Alveg að koma ágúst, alveg að koma j...

Ótrúlegt alveg hreint hvað tíminn er fljótur að líða. Sumarið er að verða búið... næstum.

Svolítið dramatískt að titla það búið þegar ágúst er vart byrjaður en jú, alveg að verða búið.

Þið vitið samt hvað gerist þá! Hihiiii.... ég ætla ekki að segja það en mig langar. Næsta tilhlökkunarefni í öllu sínu önaðslega veldi. Það inniheldur endur, fyllingu, Lilla Au, feita skeggjaða menn í rauðum fötum, bakstur!

Jú víst ég er byrjuð að hugsa um þetta og hlakka til! Og jú víst, það er fullkomlega leyfilegt. Hálfs árs reglan er við líði hér! Tók gildi núna í byrjun júlí svo ég er algerlega löglega þenkjandi!

Að öðrum efnum! Æfingamatur!

Eggjahvítur, grjón og grænt

Auka grjón

Afslappelsi og andlegur undirbúningur fyrir morgundaginn! Nýr Spaghettisen á leiðinni Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einmitt það sem ég er farin að hugsa :D hlakka til jólanna, baksturs, kertaljósa og jólasveina. Keypti meira að segja 6 jólagjafir handa frændsystkinakrílum um daginn *uss* :P

Alltaf svo gaman að lesa bloggið þitt :)

Harpa Sif (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 18:10

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Yöss!! Annar ofurjólaálfur sem bætist í safnið. Ég og Erna vinkona erum snemmarar - byrjaðar að góna á jólageisladiska í ágúst, raula jólalög í byrjun sept og lummast til að spila eitt og eitt um fyrrnefndan mánuð miðjan!

Ahhh... jóla hvað! *tilhlökkunarsnemmspenningur*

Elín Helga Egilsdóttir, 26.7.2010 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband