Þorskur í basil og hvítlaukslegi með ofnbökuðu grænmeti og banana

Fiskiprinsinn er frábær! Auðvitað kom ég við hjá þeim og greip mér þennan dýrindis þorsk! Þvílíkur snilldar lögur sem hann var í! Þeir eru nefnilega svo sniðugir að setja fiskinn í álbakka sem bókstaflega er hægt að fleygja inn í ofn á ferð og maturinn til eftir 20 mín!

Þorskur í basil og hvítlaukslegi með bökuðu grænmeti og banana

Basilika, tómatar og hvítlaukur. Þessi blanda.. ó guð! Þessi hráefni eiga svo vel við hvort annað og lyktin sem kemur þegar þessu er blandað saman! Mmhmm!

Jæja, jazzaði aðeins upp á réttinn. Skar að sjálfsögðu niður 1/2 sæta kartöflu, 1,5 gulrætur, smá brokkolí og blómkál og 2 hvítlauksgeira. Henti því í fat og inn í ofn í 20 mín, rétt til að mýkja grænmetið. Eftir dvöl grænmetisins í ofninum tók ég fatið út og lagði fiskinn yfir. Skar svo í tilraunaskyni niður banana og raðaði, ó svo pent, yfir fiskinn. Inn í ofn aftur í 20 mínútur, eða þangað til fiskurinn er eldaður.

Þorskur í basil og hvítlaukslegi með bökuðu grænmeti og banana

Ó gvöð hvað þetta kom vel út. Bananinn alveg að blessa fiskinn og hefði mátt vera meira af! Þvílíkt sælgæti. Þið sem lesið þetta hjá mér vitið svosum af framhjáhaldi mínu við ofnbakað rótargrænmeti og grænmeti yfir höfuð... mikið gúmmulaði í mínum huga.

Þorskur í basil og hvítlaukslegi með bökuðu grænmeti og banana

Vel heppnuð og skemmtileg máltið. Kostaði minna en ekki neitt, ég þurfti bara að skera grænmeti og að sjálfsögðu á góða listanum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband