Kreppumatseðill

Búin að vera að hugsa!

NEI?? Ég trúi þér ekki!!

Jú. Ótrúlegt en satt - þá á ég það til.

Meiningin með þessu bloggi, til að byrja með, var svolítið að skrá og skjalfesta það sem upp í svartholið fór... hvarf.

Og er enn að mörgu leiti.

Þróaðist svo í smá tilraunabakstur, eldamennsku og almennt allt sem er hollt hollt, bragðast vel á innan við 30 mínútum.

Og... er enn... að mörgu leiti.

Svo kom kreppa. Preiiiis ðe laaaawd allmighty.

Í dag -> Ella llama, reynsla, matur, eldamennska, lífið, tilveran, æfingatilraunir í bland við fettmúla og aðra múla.

Í stuttu gott fólk. Það að tilraunast, með mat og annað nátengt, er farið að kosta meira en bara frumburðinn og útlimina. Hef því reynt að halda mig við það klassísa, sem ég veit að virkar en getur orðið heldur þreytt til lengdar og í alvöru talað, hver nennir að góna á eggjahvítur, hnetur og salat alla daga?

Þó svo það gleðji átvaglið ætíð á meðan gúlli stendur, þá er það varla þess virði að festa á filmu. Er það? Hmmm... haa...

Var því að spá að taka smá törn í kreppufæði. Enginn sem segir að tilraunir og almennt eldhús-stúss þurfi að steypa hinum íslenska hambó í skuldir viljir viðkomandi halda sig á mottunni hvað "hollustu" varðar. Ódýrt þarf ekki að þýða "óhollt", pakkasúpur, pasta, grjón og þurrir hafrar.

Því við viljum ekki eyða of miklu... vatni!

Sjáum hvað setur. Ætla að reyna að særa fram nokkrar uppskriftir, nýta afganga og lifa á aðeins meiru en bara tómötum í einu horni og kjúllabita í hinu.

Kjúllabitatómatasúpa?

Taka svo nokkrar skemmtilegar myndir í kjölfarið.

Best að fara að sanka, skrifa niður og vesenast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er aldeilis ! Gangi þér sem allra best með þetta :D ! Hmmm...hlakka til að líta á þessa kjúklingabitatómatasúpu...sounds like something mexican :D

Tanja Mist (IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 13:00

2 identicon

Snilld fyrir allan peninginn .. maður er einmitt alltaf að brjóta heilan hvernig maður eigi að lifa sem hollast með tilbreytingum á þeim fáu aurum sem maður á í veskan sín eftir útborgun.

Ásta (IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 13:53

3 identicon

Snilld! var einmitt að bölva 7000 kallinum sem fór í grænmeti og eggjahvítur áðan!

SÓ (IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 16:22

4 identicon

Jess sörrí Bob!!! Lístveláðig .... Kreppan here we come

Hulda (IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 19:02

5 identicon

Rosalega líst mér vel á þetta. Ég fór í Bónus til að kaupa inn fyrir c.a. hálfan mánuð, hnetur, kjúklingabringur, fitulítið hakk, extra virgin ólífuolíu, grænmeti, egg og annað slíkt og það kostaði 13 þús kr. Svo fór ég í Hagkaup og keypti það sem upp á vantaði og það kostaðu um 7 þús kr. Þetta er algjör bilun.

Ég hlakka til að sjá það sem er framundan. Ég hef prófað margar uppskriftir frá þér og þær eru hver annarri betri! :)

Kristrún (IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 21:37

6 identicon

Þú ert frábær, hlakka til að fylgjast með kreppumatseðli og uppskriftum! Það þarf ekki að finna endalaust upp hjólið en fyrir okkur hugmyndasnauða ertu hrein og klár himnasending!!

Vilborg Valgarðsdóttir (IP-tala skráð) 11.1.2011 kl. 00:58

7 identicon

Preiiiis the looooooooord!!! Ójá plís! Keypti vikuskammt af hollustufæði fyrir alla á heimilinu í gær í krónunni - 15. þúsund krónur takk. Ég grét næstum því við búðakassann.

Erna (IP-tala skráð) 11.1.2011 kl. 10:37

8 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Heyrðu já! Ætla að reyna að kaupa inn fyrir eina - tvær vikur og búa til smá lista yfir það sem hægt er að útbúa í t.d. kvöldmat út öllu því sem keypt var.

Nýta afganga daginn eftir ofr. Hægt að nýta afganga í t.d. hádegismat eða hvað það nú er.

Leggja höfuðið í bleyti og í gvöööðanna bænum, ef þið eruð með sniðugar hugmyndir sjálf, deila. Deilið eins og vindurinn!!!

Það er ömmi hansen að geta ekki farið í búð án þess að eyða hið minnsta 5000 krónum.

Elín Helga Egilsdóttir, 11.1.2011 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband