Aftur á sporið

Góður sunnudagsmorgunn! Gærdagurinn var alls ekki slæmur heldur. Tiltekt, húsgagnatilfærslur, kökudeigsís og almennt sykurát. Það sem mér þykir best, eftir sykurveislur, er að koma sjálfri mér strax aftur í gírinn daginn eftir og hugsa til sykurvímunnar með bros á vör. Þó svo "óhollustuát" sé.. jah... afskaplega óhollt, þá er það bara stundum svo svaðalega hressandi fyrir sálartetrið. Sérstaklega ef maður heldur sig á mottunni alla hina daga vikunnar. Átfiestur gera mig amk staðfastari í að betrumbæta sjálfa mig, í æfingum og 'hollustu' áti, í vikunni á eftir. Wink Jebb, afréttari morgunsins var því weetabix blandað saman við prótein, (GRS5) blá- og jarðaber. Weetabixið verður voðalega svipað og grautur þegar það kemst í tæri við vökva og ef nógu lítið er af vökva þá helst það aðeins stökkt. Svolítið gaman að borða það.

Weetabix blandað í prótein og ber með vanillu og kanil

Til gamans má geta að weetabix og cheerios innihalda lægst hlutfall sykurs, m.v. 100 gr., samanborið við aðrar morgunkornstegundir sem við þekkjum hér á Íslandinu. Meira að segja tegundirnar sem maður hefði haldið að væru "í lagi" eru stútfullar af sykri. Vænlegast til vinnings er því að halda sig við hafrana mín kæru, þeir eru flottastir!

Best að fara á stúfana og finna húsgögn á kreppuverði! Eftir tilfærslur gærdagsins tel ég nauðsynlegt að fylla upp í nokkrar holur - rétt aðeins til að minnka bergmálið í Gúmmulaðihellinum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins og sagt er í USA:  You go girl!!

Hungradur (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband