Heitreyktur lax og mango - góð blanda

Keypti rosalega fínan heitreyktan lax í Hagkaup með provensal kryddblöndu. Hann er æði. Kemur í 120 * 4 gramma sneiðum. Tilbúin matvara, gott á bragðið bæði kalt og heitt. Hægt að spisa fiskinn beint úr pakkanum, hita, grilla eða baka. Mjög skemmtilegt. Fljótleg, einföld máltíð sem er alltaf kostur fyrir lummur eins og mig.

Heitreykti Hagkaupslaxinn - fljótleg, holl máltíð! 

Ég var hinsvegar svo svöng þegar ég kom heim í kvöld að ég reif pakkann opinn, greip mér sneið, skar niður smá mango og borðaði með bestu lyst. Ofboðslega gott og mikið ofboðslega er mango og lax góð blanda! Ætla að prófa mig áfram með það á grillinu í sumar! 

Heitreykur lax og niðurskorið ferskt mango 

Fór annars með Ernu á Kryddlegin hjörtu í hádeginu. Þetta er alveg að verða uppáhalds hádegisstaðurinn minn! Ég dýrka brauðið þeirra, salatbarinn er blanda af öllu - ferskur og fínn. Súpurnar... hnetu og kjúllasúpan, oh men! Tók nú reyndar enga myndavél með mér þangað, þið verðið bara að trúa mér :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband