Hádegisvinnuát og elítufólk

Hádegismaturinn er einn af mínum uppáhalds uppáhalds mötum. Virkilega.

Ég hlakka alltaf til þess að setjast niður með hádegiselítunni minni, stundvíslega kl 10:46, og gúffa í mig risaskammt af salati. Flundurfersku og risastóru... salati.

Stundum með ábót, búbót, sokkabót, þokkabót.

Sokkabót er afskaplega óæskilegt til átu hinsvegar.

Eldhúselítan samanstendur yfirleitt af eldhússkvísunum mínum, Ernu og Þórunni, hnébeygju á Einari H. og Elínu H. Sem ku vera undirrituð.

Ernan mín og Þórunn mín

gleðin einar

Já, við borðum hádegismatinn okkar um 11 leitið.

Við hópinn hafa bæst nokkrir valinkunnir einstaklingar yfir mánaðanna rás. Snemmvaknarar og ræktarfrömuðir. Hjólagúbbar og Crossfit brjálæðingar.

Það er gleði.

Mikið sem eldhúskvendin eru nú frábærlega æðislegar samt. Maturinn, í orði, á ekki að byrja fyrr en 11:30. Eins og ég hef áður sagt. Dekur og meira dekur.

Typical ofur hádegismatur a la vinnan!

vinnusalatfjall

Vér elsku tómata

Fjóólublátt kál.

Fjólkál

Núna er hinsvegar margt að gerjast í loftinu og eftir mánuð eða svo kem ég til með að þurfa að fara með mitt eigið ofursalat í vinnuna. Nýju vinnuna. Jebb.

Það verður öðruvísi.

Tilraunir á hádegismatartilraunir ofan í nánustu sumarframtíð... ef sumarið lætur þá sjá sig blessað.

Ég kem til með að sakna elítunnar minnar all svaðalega. Það verður bara að segjast.

Tímarnir framundan eru þó hryllilega spennó og tilhlökkunin allverulega yfirgripsmikil!

Í þessum töluðu...

Möndluskyr

...epli gúffað í morgunsárið og Hámark um 14:00 leitið í dag.

Saffran í kvöld? Já, það gæti bara vel mögulega verið!

Játningum hérmeð lokið.

Sjáið svo bara hvað amma mín elsku besta bjó til fallega fínt hálsmen handa mér!Öööölsk á það!

Ömmuhálsfesti

Esjan á morgun?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úffff hvað hádegismaturinn þinn er yummyyy !

Hvar ertu eiginlega að vinna ?!?!

p.s. - Gullfallegt hálsmen !

p.s.2 - Ég hat'essa "ruslpóstvörn", er ömurleg í stærðfræði -.-

Tanja (IP-tala skráð) 24.5.2011 kl. 18:57

2 Smámynd: Jón Jónsson

uppáhalds mötum?

Ég hélt að matur væri eintöluorð!

Jón Jónsson, 25.5.2011 kl. 06:48

3 identicon

Sorry, búin að fylgjast með í langan tíma en aldrei kommentað. Núna bara varð ég.

Jón, að sjálfsögðu er það eintöluorð, en ef þú hefur verið að lesa bloggpistlana hennar Ellu þá veistu að hún er að fíflast með þessum skrifum.

Yndislegur penni. Svoleiðis elska orðaforðann og furðulegaheitin sem þú finnur upp á að gera/segja/skrifa.

Takk og aftur takk fyrir að gleðja auma sál :)

Rósa (IP-tala skráð) 25.5.2011 kl. 08:04

4 Smámynd: Óttar Felix Hauksson

Samkvæmt vefsíðunni Beygingarlýsing íslensks nútímamáls sem Stofnun Árna Magnússonar heldur úti þá er karlkynsorðið matur gefið upp bæði í eintölu og fleirtölu. Í fleirtölu matar, mata, mötum, mata og með greini matarnir, matana, mötunum matanna. Drykkur í fleirtölu er algengara (drykkir). En samkvæmt skráningu nútímamáls í dag eru karlkynsorðin matur og drykkur jafnsett hvað þetta varðar þ.e. þau finnast bæði í eintölu og fleirtölu með og án greinis. 

Óttar Felix Hauksson, 25.5.2011 kl. 09:04

5 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Tanja: Ójá, þessi hádegissalöt eru ekkert nema hamingja.

Vinn á beeesta vinnustaðnum;)

Rósa: Ouw, takk fyrir þetta mín kæra.

Jón/Rósa/Óttar: Merkilegt nokk. Þetta vissi ég nú ekki. En eins og Rósa nefnir, þá var ég nú bara að reyna að vera "fyndin" :)

Elín Helga Egilsdóttir, 25.5.2011 kl. 09:26

6 identicon

hhhhmmm ný vinna??? Hverju missti ég af? Má maður vita hvar nýja vinna er og e.t.v líka sú "gamla"??  ..... hrikalega flott mötuneyti!!

Er búin að vera svo forvitin lengi  

Hulda (IP-tala skráð) 25.5.2011 kl. 15:41

7 identicon

Morgunkaffis og hádegis elíturnar munu sakna þín líka mín kæra, hér eftir mun lagið Söknuður eftir Villa Vill óma í hátölurum mötuneytis á slaginu 10:46 þér til heiðurs :)

PS: Reyndu nú að beygja orðin rétt alveg eins og hné'ið svo "Stofnun Árna Magnússonar" sofi rótt á góðri nótt ;)

Hnébeygjan (IP-tala skráð) 25.5.2011 kl. 17:29

8 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hulda: hehe

Núverandi: Teris

Komandi: Mentor

Mister Crane: hahhaa.. awwwww. Beygja bæði orð og fætur rétt - amk fætur á morgun. Við verðum með rasssperrur á laugardaginn. Svo mikið er víst!

Elín Helga Egilsdóttir, 26.5.2011 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband