Salatfjall að kveldi

Ef ekkert liggur fyrir og undirrituð sér frammá heimalingshátt og sófasetu, þá er ekkert annað í stöðunni en að endurtaka hið sívinsæla salatfjall sem tilheyrir hádegisátinu.

Nema í skál...

...á stærð við Þingvelli!

Þingvelli útataða í salti/pipar, hvítvínsediki, basil og oregano.

Iceberg, hvítkál, tómatar, gúrka og paprika. Skítbrakandikald-ferskt, svo gott sem skorið smátt inn í íshellinum.

Því smærra... því betra. En ekki í þetta skiptið sökum græðgi.

kvöldsalatfjall

Hún er stór... ég lofa... skálin er stór, og ég lofa líka... það er fiskur í salatinu og möndlur og chia fræ og sólblómafræ!

Þó það sjáist illa eða ekki neitt.

ofursalat

Ferskara gerist það nú varla... jah... nema ég hefði rifið grænmetið upp sjálf, veitt fiskinn og helst þá borðað hann hráan.

Skulum ekki fara út í möndlurnar, chia- og sólblómafræin sökum vöntunar á Íslandi.

Frí á morgun, vinna og svo... frí. Hverjum hefði dottið það í hug?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband