Endurnýtanlegar umbúðir

Það held ég nú. Þótti ég afar sniðug í kvöld og klappaði sjálfri mér á bakið fyrir vikið. Ekkert sorglegt við það... ekkert uppvask heldur. Notaði boxið frá Siam í gær undir kvöldmatinn minn í dag. Geimvísindi í gangi hérna gott fólk! Geimvísindabox!

Kjúklingagums klikka aldrei

Kjúlli, sæt kartafla, GRÆNAR BAUNIR, niðurskorið grænmeti, smá brún hrísgrjón og krydd eftir smekk. Bjó mér til balsamic dressingu og hellti yfir.. hún var geeeðveikt góð!

Kjúklingagums í geimvísindaboxi

Fyrir ykkur sem ekki hafa tekið eftir því, þá er ég föst í matarfari! Er með grænar baunir og kjúkling á heilanum! Get svo svarið það. Ætli þetta sé ekk um það bil það eina sem ég er búin að borða í næstum 2 vikur! Það er bara svo auðvelt að fá sér það sem maður vill, sérstaklega þegar Wicked Paulsen er lasinn og lystarlítill. Ég lofa samt sem áður að fara að bæta úr þessu matarhallæri, keypti mér tígrisrækjur í dag.. ohh, get ekki beðið með að útbúa einhvern ofurrétt úr þeim! Er þó búin að bæta svolítið upp fyrir matarfarið (þó þetta tiltekna far sé gleðifar í minni bók) með bakstri og sætabrauðsgerð. Hvað haldið þið að ég hafi fengi mér í eftirrétt?

Kókoskúla

Ójes! Er að smjatta á einni núna - ómæholymoly! Þær eru lovelyness í kúluformi! MMMhhh....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekkert athugavert vid kjúlla og graenar....hollt og mjög gott.  Brún hrísgrjón hollustan ein.  Thad er hins vegar rauda kjötid sem ekki er gott ad borda mikid af.

Mér sýnist thú vera föst í hollu og gódu mataraedi....og thad er bara splendid!

Gódar myndir...thetta gaeti verid réttur frá fyrsta flokks kínakrá.

Hungradur (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 21:34

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Fyrsta flokks kínakrá  Það er rétt! Það eru grænu baunirnar sem gefa lookið - segi það satt!

Elín Helga Egilsdóttir, 13.8.2009 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband