Heilhveiti English Muffins

Langaði að búa til heilhveiti "bollur" sem ég get gúffað í hádegismat eða notað í staðinn fyrir t.d. hamborgarabrauð! Fann engar almennilegar uppskriftir á netinu sem mér líkaði vel við svo ég bjó mér til eina. Ég man ekki nákvæmlega hvað ég notaði mikið af hverju, en þetta eru um það bil einingarnar sem fóru í deigið.

Heilhveiti English Muffins 

Heilhveiti brauð/bollur

2 1/4 tsk þurrger

1 1/4 bolli volgt vatn

1 tsk, rúmlega, hunang

3 - 4 bollar heilhveiti

1 dl ricotta ostur

Salt ef vill 

 

Stilla ofn á 175 gráður. 

1. Vekja ger í 1/4 vatni og hunangi og blanda vel.

2. Blanda afgangi saman við og hræra saman þangað til myndast mjúkt, teygjanlegt deig. Bæta við hveiti þangað til deigið hættir að festast við brúnar skálarinnar. Ég notaði sumsé hrærivél.

3. Færa deig á borðplötu og hnoða smá. Skipta niður í 12 jafnstórar kúlur. Raða á pam-aðan bökunarpappír eða hveitistráðan.

4. Breyta yfir bollurnar klút og leyfa að hefast í 1 - 1/2 klukkustund á gúmfey og heitum stað.

5. Pensla með blöndu af eggi og vatni + skreyta með því sem vill. Þarf ekki. 

6. Baka þangað til gullinbrúnar, 20 - 25 min.

 

Létt og fín - ensk muffins

Þær heppnuðust þvílíkt vel. Fluffy og skemmtilegar. Hægt að bragðbæta deigið að vild - rúsínur, kanill, oregano.... ég ætla að prófa að bæta við deigið, stappaðir sætri kartöflu og smá höfrum, næst þegar ég geri þetta og sleppa ricotta ostinum. Henti honum bara með því hann var til staðar. Hlakka mikið til að prófa mig áfram í samlokugerð, hnetusmjörsklíningi og áleggsvali!

Næringargildi per bollu - grunnuppskrift, enginn ricotta.

Hitaeiningar: 85, prótein: 3,6, kolvetni: 15, trefjar: 2,7


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru glæsilegar uppskriftir hjá þér :)

r (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 09:28

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Æhj, bestu þakkir fyrir það :)

Reyni að hafa þetta ekki of flókið, fljótlegt, skemmtilegt en í hollari kanntinum í leiðinni.

Elín Helga Egilsdóttir, 15.4.2009 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband