Kjúlla og roastbeef í bílinn takk

Var að koma heim! Svo gott að koma heim eftir heilsdags ark! Morgunbrennsla á sínum stað og bæjarráp í kjölfarið. Ég og Svabban sveimuðum um Smáralind og Kringluna í jólamóki inn á milli þess sem við toguðum í föt og horfðum út í loftið. Ég var að sjálfsögðu undir útiveruna búin og hafði til "nesti" svo átvaglið yrði ekki stjórnlaust.

Ég og Palli byrjuðum þó í Hagkaup í morgun, áður en Svövudýrið vaknaði. Finna allra síðustu gjafirnar - eða, jah.. fylgigjafir. Maður getur ekki hætt! Stelpan á kassanum horfði mjög svo dularfullum augum á kaupin. Getið þið ímyndað ykkur hvaða hlutur í þessair hrúgu voru tækifæriskaup?

Jóla- og tækifæriskaup

Svabban sótt, Pallanum skutlað í vinnuna og átvaglið þaggað niður. Gleðibox... gleðibox með meiru!

Matarbox með meiru

Kjúllinn minn og möndlurnar. Þetta gæti ég snakkað endalaust - ekki spennó í margra augum svona beint af kúnni - en aaalltaf svo gott. Mmm..

OHhh... búið!

Kjúlli og möndlurbúúiið

 

 

 

 

 

 

 

Til að gera langa sögu stutta hoppaði Svabban á Serrano og greip sér quesadilla í eftirmiðdaginn.

Serrano Svava

Undirrituð, eins fasísk og hún er, stoppaði við í Kjöthöllinni og keypti sér hakk og roastbeef áður er jólalokanir taka gildi.

Kjetið og mest notaða eldhúsáhaldið

Það held ég nú! Elínator með vigtina á bakinu - kjötætunni sleppt lausri og roastbeefið graðgað vilimannslega í bílnum með tilheyrandi smjatti og óhljóðum! Svöbbunni til allskostar ógleði og augngota!

WRAAAGRWER

En mikið svakalega var þetta gott!! Subbulegt? Ekkert frekar en að gúlla hreint og beint af matardisk innan veggja Gúmmulaðihellisins (nema þar myndi maður líklegast nota hífapör... eða hvað?). Lak í sundur eins og smjer - ég segi það satt. Ughhh... nom nom. Eftirrétturinn samanstóð svo af meiri möndlum. Ef ég gæti, þá myndi ég líklegast lifa á möndlum einvörðungu. Get ekki fengið nóg af þeim.

Möndlurnar mínar

Kvöldið tekið við. Kjúlli og lax í minni nánustu framtíð. Jólaspennan magnast og eftir 48 klst. verð ég smjattandi á eðal graflax, bíðandi eftir jólaönd og fyllingu og tilbúin að kynna ómissandi rísó fyrir Palla.

Þangað til - innpakkanir, klipping, lestur, Lilli Au, jólamyndir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skvo, þar sem ég veit hluta af því sem að keypt var í Hagkaup þá fyllist ég samt skelfingu yfir hamrinum/sleggjunni? - á að slá niður litlu bleiku, glitrandi fiðrildafrænkuna eller va???

Seinni skelfing mín í þessum pósti var síðan Roastbeefkjammsarinn, hvað á þetta eiginlega að fyrirstilla??   Þú ert dásamlegur matargúffari - en alltaf þó með skynsemina sem aðalsmerki!

BtW, sumir gátu klárað að kaupa fyrir suma, sem að þurfti endilega að kaupa sér eins og sumir keyptu handa sumum í jólagjöf, eftir að sumir þurftu að fara margar, margar ferðir fyrir suma.  Furðulegt hvernig sumir láta

Dossa (IP-tala skráð) 22.12.2009 kl. 21:46

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hamarinn er algerlega Pallahugmynd... ég held samt að hann ætli að hlaupa um í tútúpilsinu með vængina og gefa fiðrildafrænkunni hamarinn!

Roastbeefkjammsarinn sleppur laus einusinni á þriggja tungla fresti. Ég ræð ekkert við þetta.

Hahahah sumum þykir afskaplega vænt um suma! Það verða sumir bara að segja sumum

Elín Helga Egilsdóttir, 23.12.2009 kl. 07:17

3 identicon

þetta roastbeef át þitt var án efa það villimannslegasta sem ég hef séð. Kveisadiddlan var samt góð.

svava (IP-tala skráð) 24.12.2009 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband