Heimalagaður Ricotta ostur

Ricotta

Ég get búið til rocotta ost heima hjá mér! Mikið óstjórnlegt hamingjukast átti sér stað fyrir framan tölvuskjáinn þegar ég uppgötvaði þetta og að sjálfsögðu stökk ég upp og bjó til smá ost. Getið þið ímyndað ykkur allt góðgætið sem hægt er að útbúa með þessari snilld? Sætu kartöflu ricotta gnocchi, pasta, brauð, ídýfur, með heimalöguðu flatbrauði, á pizzur, sósur, brauðfyllingar, samlokur... oh djíses!!

Svo auðvelt að græðgispúkinn í hjartanu á mér fékk fjörfisk í lærið! 

Margar uppskriftir til - allt frá því að nota mjólk, sítrónusafa eða edik upp í mjólk/rjóma/súrmjólk/áfnir! Virðast vera nokkrar útfærslur til og treystið mér, ég mun án efa prófa þær allar á næstunni!

Í þetta skiptið notaði ég 1 líter af léttmjólk og 1 líter létt súrmjólk! Þetta er líklegast einfaldasta útfærslan af þessu lostæti, en kom svakalega vel út. Það átti í raun að nota nýmjólk og súrmjólk. Með því móti verður osturinn rjómakenndari, en svona er þetta þegar maður horfir á rassinn á páskunum renna úr hlaði og allan matinn sem var gleyptur í heilu! Sumar uppskriftir sem ég skoðaði innihéldu meira af mjólk, minna af súrmjólk, aðrar notuðu dash af rjóma... hlakka mikið til að prófa mig áfram!

Ricotta 

1. Hella saman mjólkinni og súrmjólkinni í stóran pott. Helst með þykkum botni og hita á meðal hita. Hræra í blöndunni af og til og skrapa upp af botninum svo það brenni ekki. Eftir því sem mjólkurblandan hitnar þá byrja hálfgerðir klumpar að myndast á yfirborði hennar. Þegar blandan er orðin rjúkandi heit, hætta að hræra.

Blandan byrjuð að skilja sig 

2. Þegar blandan verður um 80 gráðu heit hefur hún skilið sig að fullu, eftir situr hvítur þykkur massi og whey-ið, gráleitur vökvi. Slökkva strax á hitanum, taka af og leyfa að sitja á meðan sigti og co. er preppað.

Allt að gerast í pottinum - ostur in the making 

3. Yfir stórum potti, eða vask, stilla upp sigti og leggja yfir sigtið t.d. tusku eða bleyjuklúta. Varlega veiða hvíta massann upp úr pottinum og setja í klútinn. Þegar allur massinn er kominn yfir í klútinn og farið er að hægja á vökvanum sem lekur frá, binda enda tuskunnar/klútsins saman þannig úr verði vöndull, snúa upp á klútinn - binda fyrir og láta hanga í um 15 mínútur til að allur auka vökvi síjist frá. Ég lét mitt hanga á krananum yfir eldhúsvaskinum :)

Ricotta ala Ella! 

 4. RICOTTA. Tæplega 2 bollar. Annað hvort nota ostin strax í eitthvað sniðugt eða setja hann í lokað ílát og inn í ísskáp. Ætli þetta geymist ekki í tæpa viku.

Þetta tók innan við klukkutíma frá byrjun til enda. Ostinn er svo hægt að krydda t.d. með salti, setja inn í ísskap yfir nótt og daginn eftir - oh men. Taka smá bút af ostinum, krydda, sáldra með olíu, strá hnetum yfir og bera fram sem meðlæti á t.d. snittur eða sem forrétt!

Ástæðan fyrir því að súrmjólk, sítróna eða edik er notað er sú að sýran skilur mjólkina. Sumar uppskriftir sem ég fann byrjuðu á því að hita t.d. mjólk upp í 80 gráður og eftir það er sýrunni bætt við - blandan skilur sig strax. Mitt gums náði þó að skilja sig á ljóshraða, veit ekki hvort þetta hafi verið of heitt hjá mér og/eða hvort ég hafi verið með blönduna yfir hita of lengi... en það virtist ekki koma að sök. Mér fannst þetta geðveikt!

Það verður amk gaman að prófa sig áfram! Ég er forfallin ostaæta!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja Dögg Ívarsdóttir

Sæl, Elín.

Mig langar að þakka þér fyrir að setja þetta inn á boggið, vegna þess að þar sem ég bý get ég ekki af undarlegum ástæðum ekki fengið Ricottaost er búin að leita að honum.

Ég vil fá að þakka þér kærlega fyrir.

Með kveðju Brynja.

Brynja Dögg Ívarsdóttir, 16.4.2009 kl. 23:32

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Mín er svo sannarlega ánægjan Brynja!

Meiriháttar að þú getir nýtt þér þetta :)

Væri líka gaman að fá að vita hvort einhver hafi gert eitthvað svipað upp á ráðleggingar og/eða öðruvísi blöndur.

Elín Helga Egilsdóttir, 16.4.2009 kl. 23:37

3 identicon

totally brill ! verð að prófa þetta ...

Svava (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 08:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband