Færsluflokkur: Kjöt

FULLT TUNGL - VARÚÐ - RAUTT

Satt eða logið... hef ekki hugmynd um það!

En ég er að borða þetta núna!

roastbeef!!

Allt... sem er rautt rautt

Fallega upp raðað, balsamicað og sinnepað!

Þessi myndataka tók á. Þær hafa margar hverjar verið kerfjandi gott fólk... en þessi... tók á!

ómægod!

Djon, grófkorna og hunangs-balsamic!

Skytturnar þrjár

ompfh gompfh

Guðminnalmáttugurogallirenglarnir!

Ekkert brauð, ekkert steikt.

Ferskt grænmeti.

Sinnep.

Njóta kjötsins!

mmmmmmmm

Og já, ég er að njóta... roast beef njóta! Á morgun mun ég njóta og á mánudaginn... gott fólk, mun ég njóta!

Ég er ekki frá því að ég hafi fellt eitt eða tvö tár við þennan gjörning!

Ég er í himnaríki þessa stundina!

Takk fyrir og bless!


Át um át á-fram

Má ég kynna

Hádegis Hrefnu...

Hrefna síðan í gær

...Ólíver og kotasælu...

meðlæti

...tómata...

tómatas

...og graskersfræ!

Góð eru graskersfræ

Ekki gleyma forðunni!

Froðupartý

Foamy goodness!

Mmm

Fyrir æfingu kjúllasamlokuofureðalfínt!

kjúllasamloka

Maður sveltur ekki. Svo mikið er víst.


Páskalamb

Amman og afinn og lærið!

Ef það er matur á annað borð, á afa og ömmuborð, þá er það annaðhvort lambalæri eða Móaflatarkjúlli! Lambið var matreitt eins og alheilögum páskamat sæmir og gott var það!

Lamb ó lamb

Kartöflur og sovs. Afasovs er ætíð, ætíð best. Sjáið líka hvað kartöflurnar eru fínar - fljótandi um eins og litlar plánetur...

...og já. Þetta eru fyrsta flokks ofursykurkartöflur! Mmmm!

Kartöflur og afasósa

Ég var svo áfjáð í að komast í matinn að ég gleymdi að taka mynd af disk fyrir át! Tók þó eina eftir átið og var ekki svo stressuð því ég átti eftir að fá mér aftur!

rétt missti af matnum upp í mig

Einmitt!

Önnur tilraun til myndatöku - heppnaðist ekki vel

Gullið silfrið hennar ömmu! Mikið silfursmíðakvendi!

silfur

Jæja. Farin að sofa. Brennsla á morgun klukkan 06:00!


Æfing eftir einn og hálfan

Skoh! Ég sagði það! Roastbeef og appelsínugul krúttusprengja! Heimalagað ofurRoastbeef í þokkabót - við skulum ekkert ræða þetta neitt frekar og njóta átsins!

Roastbeef 

Ein svaðalegasta örbylgjaða sæta kartafla fyrr og síðar. Hver einasti biti eins og snakk - karamellukennt, crunchy snakk! Guðminngóður!

Ofurþurrkur

  1. Eftir 80 mínútur munu fætur gráta og rasskinnar brenna.
  2. Eftir 95 mínútur verð ég að borða súkk og kók... eða súkk og beyglu. Ekki búin að ákveða.
  3. Eftir 120 mínútur verð ég nýbúin að sturta mig.
  4. Eftir 160 mínútur verð ég flöt eins og pönnukaka í sófanum fyrir framan tímaþjófinn og ætla að nýta kvöldið í nákvæmlega ekki neitt!

Ég get ekki beðið!


Muuu

Vinnan stendur fyrir sínu.

Roastbeef og grænmeti

Roastbeef og grænmeti

Roastbeef og grænmeti 

 

 

 

 

 

 

Annasamir dagar að baki í bili. Ætla að smella í bakaðar Hafra- og bláberjastangir um helgina. Jebb jebb. Eitthvað sem hægt væri að borða í staðinn fyrir t.d. graut á morgnana. Sé alveg fyrir mér hvað ég ætla að gera - vona bara að það komi til með að smakkast vel. 

Fyrsta uppskrift á nýju ári. Nú fara hjólin vonandi að snúast að nýju. Wink


Kálfar eru ekki sem verstir

Kálfakjöt í hádeginu! Ég fékk mér smakk - það var æði! Með þessu dýrindis fóðri borðaði ég að sjálfsögðu grænmeti.. ferskt spínat. Ohhh.. mikið er ferskt spínat gleðilegt að bíta í og borða.

Kálfur í hádeginu

Glæsilega fínir litir!

Kálfur

Gleðilegt grænmeti 

 

 

 

 

 

 

Í spínatinu földu sig líka nokkur jarðaber! Grænn og rauður gerir góða hluti í myndatökum. Það verður bara að segjast.

Glæzt jarðaber

Nohm 

 

 

 

 

 

 

Hamagangurinn var annars svo mikill í átinu að einn kálfurinn tók á rás og halelúja hoppaði með stæl út af disknum. Paprikan fylgdi í humátt á eftir. Ég reddaði ástandinu þó án þess að margir tækju eftir - meira að segja með myndatöku innifalinni.

Subb

Stuttu seinna, um það bil einum munnbita seinna, tók ég svo assgoti vel á öðrum bita á disknum mínum að hann spratt upp með tilhlaupi og subbaðist á borðið með hljóðum og óhljóðum "slubbbfff". Tók að sjálfsögðu með sér í stungunni nokkrar paprikur! Veit nú ekki hvaða dularfulla vinasamband er á milli paprikunnar og kálfsins!

Meira subb

Mikil hádegisátstilþrif í dag! 

Jæja.. æfing á eftir. Ég get ekki beðið! Hihhh...


Ég sé rautt

Ykkur hlýtur bara að langa í kjöt þegar þið sjáið þetta! Það kemur einfaldlega ekkert annað til greina...

Eðal... roastbeef

Ohmygod!

'Oguð

Come to mama!

Einum of gott kjet

...nema þið séuð grænmetisætur! Þá skil ég kjötleysið mætavel!

Cool


Einfalt, já takk

Ég held ég ætli bara ekki að jafna mig á þessari jóla-hát-tíð. Einfalt er best þessa dagana og þannig verður það líklegast eitthvað áfram.

Steikt hakk, salt, pipar og sæt kartafla. Ekkert meira, ekkert spennandi - og ákkúrat það sem ég vildi.

Hakk og sæt kartafla

Það er ekki einusinni hægt að taka girnó mynd af þessu! Herre gud!


Kjúlla og roastbeef í bílinn takk

Var að koma heim! Svo gott að koma heim eftir heilsdags ark! Morgunbrennsla á sínum stað og bæjarráp í kjölfarið. Ég og Svabban sveimuðum um Smáralind og Kringluna í jólamóki inn á milli þess sem við toguðum í föt og horfðum út í loftið. Ég var að sjálfsögðu undir útiveruna búin og hafði til "nesti" svo átvaglið yrði ekki stjórnlaust.

Ég og Palli byrjuðum þó í Hagkaup í morgun, áður en Svövudýrið vaknaði. Finna allra síðustu gjafirnar - eða, jah.. fylgigjafir. Maður getur ekki hætt! Stelpan á kassanum horfði mjög svo dularfullum augum á kaupin. Getið þið ímyndað ykkur hvaða hlutur í þessair hrúgu voru tækifæriskaup?

Jóla- og tækifæriskaup

Svabban sótt, Pallanum skutlað í vinnuna og átvaglið þaggað niður. Gleðibox... gleðibox með meiru!

Matarbox með meiru

Kjúllinn minn og möndlurnar. Þetta gæti ég snakkað endalaust - ekki spennó í margra augum svona beint af kúnni - en aaalltaf svo gott. Mmm..

OHhh... búið!

Kjúlli og möndlurbúúiið

 

 

 

 

 

 

 

Til að gera langa sögu stutta hoppaði Svabban á Serrano og greip sér quesadilla í eftirmiðdaginn.

Serrano Svava

Undirrituð, eins fasísk og hún er, stoppaði við í Kjöthöllinni og keypti sér hakk og roastbeef áður er jólalokanir taka gildi.

Kjetið og mest notaða eldhúsáhaldið

Það held ég nú! Elínator með vigtina á bakinu - kjötætunni sleppt lausri og roastbeefið graðgað vilimannslega í bílnum með tilheyrandi smjatti og óhljóðum! Svöbbunni til allskostar ógleði og augngota!

WRAAAGRWER

En mikið svakalega var þetta gott!! Subbulegt? Ekkert frekar en að gúlla hreint og beint af matardisk innan veggja Gúmmulaðihellisins (nema þar myndi maður líklegast nota hífapör... eða hvað?). Lak í sundur eins og smjer - ég segi það satt. Ughhh... nom nom. Eftirrétturinn samanstóð svo af meiri möndlum. Ef ég gæti, þá myndi ég líklegast lifa á möndlum einvörðungu. Get ekki fengið nóg af þeim.

Möndlurnar mínar

Kvöldið tekið við. Kjúlli og lax í minni nánustu framtíð. Jólaspennan magnast og eftir 48 klst. verð ég smjattandi á eðal graflax, bíðandi eftir jólaönd og fyllingu og tilbúin að kynna ómissandi rísó fyrir Palla.

Þangað til - innpakkanir, klipping, lestur, Lilli Au, jólamyndir!


Allt sem er grænt, grænt

Svooo góður hádegismatur. Hakk og avocado er mikil snilldarinnar blanda í sínu einfalda sjálfi. Saltað og piprað hakk á móti rjómakenndu avocado. Úhúhúuú! Fyrir utan ofurbragð og ánægt átvagl þá gladdi þessi matardiskur augað óstjórnlega! Grænt virðist gera allt svo fínt og fallegt. Nema mygluost - hann er ekki guðdómlegur á að líta!

Hakk og avocado - guðdómleg blanda 

Síðasta vinnujóladagatalsgjöfin komin í hús.

Fishy fishHeilræði 16.12.2009 

 

 

 

 

 

 

Allt jólagóssið mitt! Mjög tilfallandi og skemmtilegt! Vantar reyndar inn á þessa mynd tvö súkkulaðiegg sökum Palla og eitt málband sem ég geymi vel og vandlega í töskunni minni!

Jólagóss 

Farin að búa til karamellur. Karamellur eru einn af mínum veikleikum, ég gæti borðað þær að eilífu. Karamellur eru góðar me... við skulum ekki klára þessa setningu! Shocking


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband