Þetta er víst skemmtilegt!

Aðgerðinni "Bumbuna burt" hefur verið hleypt af stokkunum samhliða "Upp með þolið" og "Afturábak með smjörið".

Byrjaði daginn á SS (Slow-Steady) brennslu. Eitthvað sem ég hef látið ósnert í ansi langan tíma og Óóhh-heilagir og óheilagir leiðindapúkar hvað þetta getur verið skelfilega myglandi. Hélt ekki lengur út en tæpan hálftíma sökum fyrrnefndrar ástæðu.

Sem er synd. Svei... bannað að hugsa svona.

"Þetta er skemmtilegt", "Þetta eru forréttindi", "Þetta er víst skemmtilegt"... og svo framvegis í átt að jákvæða gaurnum á Akureyri.

Hann er víst svo jákvæður að hann prumpar regnbogum!

Pouty

ALLAVEGA

Ég játa þó að stundum er ekkert nema ljúft að þurfa ekki að huga um neitt annað en að hreyfa á sér bífurnar og láta hugann reika. Stundum er það bara notalegt, ekki satt? Óumflýjanleg staðreynd er þó sú að einhver hreyfing er jú mun betri en engin - og almáttugur, ekki það að ég sé að setja út á SS-krúttusprengjuna sem slíka.

Ákkúrat núna... fyrir mig... þá er bara muuuun skemmtilegra að nýta tímann í HIIT eða aðrar æfingar, prófa eitthvað nýtt. Finnst ég aldrei vera að gera nokkurn skapaðan hlut ef ég hlussast á bretti eða stigavél í allan þennan tíma. Sem, ég játa aftur, er líklegast hálf kjánaleg hugsun?

Ætla þó að taka morgunbrennslu sem þessa út vikuna (ásamt Karvelio) og bera saman líðan/ástand við næstu viku, sem tekin verður á venjulegu tempói. Langbrennslan er blessunarlega yfirstaðin fyrir þennan skítkalda miðvikudag. Ég hélt, án alls gríns, að hvítan í augunum myndi kristallast sökum kulda á hlaupum inn í ræktarhús.

Get þó prísað mig sæla að einungis eru 2 dagar eftir að SS hamingju þessarar viku, og já, ég svindlaði smá - mánudagurinn var tekinn í almenna leti og "Æji, ég byrja bara á morgun..." samanber spark-í minn eigin rass pistill gærdagsins.

ÞANNIG AÐ.... morgunbrennsluleiðindapúki...

...nei, ég meina, morgunbrennsluhamingjutryllingur-> hræringur! Vinnuhræringur. Skjör/grautur/kanill/múslí. Þetta þarf ekki að vera flókið. 

Fyrsti hræringur ársins 2011

Fyrsti hræringur ársins 2011

Get svo svarið það. Magnað hvað ég ölska bragðið af höfrum.

Sem minnir mig á það - þyrfti að kaupa mér ristavél!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var að enda við að borða iChiagrautinn með kotasælum og bláberjum, dásamlegt!

Ég er líka að reyna að taka svolítið til hjá mér, reyndar kallar líkaminn á eitthvað brakandi ferskt og fínt eftir þessa jólatörn. Ég á hinsvegar voðalega erfitt með að sleppa 70% súkkulaðimola eftir kvöldmat! Hversu hörð ertu við sjálfa þig núna? Ekkert súkkulaði eða "svindl"?

Helga B. (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 10:39

2 identicon

Gleðilegt ár góða kvendi :)  Gott að sjá að þú ert komin aftur .. hlakka til að lesa pistlana frá þér og nýta árið í uppbyggingu og niðurskurð á kg með hugmyndir innblásnar m.a. frá þér.

Ásta (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 10:50

3 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Helga B: Núna er það beina brautin þangað til 21. jan. Þá verður sukkað og svínaríað fyrir allan peninginn! Mmhmm!

Ásta: Snilldin einar. Djangans sem ég er ánægð með þessa ákvörðun hjá þér mín kæra! :)

Elín Helga Egilsdóttir, 5.1.2011 kl. 11:26

4 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Nú, jæja, ágætt að sjá þig hreyfa þig, í eitt augnablik hélt ég að þú hefðir stungið af til Las Vegas með rís-skál #55 miðað við lýsingarnar hjá þér í gær :p

Magnús V. Skúlason, 5.1.2011 kl. 13:43

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Burt með bumbuna! Já, ég stefni að því á þessu nýja ári. Bendi þér á að þú verður að vera lengur að samfellt en í 20 mínútur til þess að fitubrennslan hefjist og helst vera í 40 mínútur.

Jöfn og ákveðin en ekkert ofsafengin áreynsla er leiðin. Það er ekki skilyrði að vera í líkamsrækt því að bæði utan og iinnan dyra eru ýmsir ókeypis möguleikar til dæmis fyrir hraða göngu. Skokk má vera með og einhverjir sprettir á víð og dreif ef liðir eru í lagi. 

Það má leggjast á grasbletti þegar þurrt er og taka æfingar, en hafa þó til hliðsjónar að ýfa ekki bakflæði ef það er fyrir hendi. 

Ef aðstaða er til er það mjög góð hreyfing að ganga hratt upp stiga. Allt fram til 65 ára aldurs var ég með æfingu sem fólst í því að fara upp á fjórtándu hæð á innan við mínútu. 

Nú hafa hnén slitnað svo að hlaup eru bönnuð en ekki er bannað að læðast hratt! 

Og það er hægt að gera upp stigana. 

Og síðan er ætla sér ekki um of heldur gera þetta hægt en örugglega á nokkrum mánuðum, jafnt og þétt. Og vera meðvitaður um innihald fitu og sykurs í fæðunni og hitaeiningunum. Lesa á umbúðirnar! 

Sunnudagar geta orðið að sérstökum hátiðisdögum ef þeir eru nammidagar en þó í hófi. Það er nauðsynlegt fyrir andlega heilsu að gera sér dagamun. 

Í trimmi hef ég fengið margar góðar hugmyndir sem ég hefði kannski ekki fengið annars því að það kemur huganum á nýja hreyfingu. 

Er því með þér og okkur öllum í andanum þegar við berjum bumbur og hrópum: Burt með bumbuna! Við erum að kljást við stærsta heilsfarsvandamál okkar tíma. 

Ómar Ragnarsson, 6.1.2011 kl. 00:01

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Afsakið innsláttarvillu í fjórðu línu: Í staðinn fyrir orðið líkamsrækt átti að standa líkamsræktarstöð.

Ómar Ragnarsson, 6.1.2011 kl. 00:02

7 identicon

hvað geriru þegar þú færð "cravings"? bítuðu á laxlinn og bölvaru í hljóði eða ertu með trix?

Inga María (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 00:21

8 identicon

Bara til þess að vera leiðindagaur sem þarf alltaf að nöldra :) þá langar mig að leiðrétta ákveðinn misskilning;

Hreyfing þarf ekki að vara lengur en 20mín samfleytt til að hún skili e-u, þetta er algengur misskilningur.

Líkaminn er alltaf á hreyfingu (eða á að vera það amk.) og því er hin eiginlega hreyfing (í ræktinni eða annarsstaðar) bara framlenging af okkar eiginlegu hreyfingu. Öll aukin hreyfing (og hreyfing yfir höfuð) eykur brennslu þar sem við eyðum hitaeiningum í að komast í þetta aukna hreyfiástand.

Fannar Karvel (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 00:54

9 identicon

Hitt er svo annað mál að come next week þá duga þessar 20mín engan vegin Ella mín, þetta síðasta plan var bara svona sýnishorn nefnilega... ;)

Fannar Karvel (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 00:55

10 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Magnús: Já segðu. Var samt búin að kaupa mér flugmiðann - svaf yfir mig!

Ómar: Mikið rétt. Fara á sínu tempói og muna að góðir hlutir gerast hægt (eins og graflax sem dæmi) þá ætti þetta að vera skothelt, ef þú passar að borða ekki Snickers í hvert mál!

Ég er hinsvegar geypilega hrifin af því að "læðast hratt" og mun án efa taka upp á því hér í vinnunni. Læðast upp stigana eins og vindurinn... hahh!

Inga María: Bíta á jaxlinn! Bara bíta á jaxlinn. Þetta er barasta heilinn að segja þér að þú viljir eitthvað sem, jah, þú "þarft" ekki. Það er, ef þú ert ekki svöng. Bíta á jaxlinn er hunderfitt, en eftir fyrsta bit, þá verður þú svo ógeðslega ánægð með að hafa í raun "staðist" freistinguna að annað og þriðja bit verður mun auðveldara.

Hinsvegar. Hmm hmm... er það ekki alltaf svo auðvelt og maður dúndrast svo harkalega ofan í kökuboxið að ekki einusinni mylsna er eftir.

Það er því ágætt að vera t.d. með hnetur við hönd. Döðlubita. Gott dökkt súkkulaði, fá sér eina skífu. Eitthvað smá til að narta í. Ef þú ert svellköld þá getur verið flott að fá sér eplabita og smá kotasælu. Jafnvel prótein/hnetusmjör.

Ég er alltaf með tyggjó á mér. Tyggjóblæti á háu stigi á þessu heimili.

Fannar: Orð að sönnu og ég myndi nú ekki flokka þetta sem "nöldur" hahh :) Takk bara fyrir að benda okkur á.

Get samt ekki ímyndað mér hvað þú lætur mig gera sem gæti talist meiri píning en þegar var. Verð nú bara að viðurkenna það. Hahaha! En, ég hlakka mikið, miiikið til næstu viku það get ég sagt þér! Reyndar, smá stress, en hlakka mikið til! 

 ->  ->  ->  ->

Elín Helga Egilsdóttir, 6.1.2011 kl. 08:51

11 identicon

Ella, ef þér leiðist svona óskaplega á brettinu þá er um að gera að skipta tónlistinni í spilaranum yfir í góða hljóðbók. Er búinn að vera að hlusta á frábæran lestur á Dark Tower seríunni eftir Stephen King og nú er svo komið að mig er farið að hlakka til að fara á brettið til að halda áfram með söguna.

Gerður Sif (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 11:47

12 identicon

Cravings ó mæn got!  Það getur gert mann kreisí in ðö breinhás! Ég reyndi að minna mig á að fyrstu 3-4 dagarnir (+/- eftir hverjum og einum) eru extra erfiðir því líkaminn er alltaf að pikka í mann og minna mann á að maður gleymdi að fá sér snarl/sykur/sukk/gotterí.  En haldi maður út þennan tíma án þess að gefa eftir - þá er maður búin að þjálfa móstöðuvöðvan ágætlega.  Ég reyni að hafa gulrót, hvað mér líður vel án sykur - hvað ég er stolt af mér að geta hamið mig o.sfrv :)  Auðvitað þarf hver og einn að finna það sem hentar sér best.  Vildi bara deila minni reynslu og pælingum í gegnum tíðina.

Ásta (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 11:55

13 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Gerður Sif: Ahh gott múv! Er samt svo lítið á brettinu yfir höfuð... eða stigvélinna þessa dagana. Bara á morgun og svo búið :) En gott að finna sér eitthvað til að hlakka til - alveg hryllingur að ætla í ræktina og "nenna" því ekki. Frekar þá að finna sér hreyfingu sem þér þykir hreinlegast bara gleðileg, eða, eins og þú - góða hljóðbók!

Ætla að redda mér einni slíkri.

Ásta: Sammála. Bara það að fá sér ekki þegar þú ert alveg að drepast eru ægilega fín verðlaun. Muna svo bara að vera með nammidaginn heilagann svo gúmmulaðiandinn yfirtaki ekki og hellist yfir þig í lengri tíma.

Elín Helga Egilsdóttir, 6.1.2011 kl. 12:16

14 identicon

Hér sit ég í skólanum að lesa bloggin þín dýrlegu, nýkomin úr ræktinna og mallinn kátur eftir próteinbúðing og Special K, og hneikslast yfir sessunautum mínum sem troða í sig Kókómjólk og majónes Sóma samlokum !! bjakkíbjakk..en verð að spyrja !

Hvað gerist stórfenglegt 21.jan ? :D

Tanja Mist (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband