Villibráðahlaðborð í hádeginu

Ekki amalegt það! 

Enn og aftur heldur dekrið áfram. Inger tók við í dag sem gestakokkur mánaðarins og bauð okkur upp á hreindýrapaté, hreindýrabollur, anda- og gæsabringu carpaccio og risarækjur. Hreindýrið skaut hún sjálf, hvorki meira né minna!

Fiðurféð - það sem eftir er af því!

Anda- og gæsabringu carpaccio

Hreindýrapaté og RISARÆKJUR! JÍÍÍHAAA! Rækjuævintýrið heldur áfram.

Hreindýrapaté og risarækjur

Hreindýrabollur! Leeengst uppi í horninu vinstramegin.

Hreindýrabollur, kartöflur, sósa

Diskurinn minn! Eintóm hamingja og gleði!

Fullkominn hádegimatardiskur

Mikið er nú gleðilegt að vera ég stundum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

....slef!!!.....NATURLICH!!!

Hungradur (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 17:59

2 Smámynd: Húsmóðir

væri til í að vinna á þínum vinnustað, alltaf eitthvað gott í matinn   Hreindýr er eitt það besta sem ég fæ.

Húsmóðir, 3.9.2009 kl. 19:46

3 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Alls ekki slæmt get ég ykkur sagt. Mjög vel um okkur hugsað

Elín Helga Egilsdóttir, 3.9.2009 kl. 21:00

4 identicon

Tek undir með öðrum kommentum - það væri sko meira en vel þolanlegt að vinna á þínum vinnustað ... a.m.k. miðað við það sem þú ert að sýna okkur

Ásta (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 09:01

5 identicon

Ég er farin að hallast að því að þessi vinnustaður sé bara ekki raunverulegur!

Sammála annars athugasemd að ofan með það að hreindýr sé einn besti maturinn. Ohh. Æðislega ertu heppin! :)

Erna (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 13:49

6 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hahahaha... þetta er vinnustaður sem birtist bara í mikilli þoku þegar hitastigið er nákvæmlega 12,5°C og klukkan er 15:03!

Elín Helga Egilsdóttir, 8.9.2009 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband