Kósý inniveður

Þetta veður býður ekki upp á neitt annað en inniveru, kúr og bíómyndir! Vafin inn í teppi, útötuð í köttum og fletið fyrir framan sjónvarpið reddí! Eina sem vantar, til að gera inniveruna fullkomna...

Risarækjuréttur með grænmeti og hýðisgrjónum

...matur!

Ástæðan fyrir því að þið sjáið ekki pizzu, sveittan burger eða ís á þessari mynd (sem væri hið fullkomna vondaveðurs snakk) er einföld. Inniveður = að vera inni og það að panta mat kostar svo gott sem handlegg. Ég hljóp því inn í eldhús, þegar hungrið fór að segja til sín, steikti risarækjur, þurrristaði grjón og blandaði öllu saman í skál með grænmeti! Endaði nú reyndar á því að skera risarækjurnar niður í smærri bita til að létta átvaglinu lífið.

Risarækjuréttur með grænmeti og hýðisgrjónum

Rækjunum leyfði ég að liggja í sítrónusafa, smá sítrónuberki, engifer, hvítlauk og cumin fræjum. Saltaði loks gumsið og pipraði, eftir að rækjurnar voru tilbúnar. Bragðið var flott, skemmtileg blanda með grjónunum og virkilega fínn innipúkamatur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

umm þetta hljómar vel sem innipúkamtur, líka lettur og hollur.

Gurra (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband