Gómsætar hrísgrjóna kjötbollur

Svona líka svaðalega góðar og gleðilegar að borða! Annað upp á teninginn með aumingjans myndavélina sem er bensínlaus. Ég reyndi... reyndi að taka myndir á símann minn. Þær eru óskýrar, ponsulitlar og á engan hátt bjóðandi sem sýnishorn af þessum ofurbollum. En ég læt þær samt fylgja með til vitnis um hræðilegheit myndasímans míns. Ég þarf greinilega að redda mér betri myndavélasíma til reddinga eins og í dag.

Hrísgrjóna kjötbolluhrúga

Sauð mér hýðisgrjón um daginn, í mikinn graut, til að geyma inn í ísskáp og grípa í, í hádegismat/kvöldmat út vikuna. Átti afgangs hakk í frysti og ákvað að sameina þetta tvennt í kúluformi. Grjónin eru nefnilega svo klístruð, ef svo má að orði komast, og halda gumsinu vel saman. Hrærði rúmlega bolla af grjónum saman við, jah.. svipað magni af hakki? Skar út í herlegheitin smá lauk og kryddaði með oregano, basiliku, salti og pipar. Steikti svo á olíulausri tefflon pönnu þangað til eldað í gegn! Kemur stökk skorna utan á bollurnar. Bara flott! Þessi mynd gæti þó allt eins verið af hrúga af hakki - en bollur eru það!

Þar sem ég bjó þetta gums til í gærkveldi, fyrir hádegið í dag, nennti ég ekki að standa í stórræðum. Skar niður lauk, gulrætur, tómata, papriku og hvítlauk. Kryddaði með salti, pipar, basiliku, oregano og smá tómatkrafti og inn í örbylgju til að búa til hálfgerða sósu. Hellti henni svo yfir.

Eitt orð. Rosalegabragðgóðarogskemmtilegarbollurmeðstökkriskorpu!

Óskýr hrísgrjóna kjötbollaNahaamm! Ég ætla pottþétt að gera þessar aftur bráðlega! Þvílík snilld - og tekur svo stuttan tíma að útbúa! Næst ætla ég einnig að gera tómatsósuna skemmtilegri, jafnvel rétt brúna bollurnar á pönnu, svo skorpan láti sjá sig, af pönnunni og inn í ofn til að malla í sósu og eldast í gegn! Ekkert egg, brauð eða ostur til að halda þessum elskum saman.

Frábærar, fínar, flottar! Ekki steiktar upp úr olíu, en það má... ohh hvað það var gaman að vera ég í hádeginu í dag!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá þvílikar snildar hugmyndir sem þú kemur með, ég rakkst á síðuna þina fyrr í vikunni alveg óvart og eg setti hana sko í Favortis haha og ég sé ekki eftir því :) Ertu í fjarþjálfun hjá Röggu Nagla ? Sá að þú nefndir hana hér um daginn hihi þetta eru svona akkúrat hugmyndir sem mig vantar fyrir hádegismat og þess háttar :D

Karen (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 14:46

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hittir Naglann á höfuðið.. hohoh. Jú, er einmitt hjá henni í þjálfun, alger snillingur

Um að gera að nýta sér þetta ef þú getur!! Það er snilldin einar!

Elín Helga Egilsdóttir, 8.10.2009 kl. 15:12

3 identicon

Ohh ég er á biðlista hjá Röggu, get ekki beðið!

En Elín, þvílíkur snillingur sem þú ert að halda uppi þesari síðu, löngu komin í favorits hjá mér og öllum vinkvennaskaranum. Veitir manni innblástur og hvatningu í að halda áfram í hollustunni á hverjum degi, uppskriftirnar þínar eru bara miklu girnilegri en þessar óhollu!

Klara (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 15:26

4 identicon

Geggjó! Eg er komin í smá pásu frá fjarþjálfunni hjá Röggu er að fara í aðgerð nefnilega enn fer aftur þegar eg má fara að hreya mig!! Konan er snillingur

Karen (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 15:54

5 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Mikið er gaman að fá svona komment. Hvetur mann ennú meira til að halda þessu við - sérstaklega ef eitthvað af því sem ég hendi hér inn gefur öðrum hugmyndir! Hvort sem um "heilsusamlegri" lífstílsbreytingu er að ræða nú eða breytt matarræði.

Takk kærlega fyrir mig mínar kæru! You tobotally made my day!

Elín Helga Egilsdóttir, 8.10.2009 kl. 18:49

6 identicon

Yo babe og allir adrir!

Thú skrifar:

"Sauð mér hýðisgrjón um daginn, í mikinn graut, til að geyma inn í ísskáp og grípa í, í hádegismat/kvöldmat út vikuna."

Hafa ber thetta í huga:

Uncooked rice can contain spores of Bacillus cereus, bacteria that can cause food poisoning. When the rice is cooked, the spores can survive. Then, if the rice is left standing at room temperature, the spores will germinate into bacteria. These bacteria will multiply and may produce toxins (poisons) that cause vomiting or diarrhoea. Reheating the rice won't get rid of these toxins.

So, the longer cooked rice is left at room temperature, the more likely it is that bacteria, or the toxins they produce, could stop the rice being safe to eat.

It's best to serve rice when it has just been cooked. If that isn't possible, cool the rice as quickly as possible (ideally within one hour) and keep it in the fridge for no more than one day until reheating.

Remember that when you reheat any food, you should always check that it's steaming hot all the way through, and avoid reheating more than once.

Sem sagt...ekki er maelt med ad geyma sodin hrísgrjón lengur en einn sólar...reyndar jardarhring í kaeliskáp.  Hef ég brotid thessa reglu án thess ad fá matareitrun?  Sekur...en allir aettu ad hafa thetta í huga.  Thad ad geyma sodin hrísgrjón í marga daga í kaeliskáp ádur en thau eru bordud er ekki aeskilegt.

Hungradur (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 14:36

7 identicon

Hungradur (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 14:59

8 identicon

Ofannefndar

Hungradur (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 15:00

9 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Flottar upplýsingar! Allskonar svona sem maður veit ekki! En þó svo ég hafi sagt "út vikuna" verð ég að viðurkenna að þau klárast yfirleitt alltaf strax

Ég og mister Paulsen erum mikið grjónafólk!

En þá vitum við það -> sjóða -> borða -> brosa

Elín Helga Egilsdóttir, 9.10.2009 kl. 15:05

10 identicon

Ég er reyndar líka grjónagaur.  Hef verid ad borda hollu hrísgrjónin med hýdinu.  Annars er thad oft Jasmin...en núna er thad Basmati hjá mér...nammi namm.  Kaupi thetta í 5 kg. pokum.

Ég hef margbrotid thessa reglu med geymslu á sodnum hrísgrjónum án thess ad verda meint af.  En thad er ekki thar med sagt ad allir hafi eins gódan maga og ég.

Hungradur (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband