Hamingjunnar Herkúles

Það sem titillinn segir!

Fyrstu alkóhóleindum þessa árs var sporðrennt í gærkveldi við mikinn fögnuð... alls... þess... sem...

...hmmm...

...ég hef ekkert!

En ég afrekaði það að borða ekkert sveittara en eggjaköku í dag. Ekki viljandi þó. Alls ekki viljandi.

Ég ætti í allri alvöru að vinna einhverskonar verðlaun. Get svo svarið það.

Alkóhól étið og nokkrar sykurhnetur japlaðar á meðan á því stóð. Tvö snökk. Hambó í bland við 100 tonn af piparosti. Því þannig rúllar undirrituð.

Svo leið og beið og það var tjúttað, dansað, tryllt og hlegið.

Taskan týndist.

Taskan fannst.

Góðu kveldi lauk svo 12 tímum síðar og undirrituð át sér skyr og kotasælu fyrir svefninn. Hreinlega af því að ekki voru neinir sveittir skyndibitastaðir opnir í nánd við Gúmmulaðihellinn.

Þegar múmían loks rankaði við sér í morgun var hungrið svo óyfirstíganlegt, eins og svo oft gerist þegar skrokkurinn er í alkóhólísku ástandi, að dauðinn var hinumegin við hæðina.

DAUÐINN!!

Það viljum við ekki.

Þannig að útbúin var eggjakaka á nóinu með öllu grænmeti undir sólinni. Grænmetið átti ekki nokkurn séns enda bitið í alla lausa enda á meðan eldamennsku stóð.

grænmeti í þynnkunni

Þetta er þó eina sönnun þess að ég hafi í raun borðað eggjaköku. Myndavélin er ekki efst á forgangslista þegar hungur fær einkunn 9.8. Ekki samt halda að ég hefði valið eggjakökuna framyfir sveittan burger eða ostapasta hefði það legið fyrir framan mig. Uss...

Rakst annars á mikinn "fund" áðan.

TADAAAA!!

Nóakropp

En því miður. Því verr og miður. Vonbrigði.

Venjulega ljósrjómasúkkulaðisykursæta kroppið er langtum ofurbetra að mínu dísæta mati. En ég er sykurgrís að guðs náð svo ekki taka of mikið mark á mér.

Dökkar súkkulaðirúsínur eru þó betri en ljósar. Ekki að það komi þessu máli eitthvað við!

Ljúft kvöld kæra fólk.

Knús og kram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú verð ég að gera mér ferð heim til að prófa dökkt Nóakropp. Hið venjulega er heilagur graleikur hér. Ef einhver á ferð um Wales frá Fróni er bónin alltaf upp á hið sama; harðfisk, lakkrís og Nóakropp. Verð samt að segja að ég er skeptísk.

Svava Rán (IP-tala skráð) 15.1.2011 kl. 23:23

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Ohhh sammála Svövunni, mig BLÓÐLANGAR að tékka á þessari nýjung. Dökkt súkkulaði er fæða GUÐANNA og hefur alltaf vinninginn yfir rjómaaumingjann í mínum munni.

Ragnhildur Þórðardóttir, 17.1.2011 kl. 11:01

3 identicon

borðaru grautinn kaldan eða hitaru hann upp þegar þú gerir hann svona kvöldinu áður ??

billa (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 14:36

4 identicon

Ég verð að benda þér á að Torani sykurlausu sírópin fást í Einarsbúð á Akranesi og þar kosta 750ml 1029 krónur. Veit um marga sem gera sér ferð úr bænum og birgja sig upp!

Lesandi (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 15:34

5 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Á meðan ég man ... Gerard Butler hringdi og baðst innilegrar afsökunar á 'atvikinu' um helgina, hann bað mig um að spyrja hvað nýtt teppi kostar og hvort þetta náist af í hreinsun eða hvort það þurfi prest til þess að særa þetta út ... og svo vantar hann upplýsingar um einhverja uppskrift sem hann var að bögga þig með, I don't know, þú kannast kannski við það? :p

Magnús V. Skúlason, 17.1.2011 kl. 16:40

6 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Svava Rán: Dökkt kropp er alls ekki vont... en rjómasúkkulaðikropp er bara svo ægilega mikið ofuruppáhalds.

Ragga: Þetta slekkur allar nóakroppískar áferðaþarfir - en sykursnúðurinn hið innra æpir á karamellukennt rjómasúkkulaðið í þessu dúói. Ég ræð ekkert viðe'etta.

Billa: Yfirleitt borða ég hann kaldan. Annars er ekkert mál að skella honum inn í öbba í nokkrar sek til upphitunar.

Lesandi: !!!! Ertu þá að tala um eitthvað annað en það sem Krónan býður uppá karamellu, vannilu og súkkulaði?

Magnús: Mér þykir dularfullt mjög að hann hafi ekki haft samband við mig beint. Eruð þið tveir á einhverju sér samning eða hvað... þetta var nú einusinni mitt teppi!

Elín Helga Egilsdóttir, 17.1.2011 kl. 20:26

7 identicon

Ójá! Í dag sá ég: banana, raspberry, pancake, creme de menthe, irish cream, hnetu, brown sugar cinnamon og pineapple. Fyrir utan þetta venjulega, karamellu,súkkulaði og vanillu.

Lesandi (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 21:00

8 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Hvað get ég sagt, gaurinn var alveg á bömmer yfir þessu og svo grunaði hann að Josh Hartnett væri í heimsókn hjá þér og þeir eru eiginlega ekki best buds eftir það sem kom upp á belgísku kvikmyndaverðlaununum núna í haust ... við getum orðað það þannig að Gerard Butler-strässe verður líklega breytt aftur í sitt upprunalega götuheiti, Göbbels-boulevard!

Magnús V. Skúlason, 18.1.2011 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband