Áframhaldandi tiltekt og rósakál í millitíðinni

Jasoh! Það er svoleiðis uppi á manni trýnið að annað eins hefur ekki verið skráð í sögubækur. Búin að vera með rassinn upp í loft í allan dag, inn og út úr eldhússkápum. Eldhúsið er hér með fullkomlega endurskipulagt og æðislegt. Draslaraskúffan var upprætt með látum. Hún barðist hetjulega - hún má eiga það kvikindið á henni. Það er mjög góð tilfinning að vita að sú skúffa sé dáin og grafin í bili. Annars er afskaplega mikilvægt að vera með rassinn upp í loft í svona tiltektum. Af hverju veit ég ekki alveg, en það er lykilatriði í vel skipulagðri eldhúsrassíu.

Rósmarínkjúlli var púðraður á milli þess sem pottar og kryddbaukar voru færðir á milli skápa. Rósakál sem meðlæti var engin spurning. Ég er búin að hugsa um þessar krúttusprengjur síðan fyrir jól og í kvöld fékk kálið að njóta sín. Hreinsað örlítið, skorið í tvennt, olíað og kryddað ásamt smá rauðlauk. Inn í ofn síðustu 30 mín. af eldunartíma kjúllans. Kálið verður krispí og bjútifúl.

Ofnbakaður kjúklingur með ofnbökuðu rósakáli

Þetta var svo gott. Ég sneri kjúllanum bringur niður, í fatinu sem ég eldaði hann í. Fyllti hann líka af hvítlauk og sítrónusneiðum. Úhh hvað kjötið var mjúkt og djúsí. Æðislegt bragð. Mikið einfalt og gott ét, það verður bara að segjast.

Ofnbakaður kjúklingur með ofnbökuðu rósakáli

Áramótin eftir 2 daga. Humarsúpa, humar, hörpuskel, frómas, fyllt kalkúnabringa... ójá, þetta verður geggjað!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Nammi namm...their eru fáir réttirnir sem ég elda án hvítlauks.  "Brussel sprouts" er hatadasta graenmeti í Bretlandi.  Sennilega kunna their ekki ad matreida thad.

Gjagg (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 00:39

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hvítlaukur er æði. Margir sem ekki borða rósakál, ég er (var) ein af þeim - þoldi ekki þetta grænmeti. En þegar það er ofnbakað og krispí - mmmhmm!

Elín Helga Egilsdóttir, 29.12.2009 kl. 09:56

3 identicon

ánægð að "sjá" aftur i bloggheiminum..

Heba Maren (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband