Átök að morgni, eðalgrautur og karamellusamloka

Langt síðan ég tók morgunæfingu! Hressandi, bætandi, kætandi verð ég að segja. Vaknaði ofureldspræk klukkan 05:00 við fuglasöng og bláan himinn, sumarið hinumegin við Esjuna! Nýtt eldgos, eggjahvítugrautur að bíða eftir mér inn í ísskáp! Þetta er ekkert nema æðislegt!

Bjó sumsé til eggjahvítugraut í gærkveldi í tilefni snemmvöknuðar (söknuðar?) - ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að hann var geypilega stórkostlegur áferðarlega séð!!!! Homygod! Ætla að endurtaka þessa dýrð á morgun og sjá hvort ég nái áferðinni ekki eins - ef svo er, þá kemur skref fyrir skref færsla mín kæru! Verðið þó að afsaka óskýrar ógirnó myndir. Veður þó varla meira "raunverulegt" en þetta - svona sé ég á morgnana þegar ég er enn hálf sofandi!

Eggjahvítugrautur og kanill með berjum

Hræra!

Eggjahvítugrautur og kanill með berjum

Hann var eins og þykkur búðingur. Mjög þykkur. Kannski salat eða kartöflumús... Einhvernveginn blönduðust hafrar og hvítur svo vel saman að hafrarnir hálfpartinn "eyddust" upp. Fann ekkert fyrir þeim. Límkenndur en samt ekki gooey! Geggjað! Hefði getað rekið ofan í kvekendið hníf og smurt á brauð!

Maukgrautur

Eftir æfingu samlokan gleður mitt auma glycogen hungraða hjarta með eindæmum!

HINSVEGAR - já, það er hinsvegar - þá komst ég að þeirri hryllilegu staðreynd þegar ég hafði rifið samlokuna mína upp með svo miklu offorsi að álpappírinn bráðnaði, að ég hafði gleymt myndavélinni í bílnum!!! Óguð! Þarna stóð ég í búningsklefanum eftir átökin og starði á gersemina í sundurtættum álpappírnum með tárin í augnum. Matarbloggari vs. ræktarfíkill. Hvor ræður? Svona getur verið erfitt að blogga um matinn sinn, samviskan vildi ekki leyfa át með tilhlaupi og ræktarsjúklingurinn vildi ekki bíða. Gamla lét þó vaða. Para pínu. Eins og sönnum nartara og pillsjúkling sæmir át ég "skorpuna" og lét miðjuna eiga sig þangað til myndavél var við hönd!

Prótein samloka ;)

Nörtuð eftiræfingusamloka

Það tók meira á að bíða eftir því að borða þetta heldur en átökin sjálf! En homnom hvað hún var góð. Poppkexið var orðin svolítið mjúkt, þar sem ég púslaði þessu saman í gærkveldi, og af því að ég blandaði próteinið þykkara en steypu þá var þetta eins og að borða karamellu!

Mmmmiðjan

Mmmmmiiiiðjan!

Karamellukennt

Ohhhhhh.... bara einn biti eftir!

Einn ofurbiti eftir

Nú þarf undirrituð að fara að útbúa LISTANN! Listi sem verður til við hverja reisu erlendis. Enginn listi er eins enda allir sniðnir að þörfum ferðarinnar. Þessi listi mun t.d. innihalda atriði eins og:

  • Flugv-/alla/éla afþreying -> teiknidót, ipodtónlist, hljóðbækur, lesbækur, snakkk og snarl
  • Vegabréf
  • Visa til að komast inn í landið
  • Pakka
  • Fara til tannlæknis
  • Bögga vini og ættinga út í hið óendanlega
  • Heimta "Kveðjuátfiestu" bara af því
  • Horfa út í loftið
  • ....
  • Græða!

Af hverju ég þarf að græða er ekki enn vitað!

Njótið dagsins - heilgrillaður kjúlli í hádeginu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Öss þetta kallast suddaleg samloka... skil samt ekki hvernig þú nærð próteininu svona þykku..ertu ekki með nánast neitt vatn?

Heba Maren (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 11:17

2 identicon

Morgungrauturinn lítur girnilega út:)

Í gær datt Scitec próteinið mitt inn um lúguna og ég gat ekki beðið eftir að prófa það. Ég skellti í einn skammt með poppkexi og kanil (hermikráka...I know) eftir æfingu í dag og ég er farin að efast um að þetta sé löglegt......ÞETTA ER FXXXING ÞAÐ BESTA SEM ÉG HEF SMAKKAÐ!!!!

Ég afsaka ofsann....vildi bara segja þér frá þessu því þú komst mér á sporið:)

Dóra (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 11:22

3 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Heba: Eins lítið af vatni og möguleiki er á. Þá myndast svona líka fín kúla sem lekur svo út. Hendi kannski inn myndum við tækifæri!

Dóra: I KNOW!! Þetta er bara snilldin Einar! Karamellu-gooey-gleði með meiru ásamt crunchi! Fullkomið!

Elín Helga Egilsdóttir, 14.4.2010 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband