Sætu kartöflu kartöfluflögur

SKK! Þessi aðferð við át á sætunni kemur mér ætíð í gott skap. Skera dýrið í þunnar sneiðar, pama smá, inn í örbylju (eða ofn = meira crispy) þangað til stökkar og gleðilegar. Krydda eftir smekk. Paprika, chilli, salt, pipar er ekkert nema nammi! Ef þið viljið hollari, ódýrari og alveg jafn frábærlega fínar, ef ekki betri, snakkflögur en olíusullið sem þið kaupið út úr búð - þá búið þið þessar til! Ójá!

Sæt kartöfluflagaSæt kartöfluflaga, prófíll

 

 

 

 

 

 

 

Ég á það stundum til, í mínum hellisbúalega heimi, að nota flögurnar sem uppskúbbelsisáhald fyrir mat sem hefur enga sérstaka lögun - gacamole sem dæmi. Í dag var þetta hálf fátæklegt en gott engu að síður. Áferðaperrinn fór svoleiðis úr hamnum við átið. Sæt, ó svo sæt og stökk kartöfluflaga ásamt stöppuðum eggjahvítum með hot sauce og salsa.

Af hverju engin mynd? Jú... ungfrúin tók myndavélina með sér en skildi batteríið eftir heima. Fullhlaðið og tilbúð að takast á við allan mat heimsins.

Örvæntið þó eigi, ég uppskúbbaði í morgun... ég uppskúbbaði eggjahvítum eins og vindurinn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahahah þú ert komin með stolker.. múhahahha.. ég alltaf að kommenta...

mér fannst ég bara tilneidd að segja þér að ég gerði svipaðan hafragraut eins og þú ert með hér á síðunni, hafrar + 1 egg soðið saman setti svo berin útí (kriddað að vild).. og steikti svo hinar hviturnar einar og sér... grauturinn er geðveikur... núna er ég komin með nýtt æði... JEI.... tx fyrir að deila þessum uppskriftum með okkur

Heba Maren (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 09:26

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

I KNOW! Mikið er ég glöð að einhver annar fílar þennan graut. Ég ööölska hann - áferð und alles! Hann er kannski ekki allra, veit ekki, en hann er wünderbar.

Stalkaðu eins og þú getur!

Elín Helga Egilsdóttir, 25.11.2009 kl. 09:30

3 identicon

  LOL...ahhahahah muAHHAHAH. No no no Hebba Maren baby...I'm the main stalker. 

Thad er alltaf gaman ad líta inn hjá Ellu og lesa skemmtilegan texta, skoda gódar myndir af gódum og spennandi réttum og ad sjálfsögdu af yndislegri Ellu sjálfri.

Vil bara thakka fyrir allar myndir og gódan texta sídustu daga...been comin' thick and fast!

Hungradur (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 11:54

4 identicon

Sætar kartöflur eru bara eitt af yndislegri hlutum alheimsins! Þær eru svo réttar eitthvað. Borðaði einmitt sætukartöflu/bauna/grænmetisstöppu í hádeginu og er enn með sæluhroll. Guacamole er svo annað sem líka er gert af englum og hvolpum.

Svo bara big like á það hversu ofvirk þú ert á þessari síðu. Ég næ varla að fylgjast með lengur! :)

Erna (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 16:45

5 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Bloggandinn helltist yfir mig - best að nýta tímann á meðan hann er í systeminu. Hver veit nema ég leggist í svaðalegt letimók yfir jólatíðina

Elín Helga Egilsdóttir, 25.11.2009 kl. 16:50

6 identicon

pama smá???

Helga Björg (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 18:09

7 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Æji fyrirgefðu. Pam er olía í spreyformi. Fæst í Hagkaup. Ef ekki til pam þá bara skvetta yfir smá olíu Eða jafnvel sleppa því...

Elín Helga Egilsdóttir, 25.11.2009 kl. 18:16

8 identicon

hæhæ, fór inná síðuna þína út frá síðunni hennar Röggu og mér finnst þú algjör snillingur :) bara ein spurngin, hvaða haframjöl notaru? :p

Sylvía (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 18:37

9 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Jömundur, takk fyrir það Sylvía.

Ég nota gömlu góðu Solgryn í grænu pökkunum. Það er grófari gerðin. Keypti reyndar Great Value í Kost um daginn (rolled oats) - alveg það sama

Elín Helga Egilsdóttir, 25.11.2009 kl. 20:15

10 identicon

það er líka til pam sprey í nettó og í bónus.. bara svona að láta vita ef e-h er ekki á leið í hagkaupið..

Heba Maren (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 22:22

11 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ahh .. gott að vita það. Án efa ódýrara þar!

Elín Helga Egilsdóttir, 26.11.2009 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband