Hvað er í kvöldmatinn?

Hinn helmingurinn tók við kvöldmatsbraski í dag. Við mættum heim úr vinnu, mér var hent út úr eldhúsinu og mátti ekki, undir neinum kringumstæðum, stíga fæti þar inn fyrr en ég heyrði gargað "VERSOGOOOO"! Ég held það sé kominn tími til að gefa aumingja manninum nafn. Hinn helmingurinn heitir sumsé Páll.. Palli. Mister Paulsen eða Wicked Paulsen, á Spaghettisen-ísku, af óútskýranlegum ástæðum!

Kanil kjúklingameistarinn!

Mjög stressandi að vita ekki hvað er í matinn. Sérstaklega fyrir forvitnisátvagl eins og mig. Voðalega fín frú... sat og góndi á Rachael Ray á meðan ég beið eftir matnum! Ég var samt mjög dugleg og gargaði bara einusinni "PALLI...."! Og viti menn, í matinn var hvorki meira né minna en...

 Kanil kjúklingur, húðaður með döðlum hráskinku og dukka kryddi ásamt tómötum, kúskús og vatnsmelónusalati.

...KANIL Kjúklingur! Woohooo... með döðlum, afgangs hráskinku og Dukka kryddi. Með þessu var vatsmelónu, appelsínu og möndlusalat ásamt tómötum.

Kanilkjúlli með döðlum, hráskinku og dukka kryddi

NAMMÓ!! Læt strákinn henda uppskriftinni hérna inn bráðum. Þennan fugl ætla ég að elda aftur! Salt á móti sætu, karamelliseraðar döðlur inn á milli þess sem maður bítur í sesamfræ. Dukka kryddið gefur skemmtilegt spark í hvern bita og kanilbragðið viðloðandi allan tímann. Bara gott!

Hip hip húrra fyrir Wicked Paulsen!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hurrayyyyyy :)  Paulsen iss ei greit kúkk!

Dossa (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 00:11

2 identicon

Hí is ðe greitest kokk inn ðe vörld!! ;)

 Voðalega er hann myndó strákurinn! :)

Erna (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 16:24

3 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Svona líka... ótrúlega góður þessi kjúlli! Sé hann fyrir mér í samlokur, pizzur og með sætum kartöflum... mmhh!

Elín Helga Egilsdóttir, 25.6.2009 kl. 19:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband