolítið á.

úrdreift gums

úrdreift krumsúrdreift krums

 

 

 

 

 

 

Inn í ofn í 20 mín, eða þangað til fallega gyllt.

Þangað til fallega gyllt, nýkomið út úr ofni

Láta kólna vel/alveg áður en eiginlegur skurður fer fram.

Hnetusmjörs- og hafraskífa

Hnetusmjörs- og hafraskífa

Næringargildi pr. stöng

Hitaeiningar: 160, Prótein: 4, Fita: 5, Kolvetni; 23 - þar af sykur, 4, Trefjar: 3

Niðurstaða:

Þunnar skífur, stífna vel upp í bakstri, þéttar og eru alveg stökkar og krumsaðar í kanntana. Karamellukenndar og allur pakkinn - enda dálítið af sykri í þeim, en þó ekkert til að æpa yfir. Hægt að baka í minna formi og hafa þykkara en þá verða þær líka aðeins mýkri. Eru mjög skemmtilegar undir tönn "chewy". Fullkomið til að nota sem skeið og skúbba upp próteini/skyri. Jafnvel mylja út á graut nú eða borða sem "Guð - ég verð að fá mér eitthvað sætt" snakk. Skera smærra og súkkulaðihúða helminginn, velta upp úr kókos - nota sem snakk í barnaafmælum? Nei segi nú sonna...

Hvað myndi ég gera öðruvísi næst?

  • Prófa að mylja smá af höfrunum smátt eða nota rauðu solgryn.
  • Bæta út í gumsið kókos - ójá! Það væri æði.
  • Hnetur/möndlur/fræ - til að frá smá crunch og kram.
  • Jafnvel lifa hættulega og bæta smá dökkum súkkulaðibitum við!
  • Nota stærri skál!

Verður eitthvað næsta skipti?

Já, er ekki frá því að ég prófi þetta aftur með meiri tilfæringum. Er ekki sannfærð um að ég vilji bæta þessu á uppskriftalistann - kannski einhver sem vill prófa og kommenta? Betrumbæta og fullkomna Wink


Hafra- og hindberjakoddar

Jæja.. önnur tilraun, önnur hráefni. Svolítið samansafn af því sem til var, ef ég á að segja alveg eins og er, en útkoman var bara nokkuð ásættanleg.

Hafra- og hindberjastangir

Hafra- og hindberjastangirHafragums

270 gr. hafrar eða 6 dl

180 gr. eplamauk

3 msk hunang

salt

gomma kanill

1,5 tsk lyftiduft

6 msk vatn

1 tsk vanilludropar

Allt saman í skál...

Hafragums

...hræra vel og voila! Setja til hliðar á meðan hindberjagumsið er útbúið.

Hrært hafragums

Hindberjagums

140 gr. frosin hindber

1/2 msk hunang eða agave

1/2 dl. goji berjasafi (eplasafi, appelsínu..)

Setja í skál og inn í örbylgju þangað til gumsið er orðið heitt...

Hindber, hunang og safi

...hræra þá örlítið saman eða þangað til það lítur um það bil svona út.

Hindber, hunang og safi örbylgjað

Fletja helming af hafradeigi út á bökunarpappírslagðri pönnu/fati/pappír (mæli með ílati sem hefur "kannta")...

Hafragums á pönnu

...berjagums yfir það...

Berjagums á hafraklessuMeira berjugums á hafrabotni

 

 

 

 

 

 

...og svo rest af deigi þar ofaná. Svolítill Dexter fílíngur í þessu ekki satt!!

 Hafrakoddar að verða til

Inn í 175 gráðu heitan ofn í 30 mín, eða þangað til hafrarnir eru fallega gylltir ofaná og dýrðin um það bil svona útlítandi.

Hafra- og hindberjakoddar

Mmmhmm.. hindberjagumsGlæsilega fínn hnífurinn

 

 

 

 

 

 

Það væri að sjálfsögðu langsamlega best að hafa þetta í ferkönntuðu formi/fati til að auðvelda skurð og halda fullkomnunaráráttufíklinum hamingjusömum! Ég lét hringlaga smelluform duga.

Skurður yfirstaðinn

Ágætt að leyfa "kökunni" að kólna smá áður en eiginlegur skurður á sér stað.

Hafra- og hindberjastangir

Hafra- og hindberjakoddarHafra- og hindberjakoddar

 

 

 

 

 

 

Hafra- og hindberjakoddar

Niðurstaða:

Mjög bragðgott og skemmtilegt krums. Ekki svo ósvipað ofnbökuðum hafragraut (ekki dularfull ráðgáta það), en þéttara í sér og að sjálfsögðu í bitaformi sem auðveldar át ef mikið drífelsis-stress er í gangi. Sýran í berjunum ákkúrat næg á móti sætunni - mér persónulega þykir þetta nægjanlega sætt. Áferðin gleðileg og millilagið kætir átvaglið einstaklega. Gaman að bíta í koddana kalda og Svabban ánægð með útkomuna. Hún snakkaði á tveimur í morgun með skyri!

Hvað myndi ég gera öðruvísi næst?

  • Tvöfalda berjagumsið, bæta út í það vanilludropum og sterkju til að þykkja. Nota bláber. Setja jafnvel nokkur heil frosin ber í millilagið áður en rest af deigi er smurt yfir.
  • Nota grófa hafra. Annaðhvort græna solgryn eða tröllahafra. Setja helming af höfrum í matvinnsluvél og mylja smátt.
  • Bæta út í hafragumsið t.d. muldum hörfræjum, þurrkuðum ávöxtum, hnetum...

Verður eitthvað næsta skipti?

Jább - með viðbætum, ábætum, úrbætum og einhverjum öðrum bætum!

Orkubitar - orkubombur

*B*O*B*A*

Keypti um daginn undanrennuduft. Vissi nákvæmlega ekkert hvað ég ætlaði að nota það í! Svo af hverju ekki að prófa það í hafrabita? Komu svona líka fínt út. Stútfullir af allskonar gúmmulaði og skemmtilegir að bíta í.

Orkubitar

Orkubomba1 bolli hafrar

1/2 bolli sólblómafræ

1/2 bolli hveitikím

1/2 bolli Undanrennuduft

1/4 bolli heil- eða spelt hveiti

1/2 bolli möndlur. Ég notaði reyndar möndlumjöl, átti ekki möndlur.

1/2 bolli þurrkaðar apríkósur

1/2 bolli þurrkaðar döðlur

1/2 bolli þurrkaðar fíkjur

1/4 bolli rúsínur

1/2 tsk kanill

1/2 tsk vanilludropar

1/3 bolli hunang

2 egg

Setja allt nema hunang og egg í matvinnsluvél og hræra saman þangað til blandan verður nokkuð fín. Bæta þá hunangi og eggjum samanvið og hræra þangað til blandan verður eins og þykkt/gróft mauk. Setja á smurðan bökunarpappír, ofan í eldfast mót, þrýsa örlítið á (blandan er mjög klístrug) og inn í 175 gráðu heitan ofn í 20 mínútur, eða þangað til fallega gyllt. Má vera lengur ef vill - passa bara að brenna ekki.

 Orkubomba

Kæla og skera í bita. Ég gerði bitana mína svo til smáa. Bútaði plötuna niður í 21 stykki. Bitarnir eru svo þéttir og góðir að einn er nóg til að seðja það sárasta! Frábær áferð. Geymast vel í ísskáp/frysti.

Orkubomba

Karamellukenndir, djúsí og bragðgóðir bitar... bara gleði!


Hafraklattar sem ekki þarf að baka - taka 1

Nanna Gunnarsóttir spurði mig að því um daginn hvort ég ætti til uppskrift af hafraklöttum svipuðum þeim sem Matarkistan er að selja. Hér á eftir kemur uppskrift af hafraklöttum sem ég geri stundum. Hráefnin eru ekki alltaf þau sömu en útkoman er ávallt að mínu skapi. Hafraklattarnir sem Matarkistan framleiðir eru æðislegir enda smjör og hrásykur í þeim. Maður finnur það meira að segja á lyktinni. Mmmm... Ég nota helst hunang í staðinn fyrir sykur, og smjör, jah... maður deyr svo sannarlega ekki af smá smjörklípu. En það er án efa hægt að nota eplamauk eða kókosolíu í staðinn. Ég ætla svo að setja inn hinar tvær uppáhalds hafraklatta/viðbits-stanga uppskriftirnar mínar við tækifæri!

Hafraklattar

Hafraklattar sem ekki þarf að baka - taka 11 bolli hafrar

1/2 bolli kókosmjöl

1/2 bolli sólblómafræ

1/4 bolli hveitikím

1/4 bolli uppáhalds múslí eða t.d. sesamfræ.

1/4 bolli niðurskornar aprikósur

1/4 bolli niðurskornar döðlur

1/3 bolli hunang

1,5 msk smjör

1/2 tsk vanilludropar

Hræra saman höfrum, kókosmjöli, sólblómafræjum og hveitikími í stórri skál. Setja döðlur, aprikósur, hunang, smjör og vanilludropa saman í pott og hræra saman þangað til döðlur og apríkósur eru farnar að bráðna saman við hunangsblönduna og hunangið rétt farið að bubbla. Færa þá pott af hita og byrja á því að skófla þurrefnum ofan í hunangspottinn þangað til áferðin er orðin að þínu skapi. Það var smá eftir af þurrefnum í mínum skammti. Rúmlega 1/2 bolli kannski?

Hafraklattar sem ekki þarf að baka - taka 1

Hella blöndunni á smjörpappír, móta í ferhyrning, og þrýsta á með t.d. skurðabretti! Móta aftur, þrýsta hliðum saman og aftur þrýsta á með skurðabrettinu, eða þangað til blandan er orðin þétt og helst vel saman. Setja þá inn í ísskáp og bíða eftir að hún kólni vel - taka þá út úr ísskápnum og skera í minni bita. Ég skar mitt niður í 8 bita. Hægt að hafa færri/fleiri ef vill.

Hafraklattar sem ekki þarf að baka - taka 1

Virkilega þéttir og góðir bitar. Haldast vel saman við stofuhita og bragðið og áferðin meiriháttar flott. Munið bara að hunangið sem þið notið kemur vel fram. Svo veljið hunangið ykkar vel! Pallinn fílar þessa í botn og vinnufólkið mitt líka. Gott að hafa svona tilraunadýr í vinnunni... ekkert nema jákvætt! Wink


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband