Hafra- og spelt brauðbollur með kókos og kornblandi

Hafra- og spelt brauðbollur

Þessar voru ææðislegar heitar og nýbakaðar! Stökkar og crunchy að utan, heyrðist skemmtilegt hljóð þegar maður beit í þær. Mjúkar og góðar að innan að auki við gleðina sem fylgdi því að bíta í öll þessi korn. Hæfilegt magn af korni líka. Smá sætur keimur af kókosmjölinu sem gaf skemmtilegt eftirbragð! Nokkuð þéttar í sér, svakalega saðsamar og alls ekki þurrar - algert nammi!

Þessar geri ég pottþétt aftur!

 

Hafra- og spelt brauðbollur með kókos og kornblandi 

1,5 dl eggjahvítur (1 dl uþb 3 - 4 eggjahvítur)

tæplega 1 msk agave sýróp

2 dl gróft spelt mjöl

2 dl grófir hafrar

1 dl, tæplega, sólblómafræ

1 dl kókosmjöl

1/2 dl hörfræ

1 tsk herbamare salt

1 dl létt-AB mjólk

 

1. Hita ofn í 180 gráður. 

2. Hræra eggjahvítur og agave þangað til létt og ljóst. Myndast toppar í eggjahvíturnar.

3. Bæta þurrefnunum saman við og hræra létt.

4. Bæta AB mjólkinni við, deigið ætti að vera nokkuð blautt.

5. Setja hæfilegt magn af deigi á bökunarpappír og móta t.d. með sleif. Setja korn yfir, sólblóma, hörfræ, hafra ef vill og inn í ofn í 10 - 20 mín. Fer eftir hvort ofninn sé kjarnorku eða ekki. Þær verða fallega gylltar í kantana þegar þær eru reddí.

 

Ég bjó til 5 stórar bollur úr þessu. Mér fannst það skemmtilegra, hægt að nota þær í t.d. brauð fyrir túnfisk hamborgara, með súpu, sem meðlæti eða jafnvel full blown hádegismat með osti, grænmti - öllum pakkanum, og svo margt annað. Djísús, þær voru mergjaðslega góðar. Enginn sykur mín kæru, ekkert ger, ekkert lyftiduft!

Alltaf gott að eiga svona snilld í frystinum!

 

Næringargildi per bollu, miðað við 5 og/eða 20 stk

Athugið að bara fræin og kókosinn gera 144/36 hitaeiningar.

Hitaeiningar: 295/73

Prótein: 14/3,4

Kolvetni: 25/6,8

Fita: 15,5/3,9

Trejfar: 7,6/1,9


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jummmíí virka svaka góðar!

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 22:12

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Þær eru æði, svaka gott bragðið af þeim og ótrúlega skemmtileg áferð :)

Elín Helga Egilsdóttir, 25.3.2009 kl. 09:32

3 identicon

Mmmm hljóma vel.. gæti alveg fengið mér nokkrar heitar svona núna.

Erna (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband