Veturinn er hinumegin við hæðina...

...og mér líkar það vel!

Núna, þegar ég fer út á morgnana, þá er svalt úti, loftið ferskt og ég finn vel fyrir því að veturinn sé að ganga í garð... OG JÓLIN... meira um það seinna! Tímabil hafragrautsins fer því að hefjast á ný, mér til mikillar hamingju! Eftir gott ræktarsprikl og nokkuð massívar kviðæfingar bjó ég mér til þessa einföldu, en allaf æðislegu, hafragrautsdýrð í vinnunni í morgun!

Bananagrautur og múslí, epli og C-vítamín vatn

Tilbúinn vinnugrautur, ein skúbba GRS-5, 1/2 stappaður banani og kanill. Múslí til gamans og gleði, ískalt, stökkt, brakandi, ekki gleyma djúsí, epli og C-vítamínbætt vatn! Það er bara svo ferskt og fínt! Sjáið svo hvað beið mín í botninum á skálinni!

Hafragrauts hreindýr

Og já, viðurkenni það fúslega að ég myndi sleikja skálina ef andlitið yrði ekki útatað í graut!

Gott start á deginum - það verður bara að segjast!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var einmitt að kaupa mér nýtt hafragrautsbox og ætla að fara að borða graut á hverjum morgni. Hef undanfarið verið bara í brauði og seríósi og það dugar mér ekki neitt lengur. Er orðin gaulandi svöng um 10 leytið og verð bara að skipta yfir í the big guns.

 Annars er ég búin að vera með jólalög á heilanum í dag eftir að ég var að skipta um geisladiska í bílnum og setti óvart jólalagasafn Nat King Cole á.. Viðurkenni fúslega að ég tók diskinn ekkert út strax.  ;)

Erna (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 12:29

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Þetta hlýtur að vera að ganga... ég setti einmitt óvart.. alveg óvart jólalag í gang um daginn. Ég er iðulega "Elíín.. kommoooon"-uð í vinnunni sögum jólalagasöngls! Held þetta sé flensan!

Grauturinn, með samstöppuðum ávexti, próteini, múslí og/eða einhverju öðru gleðilegu, heldur mér góðri í 2 tíma. Klukkan 11:30 þá byrjar maginn að gráta!

Elín Helga Egilsdóttir, 1.9.2009 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband