M&M prótein pönnsur

Pönnsa með grænmeti

Ójá elskurnar... ójá!

Pönnsurnar hafa glatt mig og mitt sykurhungraða hjarta óstjórnlega frá því ég uppgötvaði þær.  M&M er að sjálfsögðu ekki ofurnammið og fallegu litirnir heldur Muscle Milk prótein sem er í uppáhaldi hjá mér þessa dagana. En ég meina... Cookies‘n‘Cream bragðtegund - er ekki hægt að kalla það nammi í duftformi?

Anywho...

Ég er búin að leika mér mikið með þessa hugmynd og hún hefur eiginlega aldrei klikkað. Það er hægt að gera pönnsur, pizzabotn ef viljinn er fyrir hendi og jafnvel margar litlar skonsur og nota sem ofur snakk með einhverri sniðugri sósu. Guacamole eða hummus?

Þetta er í það minnsta sniðug leið til að hressa aðeins upp á eggjahvíturnar sem eru ekki alltaf mest fullnægjandi matur sem svangur magi getur hugsað sér.

Fyrir eitt vaxtaræktar kvekendi!

2 – 4 eggjahvítur (Ég nota 3 eggjahvítur eða 1 dl gerilsneiddar hjá Garra)

1 skeið Muscle Milk prótein, 15 grömm. (Meira eða minna eftir smag og behag)

Það má nota hvaða prótein sem er, ég nota Muscle Milk því það fluffast og púffast svo skemmtilega þegar það er hitað með eggjahvítunum. Gerir líka skemmtilega áferð og er bragðgott. Hef ekki prófað annað prótín ennþá.

Twist – Pönnsur/Skonsur

Hægt að bragðbæta deigið með t.d. kanil, vanilludropum o.fl. Bæta við banana, höfrum, bláberjum, hnetum og/eða hinum og þessum fræjum. Mikil snilld eru þessir dropar sem koma í öllum bragðtegundum heimsins virðist vera. Þarna getur þú svoleiðis sleppt þér og perrast eins og þig lystir - breytt pönnsunum þínum í hvað sem er, whatever floats your boat. Ef settir eru hafrar í pönnsuna þá þarf svolítið að passa að drekkja henni ekki í höfrum því þá verður hún svolítið þurr greyið!

Twist - Pizzabotn

Sama upp á teninginn hér. Hægt að bæta út í deigið Oregano eða pizzakryddi. Salt, pipar... chilli. Bara prófa sig áfram.

1. Setja eggjahvítur í skál og prótein út í og hrært þangað til myndast deig.

2. Bæta við þeim kryddum sem nota á. 

3. Hella á heita pönnu og látið bíða þangað til myndast loftbólur í pönnsu dýrið. Snúdda þá á hina hliðina, étanda til mikillar hamingju.

Pönnsan ætti að vera gullinbrún og bjútifúl! Lítur alveg eins út og eitthvað sem er stútfullt af sykri og veistu, smakkast líka þannig! Ef þú býrð til pizzabotn, þá steikir þú pönnsuna, raðar eftir það á hana öllum hráefnunum og grillar í ofni.

Rosalega gott að smyrja létt-AB sýrðum rjómaosti á pönnsuna og fylla hana af grænmeti. Líka æðislegt að jú, smyrja rjómaostinum yfir, skera epli í þunnar sneiðar og raða á. Strá svolítið af kanil yfir og voila!

Létt-AB sýrður rjómaostur

Raða saman nokkrum tissjú blöðum og breiða yfir sigti. Hella AB-mjólk ofan á blöðin og láta standa yfir fati í 6 – 8 klst. (yfir nótt t.d.) Þá hefur sýran síast frá og eftir situr rjómaosturinn. Minna af fitu en í venjulegum rjómaosti og svo gott sem sama áferð og bragð! Muna bara að 1 dl af AB rjómaostinum inniheldur jafn mikið af hitaeiningum eftir að sýran hefur síast frá og 1 dl af AB-mjólkinni. Rúmmálið minnkar og því þarf að passa, ef þú ert í þeim gírnum, að finna um það bil út hversu mikill 1 dl af rjómaostinum er mikið. Fyrir mig er það miklu meira en nóg – nota yfirleitt ¼ - ½ af 1dl af rjómaosti.

Ég er alveg hreint að fíla þessa pönnsu hugmynd – sá sem fann upp á þessu á svo sannarlega gott klapp á bakið skilið!

Góð tilbreyting - skemmtileg og bragðgóð leið til að bæta próteini í daginn hjá sér, finnast vera að svindla en vera hel hress með það!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elín! Borðaru bara eggjahvítur! Oj....hvað með súkkulaði og ís og sushi og indverskt og tælenskt og brauð með osti og sultu.....er það ekki til í þinni orðabók! Ó herre....á ég að byrja á þessu?

Inam (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 13:21

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ó elsku frænka... þetta er allt á góða listanum hjá mér! Trust me honey!

Elín Helga Egilsdóttir, 16.3.2009 kl. 13:35

3 identicon

Djöfuls snilld Elín!!!

Erna (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 16:32

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Þetta er ógeðslega gott... ég segi þér það. Virkar líka alveg eins og feitt, nammiskons en hey - milljón prótein og eintóm hamingja!!

Elín Helga Egilsdóttir, 16.3.2009 kl. 18:45

5 identicon

Hey, áttir þú ekki að vera hætt þessari blog vitleysu....

Doddi (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 10:37

6 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Blog vitleysan hætt - er bara að ... þú veist... tala um matinn minn ;)

Elín Helga Egilsdóttir, 17.3.2009 kl. 10:53

7 identicon

Jæja Elín... smá áskorun! Heldurðu að þú getið Elínizað .. Tiramisu!!!! Da Da DAAAAAMM! 

Erna (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 11:21

8 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Oh yes, you're on! Þetta er mjög verðugt verkefni Erna... mjög verðugt! :)

Elín Helga Egilsdóttir, 17.3.2009 kl. 12:30

9 identicon

Ég bíð enn og held að þetta símtal þitt hafi verið bölvuð lygi. Svo þarf maður alltaf að leysa gífurlegar stærðfræðiþrautir þegar maður hefur fyrir því að skrifa hér inn svo þú skilur ergelsi mitt. 

ps. aldrei að lofa neinum einhverju sem hangir heima að læra allan daginn. ALLAN daginn!! ALLTAAAAF ;)

Erna (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband